Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og einn af talsmönnum Orkunnar okkar, telur það stjórnarskrárbrot að Ísland hafi undirgengist skuldbindingar ECT-samningsins án aðkomu Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson stóð að fullgildingu samningsins í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
FréttirÞriðji orkupakkinn
59278
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
Hinn umdeildi samningur um vernd orkufjárfestinga varð ekki bindandi fyrir Ísland fyrr en ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fullgilti hann árið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við undirritun samningsins 20 árum áður var fullgildingin ekki borin undir Alþingi. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs gefur lítið fyrir fréttaflutning af málinu, en önnur Evrópuríki töldu ástæðu til að samþykkja sérstaka yfirlýsingu um forræði yfir sæstrengjum og olíuleiðslum. Með undirritun Gunnars Braga Sveinssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2015 skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að framfylgja samningnum í hvívetna.
FréttirÞriðji orkupakkinn
4711.645
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
Með fullgildingu ECT-samningsins hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga. Reynt gæti á ákvæði samningsins ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs, en fjárfestar hafa meðal annars notað samninginn sem vopn gegn stjórnvaldsaðgerðum sem er ætlað að halda niðri raforkuverði til almennings.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Miðflokksmenn greiddu atkvæði gegn því að óheimilt yrði að leggja sæstreng án aðkomu Alþingis
Þingmenn Miðflokksins og Ásmundur Friðriksson tóku afstöðu gegn tveimur þingmálum þar sem því var slegið föstu að úrslitavaldið varðandi tengingu íslenska raforkukerfisins við raforkukerfi annarra landa liggi hjá Alþingi.
FréttirÞriðji orkupakkinn
„Ég trúi því að dagurinn í dag sé upphaf að einhverju slæmu“
Þungt var yfir andstæðingum þriðja orkupakkans á Austurvelli í dag eftir samþykkt þingsályktunartillögu um innleiðingu hans. Þau telja nú að síðasta hálmstráið sé forseti lýðveldisins.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Fóru stórum orðum um orkupakkamálið: Níðstöng, rányrkja og ambátt í feigðarsölum
„Sagan mun sýna það að Miðflokkurinn hafði rétt fyrir sér,“ sagði Birgir Þórarinsson við atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann. Bæði andstæðingar og stuðningsmenn málsins tóku djúpt í árinni í ræðustól Alþingis og sumir fluttu ljóð.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Katrín skorar á andstæðinga orkupakkans að styðja auðlindaákvæði í stjórnarskrá
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kaus með innleiðingu þriðja orkupakkans á Alþingi og beindi hvatningarorðum til andstæðinga að verja íslenskt eignarhald á orkuauðlindum. Orkupakkinn var samþykktur á Alþingi rétt í þessu með 46 atkvæðum gegn 13.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Álfyrirtækin ekki styrkt Orkuna okkar
Ekkert álveranna þriggja á Íslandi hefur styrkt Orkuna okkar fjárhagslega. Fyrirtækin eru í Samtökum iðnaðarins sem styðja innleiðingu þriðja orkupakkans en eru andvíg lagningu sæstrengs.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Fær yfir sig dónaskap og kvenfyrirlitningu vegna þriðja orkupakkans
Tölvupóstar, símtöl og skilaboð uppfull af kvenfyrirlitningu helltust yfir Rósu Björk Brynjólfsdóttur eftir deilur hennar við Arnar Þór Jónsson héraðsdómara um innleiðingu þriðja orkupakkans.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara
„Ég staðfesti að Skúli Magnússon fékk heimild nefndar um dómarastörf til að vinna álit fyrir utanríkisráðuneytið,“ segir Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Óboðlegt að hunsa vilja flokksmanna
Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, er hissa á yfirlýsingum Bjarna Benediktssonar um að niðurstaða í almennri atkvæðagreiðslu meðal sjálfstæðismanna myndi engu breyta um stefnu þingflokksins í orkupakkamálinu.
FréttirÞriðji orkupakkinn
„Vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir Bjarna Benediktsson harðlega fyrir að hafa ekki boðað neitt nýtt í orkupakkamálinu á opnum fundi í Valhöll í dag.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.