Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Gísli Baldvinsson
Gísli Baldvinsson er náms- og starfsráðgjafi að mennt. Einnig er hann með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Gísli hefur bloggað um áratuga skeið fyrst á Moggablogginu og síðar á Eyjunni. Hann bloggar að mestu um þjóðfélagsmál og málefni líðandi stundar. Ekkert er honum óviðkomandi. Einkunnarorð hans eru: jöfnuður-réttlæti –sanngirni.

Sjálfstæðismenn: Skoða stöðu dómsmálaráðherra

Nokkur umræða hefur skapast um stöðu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra innan Sjálfstæðisflokksins, eftir dóm Hæstaréttar. Auk þess hafa dómaraefni stefnt ráðherra og stefnir í miljónakröfur. Athygli vakti innan stjórnskipunar og eftirlitsnefndar alþingis hversu áfram Birgi Ármannssyni var að skoða málið til hlítar, enda ráðherrastóll í augsýn ef ráðherra fer frá. Sjálfstæðismenn hafa tímann fram til 22. janúar til að skoða málið...

Kjarabarátta á haus

Nú er svo komið að stéttir ríkisstarfsmanna vill afsegja sér samningsrétt og komast að kjötkatli kjararáðs. Engin furða þegar störf ráðsins eru svo arfaslöpp að afturvirkja þarf greiðslur um marga mánuðu, jafnvel ár. Mig minnir að lögreglumenn hafið farið þessa leið og fengið þunnildi í staðinn. SALEK er skelfileg skammstöfun. SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga....

Gíslasaga, pólitísk ævisaga á rafrænu formi

Ágætu lesendur. Í miðju jólabókaflóðinu vil ég vekja athygli á fyrsta kafla af fjórum í pólitískri ævisögu. Fyrsti kaflinn heitir-Undir bláhimni- um veru mína í Sjálfstæðisflokknum. Þessi kafli verður birtur rafrænt í útgáfuhófi í lok janúar. Þá geta þeir sem hafa áhuga sent mér netfang og þeir fá kaflann í pdf formi ókeypis. Næsti kafli fjallar um störfin innan Kennarasambandsins...

Er stjórnarandstaðan sterk?

Stjórnarandstaða á hverjum tíma er mikilvæg. Svo er einnig nú. Píratar, Samfylking og Viðreisn hafa myndað með sér málefnabandalag. Það er í sjálfu sér skynsamlegt þó stefna Pírata og Viðreisnar sé frekar ólík. Ekki eru til neinar hefðir um málefnabandalag minnihlutans á alþingi*. Svo má ekki gleyma því að í minnihluta eru einnig Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. Uppnefndir sagðir flokkar...

Hvenær tekur maður pokann sinn

Að taka pokan sinn er svona jákvæðari athöfn en að vera sparkað jafnvel leggja á flótta. Knattspyrnuþjálfarar taka frekar pokann sinn en vera sparkað. Sársaukaminna. Held ekki að stjórnmálaflokkar reki fólk úr flokkum hér á landi. Ég var einu sinni beðinn að taka pokann [minn] úr stjórnmálaflokki. Sjá síðar. En hvenær er nóg, nóg? Pæling mín kviknaði vegna þeirra sem...

Lifi byltingin!

Varla hægt að hafa aðra fyrirsögn á aldarafmæli rússnesku byltingarinnar þó pistillinn sé um stjórnarmyndanir. Tekið skal fram að afleiðingar byltingarinnar var fremur neikvæð og skapaði verstu harðstjórn sögunnar. Þó er það jafnframt upphaf verkalýðsbaráttunnar. Stjórnarmyndun. Ekki er öruggt að Framsókn nái sínum villtustu draumum um stjórn Vinstri grænna Framsókn og Sjálfstæðisflokksins. Metallinn er of rammur fyrir Vg. Hitt gæti...

Kosningabaráttan: Er hún að breytast?

Nú þegar rykið fer að setjast eftir kosningabaráttuna er rétt að skoða nokkra þætti: X. Samanburður á lengd kosningabaráttu sýnir að hún hefur styttst um 3-4 vikur síðustu tíu árin. Síðasta kosningabarátta var óvenjuleg og fór í raun ekki í gang fyrr en í byrjun október. (5 vikur). X. Tilefni kosningar var í raun ekki rædd, þ.e. stjórnarslit vegna siðrofs....

Fjögurra flokka stjórn eða stjórnarkreppa

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun er hægt að mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, eða fjögurra flokka stjórn yfir miðjuna til vinstri. Takist Katrínu Jakobsdóttur ekki að mynda fjögurra flokka stjórn er frekar ólíklegt að Bjarna Benediktssyni takist að sameina hægrið. Bæði Sigmundur Davíð og Benedikt Jóhannesson eru handsviðnir eftir veruna í Valhöll. Ég spái því að forsetinn gefi ekki langa fresti...

Lögbann á prentfrelsi

Vafalaust má með lagatæknilegum rökum setja lögbann (=múlbinda) á bankagögn um forsætisráðherra. En eitthvað í réttlætistauginni segir mér að þetta er fautabragð. Ef fjölmiðlar eru ekki heypokar taka þeir við kefli Stundarinnar og svæli leyndarhyggjuna út. Ekki seinna en núna!

Að taka ásmund á þetta

Líklegast hefur grein Ásmundar Friðrikssonar búið til nýtt sagnorð : -að ásmunda-. Þetta gæti verið svartur frændi orðsins -að áætla-, nema að öllum er ljóst að talna og staðhæfingar ræðumanns er tómt bull. Hið verra er þegar viðkomandi er alþingismaður og bíður við þröskuld alþingis að koma sér þægilega fyrir, jafnvel sem ráðherraefni. Sem betur fer bregðast sumir meðframbjóðendur við...

Fjólublá ríkisstjórn ekki í spilunum

Heyrst hefur krafa um yfirlýsingu frá Katrínu Jakobsdóttur um útilokun á samstarfi eftir kosningar. Það er ekki klókur leikur. Orðprjónarinn Össur Skarphéðinsson málar þetta svona: -"Tveggja flokka stjórn VG og Sjálfstæðisflokks er útilokuð einsog staðan er í dag. Katrín Jakobsdóttir sér glitta í allt öðru vísi ríkisstjórn, sem obbinn af VG myndi gefa vinstri höndina fyrir að mynda. Katrínu langar...

Máttur Stundarinnar

Örlögin velja okkur Íslendinga vonda daga í byrjun október, aftur. Nú bankar vofa Hrunsins á dyr og mjatlar í okkur fleiri sannleikskorn um spillingu. Nú kukl fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra. Þegar þetta er skrifað hafa engin viðbrögð borist frá forsætisráðherra, en viðbrögðin verða svona: 1. Ekkert nýtt kemur fram í fréttinni 2. BB stóðst skoðun hvað varðar sjóð 9...

Bjarni biðlar til Framsóknar

Líklegast ætti fyrirsögnin að vera -Bjarni: Viljiði kjósa Framsókn plís!- Á gömlu góðu dögunum (þegar Ómar hafði hár) gátu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vel við unað hrærandi í kjötkötlunum. Pólitískur hroki, a.m.k. ókurteisi er að Bjarni eyðir ekki símtölum í forystu "litlu flokkana". Það gæti farið svo að hinir smáu verði stórir.

Stjórnarslit: Fleira liggur að baki

Læt fylgja með sögulega mynd af Bjarna Benediktssyni þegar hann telur upp fyrir erlendum fréttamanni hversu oft hefur verið kosið síðan 2009. Brátt mun höndin ein ekki duga. En fleira liggur að baki. Gengi Bjartrar framtíðar hefur ekki verið góð í könnunum. Stór fyrirboðaskjálfti varð þegar Theódóra Þorsteinsdóttir tilkynnti brotthvarf af alþingi. Forsætisráðherra hlúði ekki að "litla flokknum", og því...

Búseta græðginnar

Hvar grasserar græðgi? Það skyldi þó ekki vera í ákveðnum stjórnmálaflokkum sem kenna sig við frelsi til athafna? Hvaða löstur hugsanlega felldi fyrrverandi forstjóra Kísilverksmiðjunnar í Helguvík? Græðgi. Hverjir voru aðallega á skólflunni og í bakherbergjunum við byggingu verksmiðjunnar? Takk Bjarni að minna okkur á það.

66% hafna Sjálfstæðisflokki í borginni

Svona fyrirsögn gengur tölfræðilega á sama hátt og Sjálfstæðisflokkur hafi"yfirburði" í borginni. Margt vekur athygli í könnuninni. Aðeins 45% taka afstöðu og Sjálfstæðisflokkur fer upp í náttúrufylgi sitt. Tuttugu prósent ætla að kjósa Vinstri græna þannig að skilin eru skýr hægri/vinstri. Einnig vekur athygli að óljóst er ennþá hver verður leiðtogi íhaldsins í borginni. Kannski Eyþór Arndals?

Að taka til umræðu

Verkefni félagshyggjuflokka er að hnika hægrinu í átt að jöfnuði og réttlátri skiptingu. Hvergi kemur skýrast fram munurinn á hefðbundnu vinstri og hægri en þegar á að skapa réttlátara samfélag eða jafna kjörin. Enn eitt dæmi er lappadráttur hægri flokkana í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs hvað varðar gjaldfrjálsan grunnskóla. Kostnaður foreldra við kaup á námsgögnum hefur skipt tugi þúsunda ef...

Er heimurinn á barmi kjarnorkustyrjaldar?

Trump forseti Bandaríkjanna er samur við sig. Allt sem hann sagði í kosningabaráttunni ætlar hann að framkvæma. Reyndar hefur lítið orðið úr verki þar sem þing Bandaríkjanna þvælist fyrir honum. En eina bragð á Trump uppi í erminni. Alltaf þegar óvinsæll þjóðarleiðtogi þarf að styrkja sig fer hann að brýna stríðsöxina. Trump hefur bæði ástandið í Venúazela og Norður Kóreu....

Apinn skiptir ostinum

Í morgun var viðtal við formann Samtaka iðnaðarins, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hún hafði miklar áhyggjur af því að búið sé að semja inn í framtíðina um kaup og kjör sem engin innistæða væri fyrir. Þá væri sterk króna meinvaldur. Hún óttaðist svokallað höfrungahlaup. Þetta minni á söguna um apann sem skipti ostbita milli tveggja músa: Apinn í sögunni skipti ostinum milli...

Sveitastjórnarkosningar: Á Viðreisn sér von?

Þó langur tími virðist til sveitarstjórnakosninga á næsta ári, verður búið að svara spurningunni í fyrirsögninni. Eins og staðan er núna er miðja stjórnmálanna þéttsetin. Ef skoðuð er staðan á höfuðborgarsvæðinu sýnist mér eini alvöru vinstri kosturinn sé Vinstri græn. Sannarlega eru Píratar með mörg af baráttumálum Vg en einn er þröskuldurinn. Sveitarstjórnakosningar eru mun persónutengdari kosningar svo á "seleb"...

Ekkert fúsk - nei takk!

Söguleg og fróðleg atkvæðagreiðsla um skipan dómara Landsréttar. Ekki er víst að meirihluti þings hafi sigrað. Gæti farið svo að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins fái að blæða síðar. Einnig er athyglisvert að Framsóknarflokkurinn spilar jókerinn í þessu spili. Sjálfstæðisflokkurinn er með öll trompin á hendi og Viðreisn hundana. Eftir situr "Björt" framtíð með svartapétur.

Alþingi: Upplausn og vantraust

Eftir að dómsmálaráðherra hefur mistekist að sannfæra nefndarmenn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis um réttmæti og rökstuðning dómara eru þingstörf í upplausn. Stjórnarandstaðan hótar málþófi og veifar jafnvel vantrausttillögu á dómsmálaráðherra. Ráðherrann ber pólitíska og stjórnsýslulega ábyrgð á ráðningu dómarana en stendur í þetta sinn fram fyrir því að annað hvort fellur þingið eða samþykkir tillögur hennar. Að vísu má...

Að ganga í Costco

Það er veisla hjá íslenskum neytendum. Einna skýrast sá ég í galtómri Krónu nú um helgina. Krónan selur hárnæringu í tveimur litum fyrir mismunandi hár. Græna næringin fæst bæði í Costco og Krónunni á sama verði 1996 krónur. Rauða hárnæringin fæst einungis í Krónunni og kostar þar tæplega fimm þúsund krónur. Neytendur líkt og vatnið leitar þangað sem ódýrast er....

"-gleym ei lóunnar söng."

Theodóra Þorsteinsdóttir alþingismaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi skrifar í Fréttablaðið grein um lýðræðisástina í Kópavogi. Hún beitir fyrir vagninn skáldi bæjarins Þorsteini Valdimarssyni: -Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“.- Vissulega er verið að vinna að ýmsu í stefnumótun en...

Styðja ekki stjórnarsáttmálann

Athyglisverð staða hefur komið upp hvað varðar stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokks styðja ekki lagasetningu um jafnlaunavottun: -Málið nýtur ekki stuðnings allra stjórnarþingmanna, Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, styður málið ekki: „Það hefur legið fyrir alveg frá upphafi, frá því við lögðum upp í þessa vegferð, þessi ríkisstjórn að ég myndi ekki styðja þetta frumvarp.- Nú...