Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu

Stærsti eig­andi Arn­ar­lax, norski lax­eld­isris­inn Salm­ar, set­ur auk­inn kraft í þró­un á af­l­and­seldi á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið fær já­kvæð við­brögð frá yf­ir­völd­um á Ís­landi um að stór­auka fram­leiðsl­una í fjörð­um lands­ins.

Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Framtíðin er aflandseldið Gustav Witzøe, forstjóri Salmar, stærsta eiganda Arnarlax, lýsir því hvernig framtíð fiskeldis í sjó í heiminum liggi í aflandseldi langt frá landi. Samtímis stóreykur Arnarlax sjókvíaeldi sitt við strendur landsins.

Stærsti eigandi íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, norska laxeldisfyrirtækið Salmar, setur stóraukinn kraft og fjármuni í þróun á aflandseldi á eldislaxi í Noregi samtímis sem fyrirtækið fagnar jákvæðum tíðindum frá Skipulagsstofnun á Íslandi um að fá að framleiða 10 þúsund í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Salmar AS fyrir fjórða ársfjórðung árið 2020 og fréttatilkynningum frá félaginu í gær. Salmar á rúmlega 54 prósenta hlut í Arnarlaxi, sem gengur undir nafninu Icelandic Salmon á ensku. 

Aflandseldi á laxi gengur út á að flytja kvíarnar sem laxinn er alinn í burt úr fjörðum og frá ströndum landa og út á rúmsjó þar sem hafdýpi er meira og sjávarstraumar eru sterkari. Tilgangurinn er meðal annars að koma á laggirnar umhverfisvænna laxeldi í sjó og skapa meiri sátt um greinina. 

„Fókus Salmar á úthafsfiskeldi markaði upphafið á nýjum tímum í sjávarútvegi.“
Gustav Witzøe

Þróar umhverfisvæna aðferð með hægri en fjárfestir í sjókvíaeldi með vinstri

Þetta þýðir í reynd að Salmar gengst við því að vera með annarri hendi að þróa umhverfisvænni lausn í laxeldi en sjókvíaeldi við strendur landa samtímis og það heldur áfram að nota þessa minni umhverfisvænu framleiðsluaðferð, meðal annars á Íslandi, þrátt fyrir umhverfisáhrif hennar. Yfirskrift og fyrsta setningin í fréttatilkynningu Salmar AS um árshlutauppgjör sitt staðfestir þetta. „Á 30 ára afmæli sínu eykur Salmar kraft sinn í þróun á aflandseldi á fiski. Með þessu vill fyrirtækið leggja sitt af mörkum við að leysa þær mikilvægu umhverfislegu og staðbundnu áskoranir sem eldisiðnaðurinn stendur frammi fyrir.“ 

Enn fremur segir forstjóri og helsti hluthafi Salmar AS, Gustav Witzøe, í fréttatilkynningunni um uppgjörið: „Fókus Salmar á úthafsfiskeldi markaði upphafið á nýjum tímum í sjávarútvegi. Aflandsfiskeldi opnar fyrir margs konar nýja möguleika á sjálfbærri framleiðslu á matvælum og aðstoðar við að tryggja fæðuframboð í heiminum til lengri tíma litið,“ er haft eftir Witzøe í tilkynningunni. 

Skipulagsstofnun með jákvæð viðbrögð

Í árshlutauppgjöri fyrirtækisins kemur svo fram að Salmar hyggist framleiða 14 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland árið 2021. Þetta er sú framleiðsluaðferð á eldislaxi sem forsvarsmenn Salmar átta sig á að er minna umhverfisvæn en aflandseldið sem þeir eru svo stoltir af að hafa byrjað með í greininni. Enn fremur segir í árshlutauppgjörinu um atburði eftir lok reikningsskiladag að Arnarlax hafi fengið jákvæð viðbrögð frá Skipulagsstofnun um 10 þúsund tonna framleiðslu í Ísafjarðardjúpinu en mikill styr hefur staðið um sjókvíaeldi í Djúpinu síðastliðin ár. 

„Í febrúar 2021 fékk Icelandic Salmon jákvæð viðbrögð frá Skipulagsstofnun um ný framleiðsluleyfi í Ísafjarðardjúpi, samtals fyrir 10 þúsund tonnum. Í kjölfarið á niðurstöðu Skipulagsstofnunaar mun umsókn Arnarlax verða send til MAST og Umhverfisstofnunar til frekara mats og skrefa í átt að hinum nýju leyfum,“ segir í árshlutauppgjörinu. 

Í skýrslu Skipulagsstofnunar um eldishugmyndir Arnarlax segir meðal annars: „Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif eldisins felist í auknum áhrifum á botndýralíf og eðlisþætti sjávar, mögulegum áhrifum á villta laxfiska vegna aukins álags laxalúsar og mögulegum áhrifum á villta laxfiskstofna vegna erfðablöndunar.“

En Skipulagsstofnun telur samt að áhrif eldisins á villta laxastofna verði óveruleg: „Með vísan í áhættumat erfðablöndunar telur Skipulagsstofnun því að áhrif eldis Arnarlax á frjóum laxi á laxastofna í þeim ám sem áhættumatið nær til verði óveruleg,“ segir í niðurstöðunni um eldishugmyndirnar.  Skipulagsstofnun leggst því ekki gegn sjókvíaeldinu, meðal annars á þessum forsendum.

Ólíkar áherslur Kjartans og SalmarStærsti eigandi Arnarlax talar um að framtíð fiskeldis sé úthafseldi á meðan stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, vill 20-falda framleiðsluna í fjörðum Íslands.

Talar fyrir 500 þúsund tonna laxeldi

Eins og Stundin hefur fjallað um, og þrátt fyrir að eigandi Arnarlax telji sjókvíaeldi við strendur landa ekki vera framtíðina, þá hefur Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, stigið fram í kjölfar COVID-19 faraldursins og talað um fyrir því að margfalda sjókvíaeldi á Íslandi.

Í grein í Morgunblaðinu í mars í fyrra sagði Kjartan að Ísland geti framleitt allt að 500 þúsund tonn af eldislaxi. Þetta er nærri 19-földun á framleiðslu á eldislaxi miðað við hveru mikil framleiðslan var 2019, 27 þúsund tonn, og er langtum meira en þau 140 þúsund tonn sem Hafrannsóknastofnun hefur mælt með að sé raunhæf framleiðsla hér á landi miðað við burðarþol þeirra fjarða sem stofnunin hefur kannað. 

Í greininni sagði Kjartan: „Með 500.000 tonna ársframleiðslu á laxfiski mætti margfalda útflutningsverðmæti sjávarafurða og fylgja þar með farsælli vegferð vinaþjóða okkar [Noregs og Færeyja].“ 

„Því felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga í að rækta fisk á bláu ökrunum okkar með stóraukinni áherslu á fiskeldi.“
Kjartan Ólafsson

Til þess að þetta megi verða þurfa stjórnmálamenn og stjórnvöld hins vegar að ganga í takt með laxeldisfyrirtækjunum eins og Kjartan sagði í niðurlagi sínu í greininni: „Því felast mikil tækifæri fyrir Íslendinga í að rækta fisk á bláu ökrunum okkar með stóraukinni áherslu á fiskeldi. Skýr stefna og markmiðasetning yfirvalda er nauðsynleg til að byggja ofan á þekkingu okkar og reynslu í sölu og framleiðslu sjávarafurða og tryggja þannig stöðu okkar sem leiðandi sjávarútvegsþjóð í heiminum til framtíðar.“

Eigandi Arnarlax, Salmar, telur hins vegar ekki, ólíkt Kjartani, að framtíð fiskeldis liggi í „bláum ökrum“ í fjörðum landa heldur langt í burtu frá þeim, úti á rúmsjó, þar sem umhverfisáhrifin eru minni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
„Þetta er stríð og við teljum okkur geta unnið það“
ViðtalLaxeldi

„Þetta er stríð og við telj­um okk­ur geta unn­ið það“

Yvon Chouin­ard, stofn­andi fatafram­leið­and­ans Patagonia, ræð­ir um ára­tuga tengsl sín við Ís­land og bar­átt­una gegn sjókvía­eldi á eld­islaxi hér á landi. Patagonia frum­sýndi ný­ver­ið mynd um sjókvía­eld­ið á Ís­landi. Yvon er bjart­sýnn á að sjókvía­eld­ið verði bann­að á Ís­landi þar sem ís­lensk­ir kjós­end­ur séu vel upp­lýst­ir og taki mark á vís­ind­um.
Arctic Fish segir að faraldur laxalúsar hafi leitt til slysasleppingar hjá fyrirtækinu
FréttirLaxeldi

Arctic Fish seg­ir að far­ald­ur laxal­ús­ar hafi leitt til slysaslepp­ing­ar hjá fyr­ir­tæk­inu

Nýj­ar skýr­ing­ar en áð­ur hafa kom­ið fram á slysaslepp­ing­unni hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish er að finna í árs­reikn­ingi þess fyr­ir síð­asta ár. Þar seg­ir að lúsafar­ald­ur hjá fyr­ir­tæk­inu hafi leitt til þess að eld­islax­ar sluppu úr sjókví fyr­ir­tæk­is­ins. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stein Ove-Tveiten seg­ir að laxal­ús­in sé ekki bein ástæða fyr­ir slysaslepp­ing­unni held­ur und­ir­liggj­andi ástæða.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu