Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Þetta eru eins og náttúruhamfarir,“ segir hjúkrunarfræðingur sem býr nálægt kísilverinu og varð fyrir efnabruna í slímhúð

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn María Magnús­dótt­ir þurfti að leita sér að­stoð­ar vegna efna­bruna í slím­húð sem hún rek­ur sjálf til meng­un­ar af völd­um United Silicon. Fjöln­ir Freyr Guð­munds­son, lækn­inga­for­stjóri hjá Heil­brigð­is­stofn­un Suð­ur­nesja neit­ar að gefa upp hversu marg­ir hafa leit­að til stofn­un­ar­inn­ar vegna sömu ein­kenna.

„Þetta eru eins og náttúruhamfarir,“ segir hjúkrunarfræðingur sem býr nálægt kísilverinu og varð fyrir efnabruna í slímhúð
Heilsubrestur hjúkrunarfræðings María Magnúsdóttir segir mikla hættu stafa af menguninni í Helguvík en sjálf varð hún fyrir efnabruna í slímhúð á mánudagskvöldið síðasta þegar mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni.

Hjúkrunarfræðingurinn María Magnúsdóttir telur að mengun frá kísilmálmverksmiðjunni United Silicon við Keflavík hafi valdið henni heilsutjóni. 

Margir hafa leitað sér aðstoðar vegna mögulegra einkenna af völdum mengunar frá kísilmálmverksmiðjunni síðustu daga. María er ein þeirra. Hún varð fyrir efnabruna í slímhúð í bæði munni og hálsi, sem hún rekur sjálf til mengunarinnar. Hún segist hafa sótt aðstoð vegna þessa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en stofnunin neitar að staðfesta fjölda tilfella. 

Lækningaforstjóri neitar að gefa upplýsingar
Lækningaforstjóri neitar að gefa upplýsingar Fjölnir Freyr Guðmundsson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, neitar að gefa upp upplýsingar um fjölda þeirra sem til stofnunarinnar hafa leitað vegna óþæginda í öndunarfærum. Af hverju þessi leynd?

Lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Fjölnir Freyr Guðmundsson, neitar að gefa upp hversu margir hafa leitað til stofnunarinnar vegna sambærilegra einkenna og María. Hann ber við trúnaði. Það er á skjön við hefðbundna samskiptahætti fjölmiðla og heilbrigðisstofnana en ávallt hefur verið hægt að sækja upplýsingar um fjölda þeirra sem þangað leita, hvort sem það er vegna kynferðisbrota eða flensu.

Ekki var óskað eftir upplýsingum um einstaka mál heldur aðeins mögulegan fjölda þeirra sem hafa komið á stofnunina með ýmis konar óþægindi í öndunarfærum. 

Óviðunandi og stórhættuleg staða

Þrátt fyrir leyndina hefur Stundin heimildir fyrir því að íbúar hafi leitað til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna óþæginda í öndunarfærum, meðal annars vegna hálsbólgu sem fólk taldi til „eðlilegra“ veikinda ef svo mætti að orði komast, en reyndust meðal annars vera efnabrunar sem eyða upp slímhúð í munni og hálsi, samkvæmt svörum sem nokkrir viðmælendur Stundarinnar segjast hafa fengið hjá lækni.

Þá hafa einhverjir íbúar haft samband við Eitrunarmiðstöð Landspítalans en þar hafa þessar fyrirspurnir verið skráðar. María Magnúsdóttir er ein þeirra sem hafði samband við Eitrunarmiðstöðina en hún þekkir sjálf einkenni efnabruna, en hún hefur meðal annars starfað á bráðamóttöku hér á landi.

„Það skiptir engu máli hvort þú sért eitthvað viðkvæmur fyrir eða með eitthvað undirliggjandi, þú brennur hvort sem er,“ segir María sem býr skammt frá nýrri kísilmálmverksmiðju United Silicon. Hún segist hafa byrjað að finna fyrir óþægindum á mánudagskvöldið, einkenni sem margir mögulega rekja til hálsbólgu. Hún segist sjálf hafa verið heilsuhraust, aldrei glímt við neina undirliggjandi sjúkdóma eða óþægindi í öndunarfærum.

„Vegna menntunar minnar þekki ég efnabruna og vissi því nákvæmlega hvað var í gangi. Ég leitaði mér aðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem læknir staðfesti áhyggjur mínar. Þetta var sem sagt efnabruni sem olli því að slímhúðin í munni og hálsi brann að hluta til. Ég hafði síðan samband við Eitrunarmiðstöðina til þess að fá þetta skráð enda er þessi staða óviðunandi og stórhættuleg.“

Mánudagskvöld í Reykjanesbæ
Mánudagskvöld í Reykjanesbæ Svona leit umhverfi kísilmálmverksmiðju United Silicon á mánudagskvöldið, sama kvöld og María fór að finna fyrir einkennum efnabruna.

Íbúar kannski átta sig ekki á efnabruna

María segist ekki glíma við nein ofnæmi og hafi aldrei verið viðkvæm í öndunarfærum. Þetta sé eitthvað sem hún sé sjálf að upplifa í fyrsta skiptið en hefur samt sem áður hjálpað til með að meðhöndla í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að einkenni efnabruna séu þannig að viðkomandi finnur mögulega ekki fyrir þeim fyrstu klukkutímanna en síðan gæti fólk farið að finna fyrir sviða í munni og sviða í hálsi.

„Það er ein breyta í þessu sem ég vil taka fram. Þar sem ég er í faginu þá þekki ég þetta en aðrir íbúa hafa kannski ekki hugmynd um þessi óþægindi og skrifa þau kannski bara á til dæmis hálsbólgu. Fólk er að finna fyrir ertingu í hálsi og margir hverjir halda að þetta sé bara tímabundið og gerir sér kannski ekki grein fyrir muninum. Þess vegna hvet ég fólk til þess að leita sér aðstoðar ef það finnur fyrir óþægindum í hálsi, munni eða nefi og tilkynna það líka til Umhverfisstofnunar, eitthvað sem ég gerði sjálf.“

Það tók Maríu þrjá sólarhringa að jafna sig.

Krabbameinsvaldandi efni í Reykjanesbæ

„Já það tók langan tíma að ná sér á strik aftur. Morguninn eftir, á þriðjudagsmorgun, þá vaknaði ég mjög slöpp með þyngsli í höfði sem gerði það að verðum að það leið nærri yfir mig. Ég var mjög þung í höfðinu allan daginn eftir. Þetta var hræðileg tilfinning og líkaminn minn var allur mjög skrítinn. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu öðruvísi en svo að ég hafi verið með skrítna tilfinningu í líkamanum,“ segir María sem hefur miklar áhyggjur af stóriðjunni í bakgarði sínum. Hún hefur einnig áhyggjur af heilsu sinni en hún glímir enn við óþægindi í hálsi þó svo að slímhúðin hafi jafnað sig.

„Ég veit ekkert hvort það sé tímabundið ástand eða viðvarandi. Það þarf bara að koma í ljós en ég hef áhyggjur af þessu.“

Líkt og Stundin hefur ítarlega greint frá undanfarna daga þá hafa miklar deilur staðið um stóriðjuna í Helguvík en fyrsti ofninn af fjórum sem United Silicon ráðgerir að gangsetja hefur valdið gríðarlegri mengun í Reykjanesbæ. Stæka brunalykt hefur lagt yfir íbúabyggð en lyktin er eitthvað sem eftirlitsaðilar gerðu ekki ráð fyrir en efni og efnasambönd sem hafa myndast í verksmiðjunni undanfarna daga og hafa borist út og yfir byggð í Reykjanesbæ gætu innihaldið PAH efni og B(a)P, sem myndast við ófullkominn bruna á lífrænum efnum. Efnin eru krabbameinsvaldandi og geta einnig valdið ertingu og efnabruna við öndun.

Þessi efnasambönd og efnin sem myndast við bruna timbursins eru ekki á lista yfir þau efni sem sérstakir loftgæðismælar ná utan um en þremur slíkum mælum hefur verið komið fyrir á svæðinu. Þetta hefur fengist staðfest hjá Umhverfisstofnun. Staðsetning umræddra loftgæðismæla er mjög umdeild en hún var ákveðin út frá loftdreifilíkani sem enginn vill kannast við að hafa búið til. Loftdreifilíkanið var til að byrja með skrifað á dönsku ráðgjafa- og verkfræðistofuna COWI en talsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir því við Umhverfisstofnun að nafn fyrirtækisins yrði afmáð úr matsskýrslu United Silicon þar sem enginn hjá COWI kannast við að hafa búið hana til.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Stjórn­mála­menn töl­uðu upp United Silicon og fögn­uðu ákaft: „Við er­um bú­in að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
9
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár