Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíludal ætlar að kaupa eiganda Arctic Fish á Ísafirði. Fyrir vikið verða tvö stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands í eigu sama norska fyrirtækisins. Í tilkynningu um samrunann kemur fram að samlegðaráhrif í rekstri fyrirtækjanna náist með þessu. Samanlagt framleiða þessi fyrirtæki rúman helming af öllum eldislaxi í sjó á Íslandi.
FréttirLaxeldi
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
Myndbandið sem Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók af bakteríulagi undir sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Dýrafirði gefur ekki tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar. Stofnunin fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins. Laxeldisfyrirtækið fær hins vegar ekki heimild til að setja út meiri eldisfisk í kvíarnar að svo stöddu.
ViðtalLaxeldi
7
Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
Veiga Grétarsdóttir kajakræðari varð landsþekkt þegar hún leiðrétti kyn sitt og réri rangsælis í kringum Ísland. Hún er einn af háværari gagnrýnendum laxeldis á Vestfjörðum og hefur birt myndir af afskræmdum eldislöxum. Í viðtali við Stundina ræðir hún um nýtt myndband sem hún tók undir eldiskvíum í Dýrafirði, baráttu sína gegn laxeldinu og hvernig það er að vera gagnrýnin rödd í litlu samfélagi fyrir vestan.
FréttirLaxeldi
2
„Langstærsta tjón“ og dauði í sögu íslensks laxeldis
Laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish er sögulegur en á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist. Gísli Jónsson, dýralæknir, hjá MAST, segir að aldrei áður í sögu þessarar greinar á Íslandi hafi fleiri laxar drepist. Hann segir íslenska veturinn enn og aftur hafa minnt á sig.
FréttirLaxeldi
4
Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
Myndband sem tekið var á 30 metra dýpi undir sjóvkvíum í Dýrafirði sýnir það sem líkast til er hvítt lag af bakteríum. Einungis er um að ræða annað slíka myndbandið sem tekið hefur verið, svo vitað sé, segja sérfræðingar hjá Hafró. Bakteríurnar eru ekki hættulegar mönnum en geta haft áhrif á lífríki sjávar og sýna líklega að of mikið sé af laxeldiskvíum í firðinum og að eldið sé ekki sjálfbært þar að öllu óbreyttu.
FréttirLaxeldi
3
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Eigandi fyrirtækisins, norska eldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu vegna þessa í gær. Tilkynningin kom í kjölfar þess að myndir voru birtar af dauðu löxunum. Laxadauðinn mun hafa áhrif á ársafkomu og sláturtölur fyrirtækisins.
FréttirLaxeldi
Eigandi Arnarlax vill tryggja „sjálfbæran vöxt“ laxeldis á hafi úti
Samstarf laxeldisfyrirtækisins Salmar AS, eiganda Arnarlax, og fyrirtækis Kjell Inge Rökke, um að þróa aflandseldi á laxi er formlega hafið. Á sama tíma reynir Salmar AS að stækka starfsemi Arnarlax á Íslandi þar sem laxeldið fer fram í fjörðum landsins.
FréttirLaxeldi
Ekkert verður af kaupum eiganda Arnarlax á eiganda Arctic Fish
Hugmyndir norska laxeldisrisans Salmar, stærsta hluthafa Arnarlax á Bíldudal, um að sameina félagið og Norway Royal Salmon, munu ekki ganga eftir. Stærsti hluthafi Norway Royal Salmon, * Helge Gåsø, hafði betur í baráttunni við forstjóra og stofnanda Salmar, *Gustav Witzøe.
Fréttir
Eigandi Arnarlax leggur fram 166 milljarða tilboð í eiganda Arctic Fish
Talað um mögulegan samruna Arnarlax og Arctic Fish í tilkynningu til norsku kauphallarinnar. Eigandi Arnarlax yfirbýður annað norskt laxeldisfyrirtæki um 18 milljarða. Til gæti orðið eitt stórt laxeldisfyrirtæki á Vestjfjörðum.
GreiningLaxeldi
Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
Myndbandsupptökur Veigu Grétarsdóttur á afmynduðum eldislöxum á Vestfjörðum hafa vakið upp umræðuna um sjókvíaeldið. Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur gagnrýnt Veigu fyrir myndirnar. Forstjóri eiganda Arctic Fish telur hins vegar að sjóvkíaeldi við strendur landa sé ekki framtíðina heldur aflandseldi fjarri ströndum landa.
ÚttektSamherjaskjölin
Pólitískir Samherjar
Starfsemi útgerðarinnar Samherja teygir sig um allan heim. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að víðast hvar má finna lykilstarfsmenn með sterk pólitísk tengsl; allt frá Íslandi til Færeyja og niður til Afríku.
FréttirSamherjaskjölin
Samherjamálið í DNB: Bankinn horfði framhjá 80 prósent af vísbendingum um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti
Sektargreiðslan sem DNB-bankinn út af rannsókninni á peningaþvættisvörnum sem hófst eftir Samherjamálið er sú hæsta í sögu Noregs. Sektin er hins vegar einungis 1/30 hluti af sektinni sem Danske Bank greiddi fyrir að stöðva ekki peningaþvætti í gegnum bankann.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.