Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Bjarni, Guðlaugur og Birgir sátu þrjú þúsund sinnum hjá

Bjarni, Guðlaugur og Birgir sátu þrjú þúsund sinnum hjá

Eitt af því sem skrímsladeild íhaldsins í íslenskum stjórnmálum hefur þótt hvað mikilvægast að verja fjármunum sínum í, er að dreifa út þeim rógi að Píratar séu málefnalaus flokkur, að þingmenn flokksins sitji bara alltaf hjá í atkvæðagreiðslum á Alþingi og hafi í raun enga afstöðu til mikilvægra mála.

Þetta náði hvað bestri dreifingu með pistli á heimasíðu hirðarinnar, www.andriki.is, með fyrirsögninni "Sátu þrjúþúsund sinnum hjá – gagnrýna aðra þingmenn fyrir vinnubrögð"; þar sem teknar voru saman hjásetur þriggja þingmanna Pírata á heilu kjörtímabili í stjórnarandstöðu og komist að því að þær væru rúmlega þrjú þúsund talsins - sem þótti mikið hneyksli. Spyr Björn Bjarnason síðan á þeim grunni:

"Finnst einhverjum líklegt að flokkur með þessa þingsögu láti stranda á málefnum við stjórnarmyndun?"

Þessi áróður hefur náð ágætri dreifingu, þar sem auðvitað vilja kjósendur almennt að þingmenn hafi afstöðu til mála og vinni vinnuna sína - og þær tölur sem nefndar eru hljóma frekar sláandi þegar þær eru teknar úr samhengi.

Það hefur kannski ekki verið bent nógu vel á það hingað til, hversu gróflega þessar tölur eru í raun teknar úr samhengi.

Samhengið er það að þingmenn greiða þúsundir atkvæða á hverju kjörtímabili, langfæstar þeirra snúast um stór eða umdeild mál og það er hefð fyrir því að stjórnarandstaða sitji hjá frekar en greiði atkvæði gegn viðameiri málunum.

Til að skýra betur hversu gróflega villandi þessar ásakanir eru, ákvað ég að fara á vefinn thingmenn.is og skoða hversu oft þrír af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sátu hjá í atkvæðagreiðslum á þingi - Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson - síðast þegar þeir voru í stjórnarandstöðu.

Niðurstöðurnar eru þær að á kjörtímabilinu 2009-2013 sat Bjarni hjá 893 sinnum, Guðlaugur Þór 991 sinni og Birgir 1114 sinnum: Samtals 2998 hjásetur þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins á einu kjörtímabili.

Ef mér leyfist að námunda þá upp um heila tvo, þá er niðurstaðan semsagt sú að þeir sátu þrjú þúsund sinnum hjá á einu kjörtímabili - sama tala og var slegið upp sem hneykslismáli, í umræðu um fjölda hjásetna jafnmargra þingmanna Pírata á einu kjörtímabili í stjórnarandstöðu (2013-2016).

Það er vissulega rétt að ónámundaðar voru hjásetur Pírata fleiri (3.471 vs. 2998) og kjörtímabilið var styttra, sérstaklega í tilviki Jóns Þórs. Enda hafa Píratar alltaf útskýrt að við leggjum mikla áherslu á það að taka upplýsta afstöðu til mála, fylgja ekki flokksgröfum og leiðtogum í atkvæðagreiðslum og að hjáseta getur verið mjög málefnaleg afstaða. 

Sérstaklega á þetta við ef þingmenn hafa ekki nægar upplýsingar til að taka afstöðu til mála sem þröngvað er í gegn með hraði, t.d. ef þeir hafa 3 fulltrúa til að manna 9 þingnefndir sem fjalla gjarnan um stór mál á sama tíma. Í ljósi þess að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var 16 manna hópur tímabilið 2009-2013 og forysta þeirra hefur þvert á móti marglýst skömm sinni á hjásetum, þá er í rauninni alveg lygilegt að munurinn sé ekki meiri.

Enda hefur gagnrýnin ekki snúið að því að 3400 hjásetur sé meira en 3000 hjásetur, o nei. Nú leyfi ég mér að vitna í áðurnefnda grein af vefnum andriki.is:

"Auðvitað kemur það fyrir að þingmenn eru ósáttir við eitt atriði í lagafrumvarpi og vilja ekki styðja það og heldur ekki greiða atkvæði gegn frumvarpinu í heild. En hjáseta í mörg hundruð eða yfir þúsund málum er af allt öðrum toga.

Hinar 1.112 hjásetur Helga Hrafns þýða að nokkrum sinnum á hverjum þingfundardegi vissi hann einfaldlega ekki hvort hann væri með eða á móti málum sem voru til umfjöllunar í þinginu. Hann hafði bara ekki hugmynd um hvað var í gangi."

Þessi orð verða óneitanlega frekar fyndin, þegar í ljós kemur að dýrlegir leiðtogar andríkismanna hafa sjálfir setið hjá í mörg hundruð og yfir þúsund málum á þingi á einu kjörtímabili. Og að Birgir Ármannsson sat 1.114 sinnum hjá á því kjörtímabili, oftar en Helgi Hrafn þegar hann var í stjórnarandstöðu, sem Andríki sagði vera til marks um að "Hann hafði bara ekki hugmynd um hvað var í gangi."

Spyr ég því hina nafnlausu hermenn hjáseturéttlætis á andriki.is til baka: Hverjir þurfa nú helst að skammast sín fyrir vinnubrögðin?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Lex­i­kon Put­in­or­um-Ór­ar Pútíns

Hér get­ur að líta Lexí­kon Put­in­or­um, al­fræði­orða­bók pútín­ism­ans en þar leika ór­ar (og ár­ar) Pútíns lyk­il­hlut­verk: Banda­rík­in: Vond ríki enda standa þau í vegi fyr­ir að Rússlandi nái sín­um ginn­helgu mark­mið­um, þar að segja ef Trump er ekki for­seti (sjá "Trump"). Einnig eru þau svo óforskömm­uð að vera Rússlandi langt­um fremri hvað tækni áhrær­ir. Það er svindl því Rúss­land á...
Andri Sigurðsson
3
Blogg

Andri Sigurðsson

Verka­lýðs­hreyf­ing­in í dauða­færi að krefjast fé­lags­legs hús­næð­is­kerf­is

Rík­is­stjórn­in er í her­ferð til að sann­færa kjós­end­ur um að hún ætli sér að leysa hús­næð­is­vand­ann. Tal­að er um að einka­að­il­ar, mark­að­ur­inn, byggi 35 þús­und íbúð­ir. En þessi her­ferð er auð­vit­að bara "smoke and mirr­ors" eins og venju­lega. Eins og bú­ast mátti við eru eng­ar hug­mynd­ir þarna um að rík­ið komi að mál­um á neinn hátt nema með því að beita...
Stefán Snævarr
4
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

ReynslaEigin konur

Fékk sím­tal um barns­föð­ur sinn sem var upp­haf að ára­langri raun

Freyja Huld fékk sím­tal um nótt með upp­lýs­ing­um um að sam­býl­is­mað­ur henn­ar og barns­fað­ir væri að sækja í ung­lings­stúlk­ur. Síð­ar var hann hand­tek­inn fyr­ir skelfi­legt brot. Enn þarf hún að eiga í sam­skipt­um við hann sem barns­föð­ur og veita hon­um um­gengni.
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
Fréttir

Sól­veig seg­ir af­sögn Drífu tíma­bæra

„Drífa veit sjálf að það er langt um lið­ið síð­an grafa fór und­an trú­verð­ug­leika henn­ar og stuðn­ingi í baklandi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, um af­sögn for­seta ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Fréttir

Drífa Snæ­dal seg­ir af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands

Drífa Snæ­dal hef­ur sagt af sér sem for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands. Sam­skipti við kjörna full­trúa inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar og blokka­mynd­un er ástæð­an. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir hún átök inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar ver­ið óbæri­leg og dreg­ið úr vinn­ugleði og bar­áttu­anda.
Fasteignaskattur á lúxusíbúðir á skjön við kaupverð
Fréttir

Fast­eigna­skatt­ur á lúxus­í­búð­ir á skjön við kaup­verð

Kaup­verð lúxuseigna sem auð­menn­irn­ir Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og Ró­bert Wessman hafa sýsl­að með end­ur­spegl­ast ekki í fast­eigna­mati á þeim. Fast­eigna­skatt­ar geta ver­ið hundruð­um þús­unda króna lægri en ef mið­að væri við kaup­verð þeirra.
Ísland, hér kem ég
Tania Korolenko
ReynslaDagbók flóttakonu

Tania Korolenko

Ís­land, hér kem ég

Tania Korolen­ko er ein þeirra hundruða Úkraínu­manna sem feng­ið hafa skjól á Ís­landi vegna inn­rás­ar Rússa. Hún hef­ur hald­ið dag­bók um komu sína hing­að til lands og líf­ið í nýju landi og ætl­ar að leyfa les­end­um Stund­ar­inn­ar að fá að fylgj­ast með.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Gunnar Hersveinn
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
ViðtalHamingjan

Úti­vist og hreyf­ing í góð­um hópi eyk­ur lífs­gleði

Harpa Stef­áns­dótt­ir hef­ur þurft að rækta ham­ingj­una á nýj­an hátt síð­ustu ár. Þar hef­ur spil­að stærst­an þátt breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­mynstri. Hún hef­ur auk þess um ára­bil bú­ið í tveim­ur lönd­um og seg­ir að sitt dag­lega líf hafi ein­kennst af að hafa þurft að hafa fyr­ir því að sækja sér fé­lags­skap og skapa ný tengsl fjarri sínu nán­asta fólki. Harpa tal­ar um mik­il­vægi hóp­a­starfs tengt úti­vist og hreyf­ingu en hún tel­ur að hreyf­ing í góð­um hópi stuðli að vellíð­an.
Stór, marglaga og víðfeðm samsýning
MenningHús & Hillbilly

Stór, marglaga og víð­feðm sam­sýn­ing

126 mynd­list­ar­manna sam­sýn­ing á Vest­fjörð­um, Strönd­um og Döl­um.