Stóriðja
Flokkur
Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

Bergsveinn Birgisson

Hvalárvirkjun og efnahagslögmálin

·

Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson, sem er félagi í umhverfisverndarsamtökunum Rjúkanda, er gagnrýninn á fyrirhuguða byggingu Hvalárvirkjunar á Ströndum. Hann segir að bygging virkjunarinnar muni hafa slæm áhrif á byggðaþróun í Árneshreppi og að íbúar hreppsins eigi að fara í þveröfuga átt til að byggja svæðið upp.

Ítalski baróninn svarar ekki bréfi Bergsveins um Hvalárvirkjun

Ítalski baróninn svarar ekki bréfi Bergsveins um Hvalárvirkjun

·

Ítalski baróininn Felix Von Longo Liebensteinn, eigandi vatnsréttinda Hvalárvirkjunar á Ströndum, hefur ekki svarað bréfi Bergsveins Birgissonar rithöfundar um umhverfisáhrif virkjunarinnar. Talsmaður barónsins segir hann náttúruunnanda og Íslandsvin.

Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi

Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi

·

Ítalskur barón, Felix Von Longo-Liebenstein, hefur verið virkur í jarðakaupum á Íslandi frá síðustu aldamótum en hefur náð að halda sér utan kastljóss fjölmiðla. Hann var einn af hluthöfunum í kísilfyrirtækinu United Silicon og seldi dótturfélagi HS Orku vatnsréttindi út af virkjun á Ströndum. Illa gengur að fá upplýsingar um baróninn.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

·

„Við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlit ríkisins, um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum og forstjórinn segir von á fleirum.

„Þetta eru eins og náttúruhamfarir,“ segir hjúkrunarfræðingur sem býr nálægt kísilverinu og varð fyrir efnabruna í slímhúð

„Þetta eru eins og náttúruhamfarir,“ segir hjúkrunarfræðingur sem býr nálægt kísilverinu og varð fyrir efnabruna í slímhúð

·

Hjúkrunarfræðingurinn María Magnúsdóttir þurfti að leita sér aðstoðar vegna efnabruna í slímhúð sem hún rekur sjálf til mengunar af völdum United Silicon. Fjölnir Freyr Guðmundsson, lækningaforstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja neitar að gefa upp hversu margir hafa leitað til stofnunarinnar vegna sömu einkenna.

Thorsil og United Silicon deila um hver mengi meira: Miklu stærri verksmiðja í pípunum

Thorsil og United Silicon deila um hver mengi meira: Miklu stærri verksmiðja í pípunum

·

Hvergi er minnst á „lykt“ eða „lyktarmengun“ í matsskýrslu verksmiðju Thorsil en samkvæmt upplýsingum sem þar koma fram verður hún töluvert stærri og hærri en verksmiðja United Silicon. Fjölmargir eigendur Thorsil tengjast Sjálfstæðisflokknum beint eða óbeint.

United Silicon segir mengun muni minnka í Keflavík: „Ekki skamma okkur eins og hunda“

United Silicon segir mengun muni minnka í Keflavík: „Ekki skamma okkur eins og hunda“

·

„Við erum mengandi iðnaður, það verður ekki komist hjá því,“ segir Helgi Þórhallsson, forstjóri United Silicon í Helguvík. Stæka brunalykt hefur lagt frá verksmiðjunni frá því hún var gangsett fyrir fjórum dögum. Helgi biður fólk þó að bíða með sleggjudóma þar til reynsla fæst á ofninn í fullum afköstum.

Mikil mengun í Reykjanesbæ eftir opnun kísilvers United Silicon: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá?“

Mikil mengun í Reykjanesbæ eftir opnun kísilvers United Silicon: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá?“

·

Mikil lyktmengun hefur verið í stórum hluta Reykjanesbæjar. Lyktin kemur frá kísilverinu United Silicon sem hefur átt í vandræðum með hreinsibúnað frá því fyrsti ofninn af fjórum var gangsettur fyrir nokkrum dögum. Enginn vill kannast við að hafa búið til mengunarspá verksmiðjunnar.