Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Kjarabarátta á haus

Kjarabarátta á haus

Nú er svo komið að stéttir ríkisstarfsmanna vill afsegja sér samningsrétt og komast að kjötkatli kjararáðs. Engin furða þegar störf ráðsins eru svo arfaslöpp að afturvirkja þarf greiðslur um marga mánuðu, jafnvel ár. 

Mig minnir að lögreglumenn hafið farið þessa leið og fengið þunnildi í staðinn.

SALEK er skelfileg skammstöfun.

SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins.http://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf

Eiginlega skuggalegt hversu jákvætt ASÍ er í kynningunni.

Á mæltu máli merkir þetta einfaldlega að tekin er kjarastaða stéttarfélaga á ákveðnum tíma og síðan er sjálfvirkt samið innan þess ramma. Hugmyndin er norræn og virðist virka alls staðar nema á Íslandi.

Þar er nefnilega Kjararáð.

Birti með þessu mynd úr verkfalli 1984.

Vonandi deyr samnings-og verkfallsrétturinn ekki á aldarafmælinu.

GLEÐILEGT NÝTT BARÁTTUÁR !

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni