Svandís ráðherra sjávarútvegsmála: „Fátt sem rökstyður hvalveiðar eftir árið 2024“
Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútvegsmála, segir að rök skorti fyrir hvalveiðum Íslands. Svandís er með svipaða skoðun og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að þessu leyti. Hvalur hf. má veiða hvali fram til 2023.
FréttirLaxeldi
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
Myndbandið sem Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók af bakteríulagi undir sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Dýrafirði gefur ekki tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar. Stofnunin fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins. Laxeldisfyrirtækið fær hins vegar ekki heimild til að setja út meiri eldisfisk í kvíarnar að svo stöddu.
FréttirLaxeldi
2
„Langstærsta tjón“ og dauði í sögu íslensks laxeldis
Laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish er sögulegur en á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist. Gísli Jónsson, dýralæknir, hjá MAST, segir að aldrei áður í sögu þessarar greinar á Íslandi hafi fleiri laxar drepist. Hann segir íslenska veturinn enn og aftur hafa minnt á sig.
FréttirLaxeldi
3
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Eigandi fyrirtækisins, norska eldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu vegna þessa í gær. Tilkynningin kom í kjölfar þess að myndir voru birtar af dauðu löxunum. Laxadauðinn mun hafa áhrif á ársafkomu og sláturtölur fyrirtækisins.
FréttirLaxeldi
3
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
Myndir sem teknar voru á Þingeyri í gær sýna laxadauðann sem fyrirtækið Arctic Fish glímir við þar í kjölfar veðursins sem geisað hefur á Vestfjörðum. Fjölmörg kör af mismunandi illa förnum og sundurtættum eldislaxi eru tæmd í norskt skip sem vinnur dýrafóður úr eldislaxinum. Arctic Fish hefur sagt að laxadauðinn í sjókvíum fyrirtækisins kunni að nema 3 prósentum en ljóst er að hann er miklu meiri en það.
FréttirLaxeldi
2
Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
Talsverður laxadauði hefur verið í eldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði vegna vetrarkulda síðustu vikur. Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish, segir að afföllin séu meiri en þau 3 prósent sem fyrirtækið gerði ráð fyrir. Skip frá norska fyrirtækinu Hordafor hefur verið notað til að vinna dýrafóður úr dauðlaxinum.
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun
1
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
N1 Rafmagn réttlætti ofrukkanir á rafmagni til viðskiptavina sinna tvívegis áður en fyrirtækið baðst afsökunar. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt af hverju það ætlar ekki að endurgreiða viðskiptavinum sínum mismuninn á innheimtu verði rafmagns og auglýstu frá sumrinu 2020 þegar það varð söluaðili til þrautavara.
ViðtalLaxeldi
1
„Ísland er nýja bardagasvæðið fyrir laxeldisiðnaðinn“
Í nýrri bók tveggja norskra blaðamanna er meðal annars fjallað um laxeldi á Íslandi og það hvernig laxeldisfyrirtæki í Noregi hafa þurft að færa sig til nýrra landa eftir nýjum hafsvæðum. Höfundarnir rekja hvernig finna þurfi leiðir til að stunda laxeldi í sátt við samfélagið.
FréttirLaxeldi
Eigandi Arnarlax vill tryggja „sjálfbæran vöxt“ laxeldis á hafi úti
Samstarf laxeldisfyrirtækisins Salmar AS, eiganda Arnarlax, og fyrirtækis Kjell Inge Rökke, um að þróa aflandseldi á laxi er formlega hafið. Á sama tíma reynir Salmar AS að stækka starfsemi Arnarlax á Íslandi þar sem laxeldið fer fram í fjörðum landsins.
FréttirLaxeldi
Félag Gísla hagnaðist um 1.800 milljónir á laxeldisauðlindinni
Eignarhaldsfélag í eigu Gísla Guðmundssonar hefur 7,5 faldað fjárfestingu sína í Ice Fish Farm, móðurfélagi Fiskeldis Austfjarða, eftir að félagið var skráð á markað í Noregi.
FréttirLaxeldi
Ekkert verður af kaupum eiganda Arnarlax á eiganda Arctic Fish
Hugmyndir norska laxeldisrisans Salmar, stærsta hluthafa Arnarlax á Bíldudal, um að sameina félagið og Norway Royal Salmon, munu ekki ganga eftir. Stærsti hluthafi Norway Royal Salmon, * Helge Gåsø, hafði betur í baráttunni við forstjóra og stofnanda Salmar, *Gustav Witzøe.
Fréttir
Eigandi Arnarlax leggur fram 166 milljarða tilboð í eiganda Arctic Fish
Talað um mögulegan samruna Arnarlax og Arctic Fish í tilkynningu til norsku kauphallarinnar. Eigandi Arnarlax yfirbýður annað norskt laxeldisfyrirtæki um 18 milljarða. Til gæti orðið eitt stórt laxeldisfyrirtæki á Vestjfjörðum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.