Viktor Orri Valgarðsson

Varaþingmaður Pírata 2016-2017, doktorsnemi í stjórnmálafræði við University of Southampton í Englandi. Með MSc-gráðu í Governance & Policy frá sama skóla og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Var áður verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun HÍ og málefnastjóri Landssambands æskulýðsfélaga. Bauð fram með Lýðræðisvaktinni 2013 og til Stjórnlagaþings 2010.
Blekking Geirs

Viktor Orri Valgarðsson

Blekking Geirs

·

Fyrir réttum tíu árum síðan mætti Geir Hilmar Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í sjónvarp allra landsmanna og tilkynnti okkur að íslenska bankakerfið væri ekki lengur sjálfbært; íslenska ríkið þyrfti að taka bankana yfir með neyðarlögum til að koma í veg fyrir að þjóðarbúið myndi "sogast með bönkunum í brimrótið, og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot." Kvöldið áður hafði hann sagt í viðtali að...

100 ára fullveldi þings

Viktor Orri Valgarðsson

100 ára fullveldi þings

·

Það er auðvitað táknrænt, og kannski svolítið viðeigandi, að 100 ára afmælishátíð fullveldisins hafi verið haldin af litlum hópi þingmanna og nátengdra - sem þjóðin fékk að fylgjast með úr fjarska. Baráttan fyrir fullveldi og sjálfstæði var auðvitað alltaf sveipuð og römmuð í rómantískum ljóma íslensku þjóðarinnar; sögu hennar, bókmennta og tungu. Í reynd tryggðu sambandslögin 1918, og fullveldisstjórnarskráin sem...

Enn um ábyrgðarleysi

Viktor Orri Valgarðsson

Enn um ábyrgðarleysi

·

Það hefur verið frekar ömurlegt að lesa málflutning manna eins og Geirs H. Haarde, Ögmundar Jónassonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, um ósigur þess fyrstnefnda fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE). Um að hann hafi sko í rauninni unnið og þetta hafi augljóslega verið pólitísk réttarhöld á flokkspólitískum forsendum og svo framvegis... Staðreyndin er sú að Geir var dæmdur fyrir...

Bjarni, Guðlaugur og Birgir sátu þrjú þúsund sinnum hjá

Viktor Orri Valgarðsson

Bjarni, Guðlaugur og Birgir sátu þrjú þúsund sinnum hjá

·

Eitt af því sem skrímsladeild íhaldsins í íslenskum stjórnmálum hefur þótt hvað mikilvægast að verja fjármunum sínum í, er að dreifa út þeim rógi að Píratar séu málefnalaus flokkur, að þingmenn flokksins sitji bara alltaf hjá í atkvæðagreiðslum á Alþingi og hafi í raun enga afstöðu til mikilvægra mála.Þetta náði hvað bestri dreifingu með pistli á heimasíðu...

Engin ábyrgð

Viktor Orri Valgarðsson

Engin ábyrgð

·

Með ákvörðun sinni í dag, um að ganga formlega til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar, hafa níu af ellefu þingmönnum Vinstri Grænna því miður skipað sér í hóp þeirra sem hafa pólitíska ábyrgð að engu á Íslandi. Pólitísk ábyrgð hefur lengi verið frekar fjarlæg íslenskum stjórnmálum; sú stjórnmálamenning sem tíðkast í flestum vestrænum ríkjum, þar sem stjórnmálamenn annað hvort...

Val(d)ið

Viktor Orri Valgarðsson

Val(d)ið

·

Hvert er valið, þegar allir lofa öllu? Lýðræði byggir á því að fólkið hafi valdið; til þess þurfum við að hafa valið. Raunverulegt val á milli skýrra valkosta, sem fá síðan umboð til að framfylgja okkar vilja. Þetta val virkar aðeins ef framboð setja fram skýrar og gegnsæjar hugmyndir fyrir kosningar - og ef efndir þeirra, tryggð við þær hugmyndir...

Fullkomna fólkið

Viktor Orri Valgarðsson

Fullkomna fólkið

·

Í byrjun sumars skrifaði ég grein um það hvernig fúskið í landsréttarmálinu og sú rótgróna íslenska stjórnmálahefð að "kyngja ælunni" væri til marks um vonda stjórnmálamenningu meirihlutaræðis, en ætti líka rætur sínar í breyskleika þingmanna og raunverulegri togstreitu sem þeir standa frammi fyrir í starfi sínu. Þessi togstreita lýsir sér m.a. í því að við viljum halda í almenn...

"Ha, ég?"

Viktor Orri Valgarðsson

"Ha, ég?"

·

"Ha, ég? Ekki satt, það er ráðherra sem ber ábyrgð á faglegri skipan dómara!" sagði Alþingi. "Ha, ég? Ekki satt, það er Alþingi... eða forsetinn! Sem bera ábyrgð á skipan dómara" sagði ráðherra. "Ha, ég? Ekki satt! Það er ráðherra sem ber ábyrgð á skipan dómara!" sagði þá forsetinn. Og svona gengur þetta, íslensk stjórnmál í hnotskurn....

Að kyngja ælunni aftur og aftur

Viktor Orri Valgarðsson

Að kyngja ælunni aftur og aftur

·

Tveimur dögum eftir að hafa lýst því af innlifun í eldhúsdagsræðu sinni hvernig hugsjónir, sannfæring og staðfesta væru nauðsynleg íslenskum stjórnmálum, ef þau ætluðu einhvern tímann að ná reisn sinni aftur, kom Brynjar Níelsson niðurlútur upp í ræðustól Alþingis og lýsti því hvernig hann myndi „kyngja ælunni“ og kjósa með frumvarpi um jafnlaunavottun, þó það gengi gegn hans pólitísku hugsjónum....