Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Fjögur dæmi eru um það að íslenskir sveitarstjórnarmenn hafi verið starfandi hjá laxeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum og Austurlandi á sama tíma og þeir voru kjörnir fulltrúar. Fjögur slík dæmi er hægt að finna frá síðasta kjörtímabili sveitarstjórna en í dag er aðeins einn starfsmaður laxeldisfyrirtækis starfandi í sveitarstjórn. Þetta fólk segir að ekki sé réttlætanlegt að skerða atvinnumöguleika fólks í litlum bæjum þar sem ekki sé mikið um fjölbreytta atvinnu.
GreiningLaxeldi
4
11,5 milljarðar fara til Kýpur eftir sölu á auðlindafyrirtækinu
Íslenska stórútgerðin Síldarvinnslan er orðin stór fjárfestir í laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Ísafirði eftir að hafa keypt sig inn fyrir 13,7 milljarða króna. Hlutabréfin voru að langmestu leyti í eigu fyrirtækis á Kýpur sem pólski fjárfestirinn Jerzy Malek. Í kjölfarið er útgerðarfélagið Samherji beint og óbeint orðin einn stærsti hagsmunaðilinn í íslensku landeldi og sjókvíaeldi á eldislaxi.
FréttirLaxeldi
2
Starfsmönnum Arctic Fish sagt frá samruna við Arnarlax: „No comment“
Stjórnendum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði var sagt frá því fyrir helgi að til standi að sameina fyrirtækið og Arnarlax á Bíldudal. Á mánudaginn var greint frá kaupum norsks móðurfélags Arnarlax, Salmar, á eiganda Arctic Fish, Norway Royal Salmon. Talað var um möguleikann á samlegðaráhrifum í rekstri fyrirtækjanna tveggja og er ljóst að þessi fyrirtæki verða í framtíðinni rekin undir einum hatti.
FréttirLaxeldi
1
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíludal ætlar að kaupa eiganda Arctic Fish á Ísafirði. Fyrir vikið verða tvö stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands í eigu sama norska fyrirtækisins. Í tilkynningu um samrunann kemur fram að samlegðaráhrif í rekstri fyrirtækjanna náist með þessu. Samanlagt framleiða þessi fyrirtæki rúman helming af öllum eldislaxi í sjó á Íslandi.
FréttirLaxeldi
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
Myndbandið sem Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók af bakteríulagi undir sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Dýrafirði gefur ekki tilefni til sérstakra aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar. Stofnunin fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins. Laxeldisfyrirtækið fær hins vegar ekki heimild til að setja út meiri eldisfisk í kvíarnar að svo stöddu.
ViðtalLaxeldi
7
Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
Veiga Grétarsdóttir kajakræðari varð landsþekkt þegar hún leiðrétti kyn sitt og réri rangsælis í kringum Ísland. Hún er einn af háværari gagnrýnendum laxeldis á Vestfjörðum og hefur birt myndir af afskræmdum eldislöxum. Í viðtali við Stundina ræðir hún um nýtt myndband sem hún tók undir eldiskvíum í Dýrafirði, baráttu sína gegn laxeldinu og hvernig það er að vera gagnrýnin rödd í litlu samfélagi fyrir vestan.
FréttirLaxeldi
2
„Langstærsta tjón“ og dauði í sögu íslensks laxeldis
Laxadauðinn hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish er sögulegur en á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist. Gísli Jónsson, dýralæknir, hjá MAST, segir að aldrei áður í sögu þessarar greinar á Íslandi hafi fleiri laxar drepist. Hann segir íslenska veturinn enn og aftur hafa minnt á sig.
FréttirLaxeldi
4
Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
Myndband sem tekið var á 30 metra dýpi undir sjóvkvíum í Dýrafirði sýnir það sem líkast til er hvítt lag af bakteríum. Einungis er um að ræða annað slíka myndbandið sem tekið hefur verið, svo vitað sé, segja sérfræðingar hjá Hafró. Bakteríurnar eru ekki hættulegar mönnum en geta haft áhrif á lífríki sjávar og sýna líklega að of mikið sé af laxeldiskvíum í firðinum og að eldið sé ekki sjálfbært þar að öllu óbreyttu.
FréttirLaxeldi
3
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
Á milli 300 og 400 þúsund eldislaxar hafa drepist í sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði síðustu vikurnar. Eigandi fyrirtækisins, norska eldisfyrirtækið Norway Royal Salmon, sendi frá sér tilkynningu vegna þessa í gær. Tilkynningin kom í kjölfar þess að myndir voru birtar af dauðu löxunum. Laxadauðinn mun hafa áhrif á ársafkomu og sláturtölur fyrirtækisins.
FréttirLaxeldi
3
Ljósmyndir sýna stórfelldan laxadauða hjá Arctic Fish á Þingeyri
Myndir sem teknar voru á Þingeyri í gær sýna laxadauðann sem fyrirtækið Arctic Fish glímir við þar í kjölfar veðursins sem geisað hefur á Vestfjörðum. Fjölmörg kör af mismunandi illa förnum og sundurtættum eldislaxi eru tæmd í norskt skip sem vinnur dýrafóður úr eldislaxinum. Arctic Fish hefur sagt að laxadauðinn í sjókvíum fyrirtækisins kunni að nema 3 prósentum en ljóst er að hann er miklu meiri en það.
FréttirLaxeldi
2
Talsverður laxadauði í Dýrafirði vegna vetrarkulda
Talsverður laxadauði hefur verið í eldiskvíum Arctic Fish í Dýrafirði vegna vetrarkulda síðustu vikur. Daníel Jakobsson, starfsmaður Arctic Fish, segir að afföllin séu meiri en þau 3 prósent sem fyrirtækið gerði ráð fyrir. Skip frá norska fyrirtækinu Hordafor hefur verið notað til að vinna dýrafóður úr dauðlaxinum.
Fréttir
Eigandi Arnarlax leggur fram 166 milljarða tilboð í eiganda Arctic Fish
Talað um mögulegan samruna Arnarlax og Arctic Fish í tilkynningu til norsku kauphallarinnar. Eigandi Arnarlax yfirbýður annað norskt laxeldisfyrirtæki um 18 milljarða. Til gæti orðið eitt stórt laxeldisfyrirtæki á Vestjfjörðum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.