Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Fjögur dæmi eru um það að íslenskir sveitarstjórnarmenn hafi verið starfandi hjá laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum og Austurlandi á sama tíma og þeir voru kjörnir fulltrúar. Fjögur slík dæmi er hægt að finna frá síðasta kjörtímabili sveitarstjórna en í dag er aðeins einn starfsmaður laxeldisfyrirtækis starfandi í sveitarstjórn. Þetta fólk segir að ekki sé réttlætanlegt að skerða atvinnumöguleika fólks í litlum bæjum þar sem ekki sé mikið um fjölbreytta atvinnu.
FréttirLaxeldi
2
Starfsmönnum Arctic Fish sagt frá samruna við Arnarlax: „No comment“
Stjórnendum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði var sagt frá því fyrir helgi að til standi að sameina fyrirtækið og Arnarlax á Bíldudal. Á mánudaginn var greint frá kaupum norsks móðurfélags Arnarlax, Salmar, á eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Talað var um möguleikann á samlegðaráhrifum í rekstri fyrirtækjanna tveggja og er ljóst að þessi fyrirtæki verða í framtíðinni rekin undir einum hatti.
FréttirLaxeldi
1
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíludal ætlar að kaupa eiganda Arctic Fish á Ísafirði. Fyrir vikið verða tvö stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands í eigu sama norska fyrirtækisins. Í tilkynningu um samrunann kemur fram að samlegðaráhrif í rekstri fyrirtækjanna náist með þessu. Samanlagt framleiða þessi fyrirtæki rúman helming af öllum eldislaxi í sjó á Íslandi.
FréttirLaxeldi
2
„Langstærsta tjón“ og dauði í sögu íslensks laxeldis
Laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish er sögulegur en á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist. Gísli Jónsson, dýralæknir, hjá MAST, segir að aldrei áður í sögu þessarar greinar á Íslandi hafi fleiri laxar drepist. Hann segir íslenska veturinn enn og aftur hafa minnt á sig.
ViðtalLaxeldi
1
„Ísland er nýja bardagasvæðið fyrir laxeldisiðnaðinn“
Í nýrri bók tveggja norskra blaðamanna er meðal annars fjallað um laxeldi á Íslandi og það hvernig laxeldisfyrirtæki í Noregi hafa þurft að færa sig til nýrra landa eftir nýjum hafsvæðum. Höfundarnir rekja hvernig finna þurfi leiðir til að stunda laxeldi í sátt við samfélagið.
Fréttir
Eigandi Arnarlax leggur fram 166 milljarða tilboð í eiganda Arctic Fish
Talað um mögulegan samruna Arnarlax og Arctic Fish í tilkynningu til norsku kauphallarinnar. Eigandi Arnarlax yfirbýður annað norskt laxeldisfyrirtæki um 18 milljarða. Til gæti orðið eitt stórt laxeldisfyrirtæki á Vestjfjörðum.
FréttirLaxeldi
Selja fæðubótarefni úr norskum eldislaxi eins og það sé úr „100% náttúrulegum“ laxi
Íslenska fyrirtækið Unbroken, sem selur samnefnt fæðubótarefni, vísar til þess að fyrirtækið framleiði vöru sína úr 100 prósent náttúrulegum laxi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Steinar Trausti Kristjánsson, segir að orðalagið sé tekið frá norska laxeldisrisanum Mowi sem framleiðir eldislaxinn sem fyrirtækið notar. Unbroken á í samvinnu við Ferðafélag Íslands sem hefur náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi í rekstri sínum.
FréttirLaxeldi
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Fréttir
Stjórnarformaður Arnarlax á 700 milljóna hlut í auðlindafyrirtækinu
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður og helsti talsmaður Arnarlax, fékk kúlulán upp á hálfan millljarð til að kaupa bréf í fyrirtækinu. Hann er einn af fáum sem hefur hagnast á laxeldi á Íslandi og tók 40 milljóna arð út úr greininni í fyrra.
FréttirLaxeldi
Stærsti eigandinn í íslensku laxeldi orðinn ríkasti maður Noregs
Gustav Magnar Witzoe, erfingi laxeldisrisans Salmar, á eignir upp á 311 milljarða króna. Salmar er stærsti eigandi Arnarlax, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands. Íslenska ríkið gefur fyrirtækjum eins og Arnarlaxi kvóta í laxeldi á Íslandi á meðan Salmar þarf að greiða hátt verð fyrir kvóta í Noregi.
GreiningMál Jóhanns Guðmundssonar
Þess vegna mun líklega engin stofnun á Íslandi upplýsa 85 milljarða króna hagsmunamál
Hver á að rannsaka forsendur máls Jóhanns Guðmundssonar, skrifstofustjórans í atvinnuvegaráðuneytinu sem lét fresta birtingu laga og gekk þar með erinda þriggja laxeldisfyrirtækja? Embætti Umboðsmanns Alþingis hefur ekki fjármagn til að stunda frumkvæðisathuganir og óljóst er hvort málið er lögbrot eða ekki.
FréttirMál Jóhanns Guðmundssonar
Skrifstofustjórinn braut verklagsreglur en ójóst er hvort hann framdi lögbrot
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur sent þremur ráðuneytum spurningar um inngrip Jóhanns Guðmundsonar í birtingu nýrra laga um fiskeldi. Nefndin skoðar nú almennt og heildstætt hvernig birtingum nýrra laga er háttað.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.