Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Fréttir
26117
Stjórnarformaður Arnarlax á 700 milljóna hlut í auðlindafyrirtækinu
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður og helsti talsmaður Arnarlax, fékk kúlulán upp á hálfan millljarð til að kaupa bréf í fyrirtækinu. Hann er einn af fáum sem hefur hagnast á laxeldi á Íslandi og tók 40 milljóna arð út úr greininni í fyrra.
FréttirLaxeldi
148794
Stærsti eigandinn í íslensku laxeldi orðinn ríkasti maður Noregs
Gustav Magnar Witzoe, erfingi laxeldisrisans Salmar, á eignir upp á 311 milljarða króna. Salmar er stærsti eigandi Arnarlax, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands. Íslenska ríkið gefur fyrirtækjum eins og Arnarlaxi kvóta í laxeldi á Íslandi á meðan Salmar þarf að greiða hátt verð fyrir kvóta í Noregi.
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar
54330
Þess vegna mun líklega engin stofnun á Íslandi upplýsa 85 milljarða króna hagsmunamál
Hver á að rannsaka forsendur máls Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjórans í atvinnuvegaráðuneytinu sem lét fresta birtingu laga og gekk þar með erinda þriggja laxeldisfyrirtækja? Embætti Umboðsmanns Alþingis hefur ekki fjármagn til að stunda frumkvæðisathuganir og óljóst er hvort málið er lögbrot eða ekki.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
2690
Skrifstofustjórinn braut verklagsreglur en ójóst er hvort hann framdi lögbrot
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent þremur ráðuneytum spurningar um inngrip Jóhanns Guðmundsonar í birtingu nýrra laga um fiskeldi. Nefndin skoðar nú almennt og heildstætt hvernig birtingum nýrra laga er háttað.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
56150
Steingrímur: Ekki Alþingis að svara til um inngrip skrifstofustjórans við birtingu laga um laxeldi
Steingrímur J. Sigfússon segir að það sé framkvæmdavaldsins að taka við nýjum lögum fra Alþingi og birta þau. Hann segir að það sé ekki Alþingis að tjá sig um mál Jóhanns Guðmundssonar sem hringdi í Sjtórnartíðindi úr atvinnuvegaráðuneytinu og lét fresta birtingu laga um fiskeldi.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
42144
Ráðuneyti sendi skrifstofustjóra í leyfi: „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram“
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið segir að fyrrverandi skrifstofustjórinn Jóhann Guðmundsson hafi ekki fengið skipun um að skipta sér af birtingu nýrra laga um fiskeldi.
RannsóknMál Jóhanns Guðmundssonar
131711
Starfsmaður ráðuneytisins lét seinka birtingu laga og varði hagsmuni laxeldisfyrirtækja
Birtingu nýrra laga um laxeldi var frestað í fyrrasumar að beiðni starfsmanns atvinnuvegaráðuneytisins. Frestunin fól í sér að laxeldisfyrirtækin Arctic Fish, **Arnarlax og Laxeldi Austfjarða gátu skilað inn gögnum til Skipulagsstofnunar áður en nýju lögin tóku gildi. Starfsmaðurinn var sendur í leyfi þegar upp komst um málið og starfar ekki lengur í ráðuneytinu. Engin dæmi eru fyrir sambærilegum afskiptum af birtingu laga.
FréttirLaxeldi
436
Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði
Stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal greindi frá því í morgun að hlutafjáraukning í félaginu hefði gengið vonum framar. Norskt fjárfestingarfélag seldi sig út úr fyrirtækinu með miklum hagnaði. Svo virðist sem sama sagan sé að endurtaka sig á Íslandi og í Noregi á sínum tíma þar sem íslenska ríkið áttar sig ekki á markaðsvirði laxeldisleyfa og gefur þessi gæði sem svo ganga kaupum og sölum fyrir metfé.
Greining
79384
Norskur eldisrisi getur hagnast um fimm milljarða á hlutabréfum í Arnarlaxi en íslenska ríkið fær ekkert
Nýjustu fréttir um viðskipti með hlutabréf í stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, Arnarlaxi, sýna hversu mikið fyrirtæki eru tilbúin að greiða til að fá aðgang að því að framleiða eldislax í íslenskum fjörðum. Einstaka fjárfestar geta hagnast um milljarða króna á hverju ári með því að kaupa og selja bréf í félaginu. Íslenska ríkið fær hins vegar enga hlutdeild í þessum hagnaði.
FréttirLaxeldi
1279
Hluthafar Arnarlax selja hlutabréf með miklum hagnaði: Lífeyrissjóðurinn Gildi kaupir fyrir 3 milljarða
Íslenski lífeyrissjóðurinn Gildi verður stór hluthafi í laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi en sjóðurinn hyggst kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega 3 milljarða. Kaupin eru liður í skráningu Arnarlax á Merkur-hlutabréfamarkaðinn í Noregi. Stórir hluthafar í Arnarlaxi, eins og Kjartan Ólafsson, selja sig ut úr félaginu að hluta á þessum tímapunkti.
FréttirLaxeldi
616
Framleiðsla Arnarlax hrundi um 1100 tonn vegna laxadauða
Veruleg skakkaföll urðu í rekstri stærsta laxeldisfyrirtækis landsins, Arnarlax, vegna laxadauða í upphafi ársins. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um nærri helming milli ára og framleiðslan minnkaði um 1.100 tonn.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.