Gísli Baldvinsson

Gísli Baldvinsson

Gísli Baldvinsson er náms- og starfsráðgjafi að mennt. Einnig er hann með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Gísli hefur bloggað um áratuga skeið fyrst á Moggablogginu og síðar á Eyjunni. Hann bloggar að mestu um þjóðfélagsmál og málefni líðandi stundar. Ekkert er honum óviðkomandi. Einkunnarorð hans eru: jöfnuður-réttlæti –sanngirni.
Á ekki samleið með Snæbirni

Gísli Baldvinsson

Á ekki samleið með Snæbirni

·

Snæbjörn Brynjarsson eða listflakkarinn bloggar á Stundinni. Mér skilst einnig að hann sé varaþingmaður Pírata. Síðasta blogg hans um látinn mann, sannarlega umdeildan, eru ósæmileg jafnvel sjúkleg. Á meðan hann bloggar á Stundinni tjái ég mig á öðrum vettfangi. Við eigum ekki samleið.

Um hvað verður kosið?

Gísli Baldvinsson

Um hvað verður kosið?

·

Þegar þetta er skráð er rétt rúmlega helmingur kjósenda búin að ákveða sig hvar krossinn lendir. Margir skipta um skoðun í kjörklefanum en það virðist jafnast út. Það sem vekur athygli er að flokkarnir eru með óvenju líkar áherslur þó útfærslan sé mismunandi. Sveitarstjórnakosningar einkennast af persónukjöri. Flokkarnir skipuleggja samkomur og fundi, auglýsa sem enginn er morgundagurinn. Sjálfur tók ég...

Á að leyfa flengingar?

Gísli Baldvinsson

Á að leyfa flengingar?

·

Svarið er auðvitað nei. En stórveldin eru einmitt þessa dagana að beita flengingarrökunum. ”Efnavopnaárás verður ekki liðin og eina leið gegn slíku er harðar aðgerðir” , segja ráðamenn. Mér finnst ekki nægjanlega koma skýrt fram hjá íslenskum stjórnvöldum hvort það styður áframhaldandi “flengingar” . Á sama hátt og varð ljóst í uppeldi að flengingar skilar litlu, þá skilar það enn...

D´Hont hyllir þá stóru

Gísli Baldvinsson

D´Hont hyllir þá stóru

·

Ef skoðaðar eru úthlutunarreglur stærðfræðingsins D´Hont þá sést hvernig stærri þeir flokkar sem fá fleiri atkvæði geta nýtt sér þau betur. Ég skoðaði skiptinguna á Kosningasögu og bætti við dálki: Versta nýtingin er hjá Framsókn eða um 12 prósent fylgi að baki bæjarfulltrúa. Besta nýtingin er [sem fyrr] hjá Sjálfstæðisflokki þó Björt framtíð sé á svipuðu róli. Spurningin...

Sölumaður snákaolíu

Gísli Baldvinsson

Sölumaður snákaolíu

·

Eftirfarandi segir á Vísindavefnum: -Hugtakið snákaolía hefur á sér neikvæðan blæ og er yfirleitt notað um þann hluta hjálækninga sem er annað hvort gagnslaus eða jafnvel skaðlegur. Fjárplógsstarfsemi er nátengd hugtakinu og talað er um svonefnda sölumenn snákaolíu (e. snake oil salesman)- Talsmaður SA eða samtökum atvinnulífsins er lipur sölumaður. Segir að kauðmáttur hafi aldrei verið meiri. Mikið rétt. Hvað...

Stjórnarskrá: Hinn pólitíski ómögleiki

Gísli Baldvinsson

Stjórnarskrá: Hinn pólitíski ómögleiki

·

Góður og eldfimur fundur um eilífðarmálið, það er breyting á stjórnarskrá, hjá Stjórnarskrárfélaginu í gærkvöldi. Menn töluðu um traust og trúverðugleika. Ekki fékk minnismiði forsætisráðherra háa einkunn hjá fundargestum, jafnvel líka hjá fræðafólkinu í panel. Sumir töldu miðann svo loðinn að Birgir Ármannsson hlyti að vera höfundur miðans! Kjarni vandans felst í því að alþingi sjálft hefur einka breytingarrétt á...

Sveitastjórnarkosningar: Reynslu fleygt á haugana

Gísli Baldvinsson

Sveitastjórnarkosningar: Reynslu fleygt á haugana

·

Nú fer hinn nýi foringi sjálfstæðismanna í Reykjavík mikinn. Hann þarf að halda hlaupahraðanum í kapphlaupi við leiðtoga Miðflokksins, Vigdísi Hauksdóttur. En líkt og í Kreml þá fylgja nýjum valdhöfum hreinsanir. Ég er fullviss að hvað sem segja má um Kjartan Magnússon og Áslaugu Friðriksdóttur, þá búa þau yfir reynslu sem nýtist vel í kosningabaráttu. Mörg baráttumálin týnast og kom...

Ný stjórnarskrá: Er von eða deyr góð hugmynd - aftur

Gísli Baldvinsson

Ný stjórnarskrá: Er von eða deyr góð hugmynd - aftur

·

Forsætisráðherra hefur gefið út minnismiða sem leggur til ákveðna aðferð við breytingu/ar á stjórnarskrá. Í minnisblaðinu segir: "Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Ríkisstjórnin vill halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í þverpólitísku samstarfi með aðkomu þjóðarinnar og nýta meðal annars til þess aðferðir almenningssamráðs. Nefnd um málið mun hefja störf í upphafi nýs þings og leggur ríkisstjórnin áherslu á að samstaða náist um...

Breyting á stjórnarskrá: Óraunhæfur óskalisti forsætisráðherra?

Gísli Baldvinsson

Breyting á stjórnarskrá: Óraunhæfur óskalisti forsætisráðherra?

·

Forsætisráðherra hefur birt minnismiða sem hún sendi formönnum annarra stjórnmálaflokka á þingi um feril á breytingu á stjórnarskrá. Minnismiði forsætisrherrans sannarlega metnaðarlegt framkvæmdaferli. Hefur samt ekki stjórnsýslulegt gildi. Slíkt ferli, ef sátt á að nást þarf að klappa í stein. Það sem einna helst má gera athugasemdir við eru: X. Breið sátt eða “full sátt” , eins og plaggið nefnir,...

Sjálfstæðismenn: Skoða stöðu dómsmálaráðherra

Gísli Baldvinsson

Sjálfstæðismenn: Skoða stöðu dómsmálaráðherra

·

Nokkur umræða hefur skapast um stöðu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan Sjálfstæðisflokksins, eftir dóm Hæstaréttar. Auk þess hafa dómaraefni stefnt ráðherra og stefnir í miljónakröfur. Athygli vakti innan stjórnskipunar og eftirlitsnefndar alþingis hversu áfram Birgi Ármannssyni var að skoða málið til hlítar, enda ráðherrastóll í augsýn ef ráðherra fer frá. Sjálfstæðismenn hafa tímann fram til 22. janúar til að skoða málið...

Kjarabarátta á haus

Gísli Baldvinsson

Kjarabarátta á haus

·

Nú er svo komið að stéttir ríkisstarfsmanna vill afsegja sér samningsrétt og komast að kjötkatli kjararáðs. Engin furða þegar störf ráðsins eru svo arfaslöpp að afturvirkja þarf greiðslur um marga mánuðu, jafnvel ár. Mig minnir að lögreglumenn hafið farið þessa leið og fengið þunnildi í staðinn. SALEK er skelfileg skammstöfun. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga....

Gíslasaga, pólitísk ævisaga á rafrænu formi

Gísli Baldvinsson

Gíslasaga, pólitísk ævisaga á rafrænu formi

·

Ágætu lesendur. Í miðju jólabókaflóðinu vil ég vekja athygli á fyrsta kafla af fjórum í pólitískri ævisögu. Fyrsti kaflinn heitir-Undir bláhimni- um veru mína í Sjálfstæðisflokknum. Þessi kafli verður birtur rafrænt í útgáfuhófi í lok janúar. Þá geta þeir sem hafa áhuga sent mér netfang og þeir fá kaflann í pdf formi ókeypis. Næsti kafli fjallar um störfin innan Kennarasambandsins...

Er stjórnarandstaðan sterk?

Gísli Baldvinsson

Er stjórnarandstaðan sterk?

·

Stjórnarandstaða á hverjum tíma er mikilvæg. Svo er einnig nú. Píratar, Samfylking og Viðreisn hafa myndað með sér málefnabandalag. Það er í sjálfu sér skynsamlegt þó stefna Pírata og Viðreisnar sé frekar ólík. Ekki eru til neinar hefðir um málefnabandalag minnihlutans á alþingi*. Svo má ekki gleyma því að í minnihluta eru einnig Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. Uppnefndir sagðir flokkar...

Hvenær tekur maður pokann sinn

Gísli Baldvinsson

Hvenær tekur maður pokann sinn

·

Að taka pokan sinn er svona jákvæðari athöfn en að vera sparkað jafnvel leggja á flótta. Knattspyrnuþjálfarar taka frekar pokann sinn en vera sparkað. Sársaukaminna. Held ekki að stjórnmálaflokkar reki fólk úr flokkum hér á landi. Ég var einu sinni beðinn að taka pokann [minn] úr stjórnmálaflokki. Sjá síðar. En hvenær er nóg, nóg? Pæling mín kviknaði vegna þeirra sem...

Lifi byltingin!

Gísli Baldvinsson

Lifi byltingin!

·

Varla hægt að hafa aðra fyrirsögn á aldarafmæli rússnesku byltingarinnar þó pistillinn sé um stjórnarmyndanir. Tekið skal fram að afleiðingar byltingarinnar var fremur neikvæð og skapaði verstu harðstjórn sögunnar. Þó er það jafnframt upphaf verkalýðsbaráttunnar. Stjórnarmyndun. Ekki er öruggt að Framsókn nái sínum villtustu draumum um stjórn Vinstri grænna Framsókn og Sjálfstæðisflokksins. Metallinn er of rammur fyrir Vg. Hitt gæti...

Kosningabaráttan: Er hún að breytast?

Gísli Baldvinsson

Kosningabaráttan: Er hún að breytast?

·

Nú þegar rykið fer að setjast eftir kosningabaráttuna er rétt að skoða nokkra þætti: X. Samanburður á lengd kosningabaráttu sýnir að hún hefur styttst um 3-4 vikur síðustu tíu árin. Síðasta kosningabarátta var óvenjuleg og fór í raun ekki í gang fyrr en í byrjun október. (5 vikur). X. Tilefni kosningar var í raun ekki rædd, þ.e. stjórnarslit vegna siðrofs....