Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Stjórnarskrá: Hinn pólitíski ómögleiki

Stjórnarskrá: Hinn pólitíski ómögleiki

Góður og eldfimur fundur um eilífðarmálið, það er breyting á stjórnarskrá, hjá Stjórnarskrárfélaginu í gærkvöldi.

Menn töluðu um traust og trúverðugleika.

Ekki fékk minnismiði forsætisráðherra háa einkunn hjá fundargestum, jafnvel líka hjá fræðafólkinu í panel. Sumir töldu miðann svo loðinn að Birgir Ármannsson hlyti að vera höfundur miðans!

Kjarni vandans felst í því að alþingi sjálft hefur einka breytingarrétt á stjórnarskránni.

Ef alþingi á að öðlast eða efla traust almenning er fyrsta verk að afnema eða framsenda það vald til almennings.

Fyrr mun traustið vera veikur ís.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu