Viktor Orri Valgarðsson

100 ára fullveldi þings

Það er auðvitað táknrænt, og kannski svolítið viðeigandi, að 100 ára afmælishátíð fullveldisins hafi verið haldin af litlum hópi þingmanna og nátengdra - sem þjóðin fékk að fylgjast með úr fjarska.

Baráttan fyrir fullveldi og sjálfstæði var auðvitað alltaf sveipuð og römmuð í rómantískum ljóma íslensku þjóðarinnar; sögu hennar, bókmennta og tungu. Í reynd tryggðu sambandslögin 1918, og fullveldisstjórnarskráin sem henni fylgdi, hins vegar fyrst og fremst fullveldi íslenska þingsins gagnvart danska ríkinu.

Stjórnarskráin sú fjallaði - og fjallar enn - fyrst og fremst um fullveldi þingsins; friðhelgi þingmanna og forræði þeirra yfir (flestum) innlendum málefnum, m.a. eigin lögmæti. Fáum orðum er farið um þjóðina.

Það má enda halda því fram að hin pólitíska barátta fyrir fullveldi hafi aðallega snúist um baráttu íslensks yfirvalds gegn dönsku yfirvaldi - þar sem því íslenska var ljáð  sú glæsta staða þjóðarinnar, sem sjálfstæðisbaráttan hafði skapað í hugum hennar.

Sennilega var það þess vegna sem íslensku yfirvaldi leyfðist lengi eftir fullveldi og sjálfstæði skýr spilling og frændhygli; að taka gæði ríkisins í hendur forkólfa stjórnmálaflokkanna og vina þeirra, ráða mestallri atvinnu í landinu og deila henni eftir flokksskírteinum og fara með stjórn landsins eftir geðþótta og frændsemi. Þar fékk þjóðin litlu ráðið.

Ríkisfyrirtækin, bankarnir og kvótinn til að veiða fiskinn í landinu fór ekki í jafnræði til fullvalda þjóðar - heldur eftir geðþótta til góðvina þingmanna og ráðherra. Og þó eitthvað hafi breyst, hefur fullveldið haldið sig þar.

Á okkar tímum er það enn svo að þegar samfélagið hrynur og þjóðin krefst breytinga á nýjum grunni, lítur þingið enn á það sem í sínu fulla valdi að ákveða hvort, hvernig og hvenær þær breytingar verða. Þingið er fullvalda - og víst móðgun að gefa í skyn að það fullveldi geti legið annars staðar.

Þegar þjóðin semur sér stjórnarskrá og tveir/þriðju hlutar kjósenda kjósa að hún liggi til grundvallar nýrri stjórnarskrá landsin, en þingið ákveður að sópa henni til hliðar svo ekkert bólar á henni í sex ár. Þá má spyrja sig hvar fullveldið liggur í raun.

Þegar þingmönnum finnst sjálfsagt að koma sér til valda út á loforð um þjóðaratkvæðagreiðslur sem þau síðan hundsa eftir kosningar; þegar þau ganga til kosninga sem höfuðandstæðingar flokks sem þau síðan skríða í stjórn með við fyrsta tækifæri, og þjóðin getur ekkert aðhafst. Hvar er fullveldið þá?

Þessi viðvarandi fúi í grunnstoðum íslensks samfélags á það til að gleymast - þegar gengishagnaðurinn streymir inn og svona. Þegar við finnum minna fyrir vandanum á eigin skinni, þó við vitum innst inni að hann getur steypst yfir okkur aftur eftir því sem stoðin rís hærra.

Aldarafmæli fullvalda þingsins er hins vegar ágætis tilefni til að minnast þess, að baráttan fyrir fullveldi þjóðarinnar er enn í fullum gangi.

Mynd: Rúv

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
1

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
2

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
3

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
4

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
5

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
6

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
7

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
5

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Vinstra megin við Garðabæ
6

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·

Mest deilt

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur
1

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum
2

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna
3

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna
5

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Vinstra megin við Garðabæ
6

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·

Mest lesið í vikunni

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
3

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
6

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·

Mest lesið í vikunni

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“
1

Lýsa káfi skólameistarans á Ísafirði: „Þá stökk Jón Baldvin allsnakinn út í laugina“

·
Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms
2

Bára hafði betur: Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms

·
0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári
3

0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu
4

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi
5

Hátekjufólkið fær afslátt á Íslandi

·
Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt
6

Klaustursmálið: Upptökum úr myndavélum Alþingis var eytt

·

Nýtt á Stundinni

Listapúkinn lætur sólina skína

Listapúkinn lætur sólina skína

·
Sannleiksseggur lætur að sér kveða

Gunnar Hersveinn

Sannleiksseggur lætur að sér kveða

·
Vinstra megin við Garðabæ

Illugi Jökulsson

Vinstra megin við Garðabæ

·
Breytileiki tekna á Íslandi

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Breytileiki tekna á Íslandi

·
Systraást og samstaða

Systraást og samstaða

·
Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

Jón Baldvin segir dóttur sína bera ábyrgð á sögum allra kvennanna

·
Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

Ætlar ekki að láta misnotkun og líkfundarmálið stýra lífi sínu

·
Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

Illugi Jökulsson

Frá Orungu til Bongo: Óstjórn í Gabon

·
Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

·
Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Réttarríkið Ísland: Áfellisdómur

·
Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

Gagnrýnir fyrirtæki fyrir að brjóta á réttindum úkraínskra starfsmanna

·
Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

Stingur upp á hryðjuverkalögum til að verjast náttúruverndarsinnum

·