Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Máttur Stundarinnar

Máttur Stundarinnar

Örlögin velja okkur Íslendinga vonda daga í byrjun október, aftur. 

Nú bankar vofa Hrunsins á dyr og mjatlar í okkur fleiri sannleikskorn um spillingu. Nú kukl fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra. 

Þegar þetta er skrifað hafa engin viðbrögð borist frá forsætisráðherra, en viðbrögðin verða svona:

1. Ekkert nýtt kemur fram í fréttinni

2. BB stóðst skoðun hvað varðar sjóð 9

3. Þetta eru pólitískar ofsóknir.

Þetta er kallað skaðaminnkun (damage control) á fagmáli og haldreipi fyrir dygga (blinda?) stuðningsmenn.

En stærð fréttarinnar er of stór. Vonda hlið íslenskra stjórnmála á forsíðu veraldarblaða, aftur.

Nú verður alþingi að bæta orðsporið. Þingið starfar enn og nefndir virkar. 

Kalla verður saman þingið og samþykkja ítarlega rannsókn á staðhæfingu fréttarinnar.

Enn á ný er ég stoltur af Stundinni og co. að opna ofan í gryfju spillingar.

Sem betur fer fá kjósendur tækifæri til að segja sína skoðun eftir þrjár vikur.

Þetta er því ekki bara prófraun á stjórnmálamenn, heldur líka kjósendur.

Búum til óspillta framtíð með óspilltum stjórnmálamönnum.

Ný stjórnarskrá myndi hjálpa til.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni