Meta hvort lýsa eigi yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu
Stigvaxandi dreifing apabólu um heiminn vekur óhug og nú hafa þrjú tilfelli greinst á Íslandi. Allir geta smitast af apabólu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skoðar að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi.
ÚttektHeilbrigðisþjónusta transbarna
3
„Í myrkri aktívisma og fákunnáttu“
Sænsk yfirvöld hafa breytt viðmiðum sínum kynþroskabælandi lyfjagjafir og hormónameðferðir til transbarna og -ungmenna undir 18 ára aldri. Meðferðirnar eru taldar vera of áhættusamar þar sem vísindalegan grundvöll fyrir þeim skorti. Ekki stendur til að breyta meðferðunum á Íslandi segir Landspítalinn, sem neitar að gefa upp fjölda þeirra barna sem hafa fengið lyfin sem um ræðir.
FréttirPlastbarkamálið
1
Réttarhöld hafin í einu stærsta hneykslismáli læknavísindanna sem teygir sig til Íslands
Réttarhöld yfir Paulo Macchiarini, ítalska skurðlækninum sem græddi plastbarka í þrjá sjúklinga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð eru hafin þar í landi. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir er vitni ákæruvaldsins í málinu og á að segja frá blekkingum Macchiarinis. Plastbarkamálið tengist Íslandi með margs konar hætti.
Viðtal
Páll á Landspítalanum: „Mér leið stundum eins og hrópandanum í eyðimörkinni“
Páll Matthíasson geðlæknir hætti sem forstjóri Landspítalans í haust eftir átta ár í starfi, en Covid-faraldurinn gerði það að verkum að hann hætti fyrr en hann ætlaði. Eitt helsta hjartans mál Páls er það sem hann telur vera vanfjármögnun Landspítalans sem hann á erfitt með að skilja þegar fjárframlög til heilbrigðiskerfisins á Íslandi eru borin saman við Norðurlöndin. Páll segir að stappið um fjármögnun spítalans hafi „étið sig upp að innan“ vegna þess að hann hafði ekki völd til fjármagna spítalann eins og þurfti en bar samt ábyrgð á honum.
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn
Léttir að heilbrigðisráðherra ætlar að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur varð meyr við að lesa fréttartilkynningu frá stjórnarráðinu þess efnis að heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við tilkynningar og rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu. Ásta er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur fengið réttarstöðu sakbornings vegna starfs síns.
FréttirRannsókn á SÁÁ
9
Með óbragð í munni yfir að vændiskaupandi stýri SÁÁ
„Ég var hræðilega veik,“ segir kona sem birtir samskipti sín við Einar Hermannsson fráfarandi formann SÁÁ og lýsir því að hann hafi greitt fyrir afnot af líkama hennar á árunum 2016 til 2018. Á þeim tíma sem hann keypti vændi var hann í stjórn samtakanna.
FréttirRannsókn á SÁÁ
4
Þingkona lýsir misnotkun manns sem tók á móti henni í meðferð
„Þetta er mín saga,“ segir Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, sem kallar eftir aðgerðum varðandi starfsemi SÁÁ. „Ég hef heyrt óteljandi aðrar, orðið vitni af enn öðru.“
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn
33
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn á Íslandi sem hefur verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi í starfi. Lögreglurannsókn, ákæran, sem og málsmeðferðin, tóku mikið á Ástu sem lýsir meðferð málsins sem stríði. Þrátt fyrir að hafa hlotið sýknu í málinu hefur stríðið setið í henni, leitt hana á dimma staði þangað til að hún „missti allt úr höndunum“.
Fréttir
1
Björn Zoëga með tæpar 5 milljónir á mánuði í Svíþjóð og Íslandi
Sænskt dagblað fjallar um launamál Björns Zoëga, forstjóra Karolinska-sjúkrahússins, og setur í samband við laun sænska forsætisráðherrans. Magdalenu Anderson. Björn er með helmingi hærri laun en hún. Sænska blaðið setur launin í samhengi við aukastarf Björns fyrir heilbrigðisráðherra á Íslandi sem Björn fær tæplega 1100 þúsund fyrir á mánuði samhliða forstjóralaununum. Björn segist ekki hafa verið búinn að kanna laun sín á Íslandi.
Úttekt
3
Lykillinn að langlífi er að koma í ljós
Það sem vísindarannsóknir sýna að skipti mestu fyrir langlífi gæti komið á óvart. Margt er á okkar forræði, en samfélagið í heild getur líka skipt máli. Ólafur Helgi Samúelsson öldrunarlæknir segir að hvað áhrifaríkasta aðgerð samfélagsins í heild til að auka heilbrigði á eldri árum, og þar með langlífi, sé að draga úr fátækt.
FréttirCovid-19
1
Álag á bráðamóttöku rakið til þess að fólk hafi ekki leitað læknis í faraldrinum
Líkur eru taldar á að eitt af því sem veldur nú miklu álagi á bráðamóttöku Landspítala sé að fólk hafi forðast að leita sér lækninga við ýmsum kvillum vegna Covid-faraldursins. Mikil fækkun á komum eldra fólks á bráðamóttöku á síðasta ári rennir stoðum undir þá kenningu.
Fréttir
1
Nýr heilbrigðisráðherra ítrekað reynt að heimila rekstur spilavíta
Willum Þór Þórsson sem tekinn er við sem heilbrigðisráðherra hefur í þrígang lagt fram frumvarp sem myndi heimila rekstur spilavíta. Rannsóknir benda til að spilavíti hafi verulegan hluta tekna sinna frá fólki með spilafíkn. Litið er á spilafíkn sem lýðheilsuvanda.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.