Það sem vísindarannsóknir sýna að skipti mestu fyrir langlífi gæti komið á óvart. Margt er á okkar forræði, en samfélagið í heild getur líka skipt máli. Ólafur Helgi Samúelsson öldrunarlæknir segir að hvað áhrifaríkasta aðgerð samfélagsins í heild til að auka heilbrigði á eldri árum, og þar með langlífi, sé að draga úr fátækt.
Viðtal
Kulnunin er kerfisvandi
Halla Eiríksdóttir átti langan starfsferil að baki í heilbrigðisgeiranum þegar hún fór að finna fyrir einkennum kulnunar. Fyrst um sinn áttaði hún sig ekki á því að um kulnun væri að ræða, hún hafði lofað sér að hætta áður en hún myndi brenna út. Í dag sér hún sögu sína í öðru ljósi, baráttan við niðurskurði og væntingar um aukna þjónustu hafi átt sitt að segja með að hún hafi brunnið út og kulnað.
ViðtalKonur sem missa hárið
Elskar sjálfa sig meira eftir að hún missti hárið
Vilborg Friðriksdóttir er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Alapecia areata sem veldur því að hún fær skallabletti. Áhyggjurnar og vanlíðanin var mikil vegna þessa en hún segir að sér hafi farið að líða betur eftir að hún rakaði af sér hárið.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Læknar á Landspítalanum með heilabilunareinkenni vegna álags
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og sérfræðingur í streitu og kulnun, segist hitta tvo til þrjá lækna á viku í starfi sínu sem eru orðnir óvinnufærir vegna sjúklegrar streitu. Læknarnir geta þó ekki tekið sér veikindaleyfi vegna mönnunar vandans á spítalanum og geta því ekki hvílt sig til að ná bata.
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn
„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
Starfsmenn Landspítalans lýsa því yfir að neyðarástand hafi myndast á sumum deildum spítalans vegna álags og manneklu. Starfsmenn bráðamóttökunnar lýsa vinnuaðstæðum sem stríðsástandi og aðrir starfsmenn spítalans og jafnvel heilsugæslunnar lýsa því hvernig álagið færir sig þangað.
FréttirLaxeldi
Selja fæðubótarefni úr norskum eldislaxi eins og það sé úr „100% náttúrulegum“ laxi
Íslenska fyrirtækið Unbroken, sem selur samnefnt fæðubótarefni, vísar til þess að fyrirtækið framleiði vöru sína úr 100 prósent náttúrulegum laxi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Steinar Trausti Kristjánsson, segir að orðalagið sé tekið frá norska laxeldisrisanum Mowi sem framleiðir eldislaxinn sem fyrirtækið notar. Unbroken á í samvinnu við Ferðafélag Íslands sem hefur náttúruvernd og sjálfbærni að leiðarljósi í rekstri sínum.
Fréttir
Konur nota ópíóða meira en karlar
Notkun lyfseðilsskyldra ópíóða á Íslandi er meiri en á hinum Norðurlöndunum.
Pistill
Bragi Páll Sigurðarson
Ég var geldur í dag
Það væri ósanngjarnt að leggja meira á líkama konunnar, sem þegar hafði framleitt tvær manneskjur með ærnum tilkostnaði. Nú var komið að mér að vera illt.
Viðtal
Sterkari, glaðari og hamingjusamari
Þórdís Valsdóttir fór á hnefanum í gegnum áföll lífsins. Hún var 14 ára þegar systir hennar lést vegna ofneyslu eiturlyfja og hún var 15 ára þegar hún varð ófrísk og þurfti að framkalla fæðingu vegna fósturgalla þegar hún var meira en hálfnuð með meðgönguna. Álagið varð mikið þegar hún eignaðist tvö börn í krefjandi lögfræðinámi og hún gekk á vegg og leyndi því hversu illa henni leið. Allt breyttist þegar hún fór að ganga og hlaupa.
Viðtal
Barnalæknir vill ræða vaxandi offitu meðal barna
Offita er að aukast aftur hjá íslenskum börnum. Tryggvi Helgason barnalæknir hefur reynt að fá yfirvöld til að mæta faraldrinum. Hann segir að kostnaðurinn muni koma fram seinna ef ekkert er að gert.
Fréttir
Endurnýja vatnslagnir í skólanum til öryggis eftir að blý mældist í vatninu
Reykjanesbær hefur ákveðið að flýta endurnýjun á vatnslögnum í Háaleitisskóla á Ásbrú, þar sem Stundin mældi blýmengun í drykkjarvatni í síðasta mánuði. Bæjarstjórinn og skólastjórinn segja aðgerðirnar ekki tengjast umfjöllunar Stundarinnar. „Þær framkvæmdir voru einungis færðar framar í röðinni til að slá á alla varnagla,“ segir bæjarstjórinn.
Rannsókn
Nikkelmengun mælist langt yfir heilsuverndarmörkum í íbúð á gamla varnarsvæðinu
Sýni sem Stundin tók sýndi meira en níu sinnum meira magn þungmálmsins nikkels en leyfilegt er á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.