Samherji vill hefja fiskeldi í hálfbyggðu álveri
Samherji og Norðurál hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup Samherja á lóð og byggingum Norðuráls í Helguvík. Til stóð að reisa þar álver og hófust framkvæmdir þegar árið 2008. Álverið reis hins vegar aldrei nema að hluta og hóf aldrei starfsemi.
FréttirCovid-19
Vilja byggja upp herskipahöfn í ljósi Covid-kreppunnar
Reykjaneshafnir, Ásmundur Friðriksson og Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, eru á einu máli um að byggja upp aðstöðu fyrir NATO til að bregðast við efnahagsþrengingum.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Skýrsla: Mál United Silicon „fordæmalaust“ og mengunarvörnum ábótavant
Umhverfisráðherra segir mál United Silicon eiga sér engin fordæmi hérlendis. Undirbúningur var ónógur og stjórnun mengunarvarna og búnaði ábótavant. Fyrrum forstjóri sætir málaferlum vegna refsiverðar háttsemi.
Fréttir
United Silicon kærir fyrrverandi forstjóra félagsins
Stjórn United Silicon hefur lagt fram kæru gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana
Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur ítrekað verið staðin að því að fara á svig við útgefið starfsleyfi fyrirtækisins í Helguvík. Ólögleg losun efna í andrúmsloftið, ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna og gríðarleg mengun í umhverfi verksmiðjunnar eru á meðal þess sem eftirlitsstofnanir fylgjast nú með og ætla að skoða nánar.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi
„Við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlit ríkisins, um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum og forstjórinn segir von á fleirum.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa
United Silicon hefur ítrekað farið á svig við starfsleyfi verksmiðjunnar og gefið misvísandi upplýsingar til Umhverfisstofnunar. Í nýjustu skýringum sínum segja þeir að myndskeið Stundarinnar hafi sýnt losun á hættulausu ryki.
AfhjúpunÁhrif kísilvers United Silicon
Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur
Hættulegar vinnuaðstæður, losun eiturefna í skjóli nætur, gríðarleg mengun og mengunarvarnir sem virka ekki eru á meðal þess sem sést á myndskeiðum sem tekin voru innan í verksmiðju United Silicon á dögunum og Stundin hefur undir höndum. „Áfellisdómur yfir eftirlitsstofnunum,“ segir starfsmaður sem blöskrar ástandið.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Umhverfisstofnun greip inn í hjá United Silicon
Kísilverksmiðjunni nærri byggðinni í Reykjanesbæ var bannað að ræsa ofna sína fyrr en úrbætur hefðu verið gerðar á mengunarvörnum.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Íbúar í Reykjanesbæ fá að mæta talsmönnum United Silicon vegna „ófyrirséðrar mengunar“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur blásið til íbúafundar vegna „ófyrirséðrar mengunar“ frá kísilmálmverksmiðju United Silicon. Rúmlega 3.400 manns hafa skrifað undir áskorun til bæjaryfirvalda þar sem krafist er þess að frekari stóriðjuframkvæmdir í Helguvík verði settar á ís.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon
Starfsmenn United Silicon kvarta undan bágum vinnuaðstæðum en einn þeirra fékk rafstuð í gær og þurfti að leita aðhlynningar á sjúkrahús. Stundin hefur undir höndum myndskeið úr verksmiðjunni sem sýnir mistök og mikla mengun.
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon
Svona leit mengunin út í gærmorgun hjá United Silicon
United Silicon segir ástandið í Reykjanesbæ ekkert verra en að mæta á áramótabrennu og segir engin „sérstaklega hættuleg efni“ í miklum reyk sem leggur frá verksmiðjunni. Rúmlega 2000 manns hafa skrifað undir áskorun til Umhverfisstofnunar og Reykjanesbæjar þar sem krafist er þess að íbúar fái að njóta vafans en ekki verksmiðjan.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.