Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Fjólublá ríkisstjórn ekki í spilunum

Fjólublá ríkisstjórn ekki í spilunum

Heyrst hefur krafa um yfirlýsingu frá Katrínu Jakobsdóttur um útilokun á samstarfi eftir kosningar.

Það er ekki klókur leikur.

Orðprjónarinn Össur Skarphéðinsson málar þetta svona:

 

-"Tveggja flokka stjórn VG og Sjálfstæðisflokks er útilokuð einsog staðan er í dag. Katrín Jakobsdóttir sér glitta í allt öðru vísi ríkisstjórn, sem obbinn af VG myndi gefa vinstri höndina fyrir að mynda. Katrínu langar síst í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og baklandið myndi aldrei leyfa henni það. Jafnvel mjög langvinn og djúp stjórnarkreppa myndi varla opna á slíka ríkisstjórn nema þá með gerbreyttri forystu Sjálfstæðisflokksins."-

Þetta er alveg satt segi ég eftir helgarsetu á landsfundi Vg.

Víðátta er milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Jafnvel svo fjarlæg að minnihluta stjórn verður reynd fyrst.

Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir kom í öðru gerfi með ávarp á landsfundinum. Henni var fagnað vel og hjartanlega og hún svaraði því til að hún hlakkaði til samstarfsins eftir kosningar.

Tónninn er gefinn.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu