Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Breyting á stjórnarskrá: Óraunhæfur óskalisti forsætisráðherra?

Forsætisráðherra hefur birt minnismiða sem hún sendi formönnum annarra stjórnmálaflokka á þingi um feril á breytingu á stjórnarskrá. 

Minnismiði forsætisrherrans sannarlega metnaðarlegt framkvæmdaferli. Hefur samt ekki stjórnsýslulegt gildi. Slíkt ferli, ef sátt á að nást þarf að klappa í stein. 

Það sem einna helst má gera athugasemdir við eru:

X. Breið sátt eða “full sátt” , eins og plaggið nefnir, er óraunhæft markmið. Aldrei á lýðveldistíma, jafnvel fyrr, hefur orðið full sátt hvað varðar kjördæmis skipan eða atkvæðisrétt.

X. Áhersluröðun má gagnrýna, t.d hvað varðar jöfnun atkvæðisréttar. Seinni fjögur árin í raun óskalisti. Reynslan sýnir að margt breytist milli kosninga svo sem stærð og áhrif flokka.  en röð sem málefni verða samkvæmt minnismiða um tekin fyrir þannig:
1. Á tímabilinu 2018-2021 verða tekin fyrir eftirfarandi viðfangsefni: Þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði hluta kjósenda eða minnihluta þings, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, II. kafli stjórnarskrárinnar um forseta lýðveldisins og meðferð framkvæmdarvalds og loks ákvæði um hvernig stjórnarskránni verði breytt.

2. Á tímabilinu 2021-2025 verða tekin fyrir: Kaflar stjórnarskrár um Alþingi, m.a. um fjárstjórnarvald þess, Alþingiskosningar og dómstóla, þ.e. III. IV. og V. kafli, ákvæði um þjóðkirkjuna, mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, og inngangsákvæði, þ.e. I. VI. og VII. kafli og önnur efni sem ekki hafa þegar verið nefnd.

Þessu ferli má og verður að ljúka á einu kjörtímabili. 

X. Ferlið of þungt, fjórðungsfundir farmanna, margar kosningar um einstök málefni . Slíkur yfirhamur seinkar ferlinu og sligar allar ákvörðunar.  Þetta sjá menn á orðalaginu.

-“Formenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi funda að minnsta kosti ársfjórðungslega til að leggja stærstu línur um framgang verkefnis. Forsætisráðherra boðar fundina og stýrir þeim. “

Hér má koma ferlinu áfram í gegnum stjórnskipunarnefnd þingsins.

Vafalaust er minnismiðinn saminn með það í huga að allir séu sæmilega sáttir. 

Að mínu mati sáttarandinn greiddur með of háu verði.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni