Mótmæli gegn hamfarahlýnun hafa ekki skilað róttækum breytingum af hálfu stjórnvalda og atvinnulífsins. Hvenær æsast leikar?
Fréttir
Ný ferðaskrifstofa birti myndband af utanvegaakstri
Stofnendur Morii kynntu fyrirtækið með myndbandi þar sem þeir höfðu keyrt upp á gígbarm Rauðaskálar þar sem utanvegaakstur er algengur. Fyrirtækið hefur ekki fengið leyfi til að starfa sem ferðaskrifstofa.
Fréttir
Landvernd segir Vinstri græn hafa skort þrek og þor til að stofna Hálendisþjóðgarð
Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks beittu sér gegn Hálendisþjóðgarði, þrátt fyrir að málið væri í stjórnarsáttmála. Landvernd segir meðferð ríkisstjórnarinnar hafa skaðað stuðning við málið hjá almenningi.
FréttirCovid-19
Óréttlátt að frjáls félagasamtök fái ekki styrki eins og fyrirtæki
Efnahagsaðgerðir stjórnvalda nýtast ekki frjálsum félagasamtökum með sama hætti og hagnaðardrifnum fyrirtækjum að sögn framkvæmdastjóra Veraldarvina. Samtökin fengu 300 erlenda sjálfboðaliða í strandhreinsun í ár, en á meðalári eru þeir hátt í tvö þúsund.
Fréttir
Stjórnarþingmenn styðja ekki áherslumál Vinstri grænna
Fjöldi stjórnarþingmanna úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki styðja ekki frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, um hálendisþjóðgarð.
Fréttir
„Umhverfisfyrirtæki ársins“ dreifði plastdrasli um náttúruna
1.500 rúmmetrar af moltu sem fyrirtækið Terra dreifði til uppgræðslu í Krýsuvík voru allir plastmengaðir. Plast og rusl mátti sjá vítt og breitt um svæðið. Samtök atvinnulífsins útnefndu Terra „umhverfisfyrirtæki ársins“ fyrr í mánuðinum. Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, segist taka málið mjög nærri sér.
FréttirVirkjanir
Kirkjan telur sig eiga land Múlavirkjunar
Stykkishólmskirkja lætur reyna á fyrir dómstólum hvort land Múlavirkjunar tilheyri kirkjunni. Smávirkjanarisinn Arctic Hydro á helmingshlut. Félag eins eigenda Arctic Hydro sem á nálæga jörð hefur beitt sér gegn lögum sem takmarka uppkaup á jörðum.
FréttirVirkjanir
Engeyingar og fleiri að baki smávirkjunum víða um land
Franski olíurisinn Total á fjórðungshlut í raforkufyrirtæki sem lykilmenn úr GAMMA og kjörnir fulltrúar úr Sjálfstæðisflokknum koma að. James Ratcliffe seldi fyrirtækinu virkjunarrétt sinn í Þverá. Varaþingmaður segir virkjun árinnar munu rústa ósnortinni náttúru.
FréttirVirkjanir
Umhverfisáhrif smávirkjunar sýna veikleika rammaáætlunar
Skipulagsstofnun segir virkjun í Hverfisfljóti munu raska merku svæði Skaftáreldahrauns. Meta ætti smávirkjanir inn í rammaáætlun þar sem þær geti haft neikvæð umhverfisáhrif.
FréttirLaxeldi
Hamfarirnar í Færeyjum: Strokulax úr færeyskum sjókvíum getur komið til Íslands
Stærsta laxeldisfyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, „glataði“ einni milljón eldislaxa fyrir nokkrum dögum. Fyrirtækið hefur ekki fullyrt að þessir laxar hafi allir drepist og er óljóst hvort einhverjir sluppu úr kvíum fyrirtækisins. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að eldislax sem veiddist á Íslandi í fyrra sé mögulega strokufiskur frá Færeyjum.
FréttirLaxeldi
Ein milljón eldislaxa drápust vegna óveðurs í Færeyjum
Færeyska laxeldisfyrirtækið Bakkafrost lenti í skakkaföllum í óveðri um mánaðamótin og glatar um 10 prósent framleiðslu sinnar. Fyrirtækið upplýsir um þetta sjálft í tilkynningu á meðan íslenska laxeldisfyrirtækið Arnarlax hefur ekkert sagt sjálft um hlutfallslega sambærilegan laxadauða hjá sér í Arnarfirði.
FréttirHvalárvirkjun
Segja Hvalárvirkjun munu rýra víðerni Ófeigsfjarðarheiðar um nær helming
Náttúruverndarsamtökin ÓFEIG fengu vísindamenn frá háskólanum í Leeds til að meta áhrif virkjunar.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.