Blogg

Ný stjórnarskrá: Er von eða deyr góð hugmynd - aftur

Forsætisráðherra hefur gefið út minnismiða sem leggur til ákveðna aðferð við breytingu/ar á stjórnarskrá.

Í minnisblaðinu segir: "Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir:
„Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á að samstaða náist um feril vinnunnar.”- [...] Núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili.

Ekki verður annað lesið út út plagginu að stjórnarskráin verði endurskoðuð í heild.

Það sem sker í augun er að tveir þjóðfundir voru haldnir á árunum 2009-2010 þar sem almenningur var spurður og gat lagt til hugmyndir og breytingar.

Ekki verður betur séð að þann leik eigi að endurtaka. Væri þá ekki ráð að kalla eða kjósa nýtt Stjórnlagaráð?!

Ennfremur segir:

* Formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi funda ársfjórðungslega.

* Forsætisráðherra skipar nefnd fimm sérfræðinga.

* Allt kapp verður lagt á að starfið verði gagnsætt og haft verði víðtækt samráð við almenning.

* Sérfræðinganefndin semji frumvarp á þeim grunni. Ef formannahópurinn fellst á frumvarp verði það kynnt opinberlega, umsögn fengin frá Feneyjanefndinni.

Mér sýnist þetta vera þunglamaleg aðferð og ekki víst að allar tímasetningar standist.

Hér í lokin eru svo sýnt ferli hvað varðar embætti forseta:

Ef sama ferli er beitt á þá fimm málaflokka sem færu með sama hætti í ráðgjafaferil verða á þessum átta árum sex þjóðaratkvæðagreislur auk tveggja alþingiskosninga.

Bið ég nú alþingismenn að íhuga alvarlega hvort frumvarp Stjórnlagaráðs sé ekki sæmilega nothæfur grunnur. Jafnvel að breið sátt gæti ríkt um þá vinnu.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Viðtal

„Neita að eyða allri ævinni í að vinna fyrir einhvern steinkassa“

Fréttir

Slys hjá Arnarlaxi: Eldiskví með um 500 tonnum af laxi sökk í Tálknafirði

Viðtal

Keypti brúðarkjól og bað Guð um mann

Listi

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Fréttir

Helga Vala skoraði á Alþingi að aflétta leyndinni tafarlaust – Jón: „Dæmigerð popúlistauppákoma“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Vilhjálmur fékk 3,4 milljónir endurgreiddar – Þingmenn hæðast að umræðunni

Fréttir

Stjórnun kynferðisbrotadeildar ábótavant – Sigríður skipti yfirmanni út fyrir stjórnanda með minni reynslu af rannsókn kynferðisbrota

Fréttir

Kölluð kellingartussa og negri

Pistill

Karlar að spara okkur pening

Fréttir

Ferðaþjónustubændur í máli við Íshesta

Fréttir

Borgarstjórinn vísaði Eyþóri Arnalds af fundi í Höfða