Noregur
Svæði
Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Björgólfur segir að Namibíumálið muni fá skjótan endi eins og Seðlabankamálið

Samherjaskjölin

Samherji heldur áfram að gagnrýna fjölmiðla sem fjallað hafa um Namibíumálið. Björgólfur Jóhannsson ýjar að því að samsæri eigi sér stað gegn Samherja sem snúist um að valda félaginu skaða. Forstjórinn segir að lyktir málsins verði líkega þau sömu og í Seðlabankamálinu þrátt fyrir að sex einstaklingar hafi nú þegar verið ákærðir í Namibíu.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Hlutabréf í DNB bankanum hrynja vegna Samherjarannsóknar

Hlutabréf í DNB bankanum hrynja vegna Samherjarannsóknar

Samherjaskjölin

Ástæðan er rannsókn efnahagsbrotadeildar norsku lögreglunnar í kjölfar umfjöllunar um Samherjaskjölin. Virði bréfa í bankanum hefur dregist saman um 200 milljarða íslenskra króna.

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“

Samherjamálið: „Þetta er sorglegt“

Samherjaskjölin

Einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í peningaþvætti, Louise Brown, segir að misnotkunin á DNB-bankanum í Samherjamálinu sé alvarleg og sorgleg. Hún segir að DNB hefði átt að bregðast við miklu fyrr gegn skattaskjólsfélaginu Cape Cod FS sem Samherji notaði til að greiða út laun sjómanna sinna í Namibíu.

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum

DNB um viðskiptin við Samherja: „Enginn kúnni mikilvægari“ en að fylgja lögum

Samherjaskjölin

Upplýsingafulltrúi DNB-bankans, Even Westerveld, segir að DNB slíti viðskiptasambandi við fyrirtæki sem fremja lögbrot. DNB vill ekki svara sértækum spurningum um Samherjamálið.

Njóta liðsinnis norskra sérfræðinga í krísustjórnun

Njóta liðsinnis norskra sérfræðinga í krísustjórnun

Of snemmt er að segja til um hversu langan tíma innri rannsókn Samherja tekur, að mati lögfræðistofunnar Wikborg Rein. Samherji réði fyrrverandi fréttastjóra Aftenposten sem almannatengil viku áður en umfjöllun um Namibíuveiðarnar birtist. Ráðgjafarfyrirtæki hans hjálpar aðilum að komast „óskaddaðir úr krísunni“.

Samherji einungis að reyna að verja sig

Samherji einungis að reyna að verja sig

Samherjaskjölin

Innanhússrannsókn á Samherja er ótrúverðug að mati Jóns Ólafssonar prófessors. Leitað sé til lögmannsstofa til að undirbúa varnir en ekki til að gera innanhússrannsóknir á fyrirtækjum.

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Samherjamálið kostar DNB 100 milljarða

Samherjaskjölin

Hlutabréf í norska bankanum DNB féllu um 2,4 prósent eftir að greint var frá mútugreiðslum Samherja í Namibíu. Fjármunir frá Samherja fóru í gegnum bankann og til félaga í skattaskjólum.

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherji greiðir hundruð milljóna í mútur til að fá kvóta í Namibíu

Samherjaskjölin

Gögn sýna hvernig Samherji greiddi skipulega hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu, til að fá kvóta sem lagði grunn að stórum hluta hagnaði félagsins undanfarin ár. Hagnaðurinn og mútugreiðslurnar runnu í gegnum net skattaskjóla.

Íslendingar mótmæli olíuvinnslu Norðmanna

Íslendingar mótmæli olíuvinnslu Norðmanna

Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson bendir á tvíræðni í umhverfisboðskap Norðurlandaþjóðanna og spyr hvort Íslendingar hafi pólitískt þor til að beita sér í málaflokknum.

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

Uppgjör Arnarlax á fyrsta ársfjórðungi varð fyrir neikvæðum áhrifum vegna laxadauða. Eigandi Salmar bókfærir verðmæti Arnarlax mörgum milljörðum hærra en norska félagið greiddi fyrir það. Ekkert af þessu fé fer í ríkiskassann.

Salmar hefur greitt 11 milljarða fyrir laxeldisleyfi Arnarlax sem kosta 58 milljarða á uppboðum ríkisins í Noregi

Salmar hefur greitt 11 milljarða fyrir laxeldisleyfi Arnarlax sem kosta 58 milljarða á uppboðum ríkisins í Noregi

Í ársreikningi móðurfélags Arnarlax kemur fram hveru vanmetin laxeldisleyfi fyrirtækisins hafa verið. Fyrirtækið Salmar fjórfaldar bókfært verðmæti laxeldisleyfa fyrirtækisins í ársreikningnum.