Mest lesið

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu
2

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
3

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka
4

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
5

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar
6

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Jóhann Páll Jóhannsson

Kanína eða búmerang?

Ríkisstjórnin kynnti til sögunnar „lagalegan fyrirvara“ til að sefa óánægjuraddir vegna þriðja orkupakkans, en um leið færði hún andstæðingum málsins vopn í hendur og ýtti undir áhyggjur af því að orkupakkinn feli í sér stórkostlegt fullveldisframsal.

Jóhann Páll Jóhannsson

Ríkisstjórnin kynnti til sögunnar „lagalegan fyrirvara“ til að sefa óánægjuraddir vegna þriðja orkupakkans, en um leið færði hún andstæðingum málsins vopn í hendur og ýtti undir áhyggjur af því að orkupakkinn feli í sér stórkostlegt fullveldisframsal.

Kanína eða búmerang?
Orkupakki Íslands „Um er að ræða orkupakka á íslenskum forsendum,“ sagði í tilkynningu sem ríkisstjórn Íslands birti þann 22. mars 2019.  Mynd: MBL / Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórn Íslands er sjálf sinn versti óvinur í orkupakkamálinu. 

Í fyrsta lagi vegna þess að orkupúkinn ógurlegi – tröllasagan um að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér róttækar breytingar á lagaumhverfi orkumála og ógni fullveldi Íslands – var alinn á fjósbita eins stjórnarflokksins.

„Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? (...) Raforkumál Íslands eru ekki innrimarkaðsmál. (…) Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra?“

Þetta er ekki tilvitnun í Sigmund Davíð eða Styrmi Gunnarsson. Þetta eru orð sem Bjarni Benediktsson lét falla á Alþingi þann 22. mars 2018. Hann er formaður flokksins sem ætlar að koma þriðja orkupakkanum í gegnum þingið og flutningsmenn þingmálanna eru ráðherrar sama flokks, þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Í sama mánuði og Bjarni amaðist við auknum Evrópuáhrifum í orkumálum samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktun þar sem „frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins“ er hafnað, augljóslega í samhengi við umræðuna um þriðja orkupakkann.

Í framhaldinu lýsti hver þingmaður flokksins á fætur öðrum efasemdum um innleiðingu orkupakkans. Loks héldu hverfa­fé­lög­ Sjálfstæðismanna fund í Valhöll og samþykktu ein­róma álykt­un og áskor­un á flokks­for­yst­una um að hafna orkupakkanum.

Þannig fitnaði orkupúkinn á fjósbitanum og forystufólk í Sjálfstæðisflokknum tók þátt í að fóðra hann í stað þess að leiðrétta ranghugmyndir um orkupakkann og útskýra fyrir grasrótinni hvað í honum felst.

Þetta setti Sjálfstæðisflokkinn í ankannalega stöðu þegar kom að því að leggja fram þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans á Alþingi. Lausnin var að kynna sérstakan „fyrirvara“ til sögunnar sem átti að vera einhvers konar fullveldisvörn.

„Um er að ræða orkupakka á íslenskum forsendum,“ sagði í tilkynningu sem ríkisstjórn Íslands birti þann 22. mars 2019. „Tillagan inniheldur fyrirvara um að áður en grunnvirki verði reist sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar Evrópusambandsins verði lagagrundvöllur gerðanna endurskoðaður og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.“ 

En hvar var eiginlegi þessi fyrirvari? Í ljós kom að hvorki stóð til að binda hann í ályktunarorð þingsályktunar né sett lög frá Alþingi. Fyrirvarinn mun bara hanga utan í reglugerðinni sjálfri (reglugerð nr. 713/2009 um Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði) þegar hún verður innleidd í íslenskan rétt með stjórnvaldsfyrirmælum ráðherra. 

Það þarf engan lögspeking til að átta sig á að „fyrirvari“, sem ratar hvorki í sett lög né þingsályktun, fer aldrei formlega í gegnum löggjafarþingið til samþykktar eða synjunar, hefur ósköp litla þýðingu. 

Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Stundina þann 31. maí síðastliðinn að fyrirvarinn hefði „mjög takmarkað lagalegt gildi“. Þá hafa lögfræðingarnir Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson sagt í bréfi til utanríkisráðherra að vafi sé á að innleiðing í þessari mynd standist þjóðréttarlegar skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, virðist varla nenna að tala um fyrirvarann enda skipti hann engu máli. 

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, lýsti fyrirvaranum sem „lofsverðri blekkingu“ og fagnaði því að Guðlaugur Þór hefði dregið kanínu upp úr pípuhatti til að tryggja stuðning þingmanna Sjálfstæðisflokksins við þriðja orkupakkann. 

En getur hugsast að blekkingin hafi aðeins verið skammgóður vermir? Að til lengri tíma sé fyrirvarinn miklu frekar búmerang sem ríkisstjórnin fái í hausinn?

Ef orkupakkinn er meinlaus, hvers vegna var þá þörf á þessum fyrirvara? Og ef fyrirvarinn reynist hálfgert grín, marklaust plagg frá sjónarhorni lands- og þjóðaréttar, er þá óhætt að samþykkja þriðja orkupakkann? Er þá hægt að taka alvarlega þá fullyrðingu ríkisstjórnarinnar að „um [sé] að ræða orkupakka á íslenskum forsendum“? 

„Lagalegi fyrirvarinn“ hefur þannig reynst tvíbent sverð. Um leið og hann hefur hjálpað til við að lægja öldurnar innan Sjálfstæðisflokksins þá gagnast hann hörðustu andstæðingum orkupakkans sem vopn, ýtir undir hugmyndir um að orkupakkinn feli í sér stórkostlegt fullveldisframsal og grefur undan trúverðugleika málsins í heild.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
1

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu
2

„Rannsóknarlögreglumaður“ Samherja leitaði allra leiða til að minnka skattgreiðslur í Namibíu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
3

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka
4

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
5

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar
6

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar

Mest deilt

Grófari, seigari, dekkri og dýpri
1

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis
2

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar
3

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar
4

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Minni Vestfjarða
5

Níels A. Ársælsson

Minni Vestfjarða

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“
6

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Mest deilt

Grófari, seigari, dekkri og dýpri
1

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis
2

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar
3

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar
4

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Minni Vestfjarða
5

Níels A. Ársælsson

Minni Vestfjarða

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“
6

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Mest lesið í vikunni

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
1

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
2

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Vináttan í Samherjamálinu
4

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
5

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Stjórnmál með tapi
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Stjórnmál með tapi

Mest lesið í vikunni

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
1

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
2

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

Vináttan í Samherjamálinu
4

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
5

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Stjórnmál með tapi
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Stjórnmál með tapi

Nýtt á Stundinni

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Grófari, seigari, dekkri og dýpri

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis

Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norsks sjávarútvegsfyrirtækis

30 ástæður til að mótmæla - aftur

Guðmundur Hörður

30 ástæður til að mótmæla - aftur

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Japanskur sálfræðitryllir, hinsegin aktívismi og aðventutónleikar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Starfsmenn Hafró segja aðgerðir stjórnenda harkalegar

Minni Vestfjarða

Níels A. Ársælsson

Minni Vestfjarða

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Eyþór Arnalds: „Ósæmilegt að segja að Samherji sé einhvers konar mútufélag“

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Rúmlega 16 milljarðar fóru um reikninga DNB sem bankinn vissi ekki hver átti

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?

Hver er þín afstaða til máls Samherja í Afríku?

Gripið til varna fyrir Samherja

Gripið til varna fyrir Samherja

Skömmin er þeirra

Illugi Jökulsson

Skömmin er þeirra

Samherjar

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Samherjar