Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Sjálfstæðismenn: Skoða stöðu dómsmálaráðherra

Sjálfstæðismenn: Skoða stöðu dómsmálaráðherra

Nokkur umræða hefur skapast um stöðu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan Sjálfstæðisflokksins, eftir dóm Hæstaréttar. Auk þess hafa dómaraefni stefnt ráðherra og stefnir í miljónakröfur. 

Athygli vakti innan stjórnskipunar og eftirlitsnefndar alþingis hversu áfram Birgi Ármannssyni var að skoða málið til hlítar, enda ráðherrastóll í augsýn ef ráðherra fer frá.

Sjálfstæðismenn hafa tímann fram til 22. janúar til að skoða málið en þá kemur þing saman. Heyrst hefur að stjórnarandstaðan eða hluti hennar muni leggja fram vantraust á ráðherra á fyrsta þingfundi.

Björg Thorarensen hefur samið álitsgerð um stöðu ráðherra en þar kemur fram að ráðherra virðist ekki bera pólitíska ábyrgð.

Það eru tíðindi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu