Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. ágúst.
Mynd: Af vef Lögfræðingafélags Íslands
Ef íslenska ríkið stæði gegn lagningu sæstrengs til Evrópu og svo ólíklega færi að höfðað yrði samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum, þá myndi reyna á almennar reglur EES-samningsins, einkum grunnregluna um frjálst flæði vöru, en ekki afleiddar reglur (þ.e. reglur í gerðum ESB) á borð við þær sem koma fram í þriðja orkupakkanum. Ef Ísland tapaði slíku máli þá hefði sú niðurstaða ekki beina réttarverkan, ekki frekar en t.d. dómur EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti. Við slíkar aðstæður gætu Íslendingar einnig tekið málið upp að nýju og sótt um undanþágur með vísan til breyttra forsendna. Leiða má líkur að því að Norðmenn og fjöldi ESB-ríkja myndi styðja slíka málaleitan.
Þetta segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands í samtali við Stundina. „Þriðji orkupakkinn hefur enga lagalega þýðingu um hugsanlega skyldu til lagningar sæstrengs. Spurningin um slíkt snýr að almennum reglum EES-samningsins, einkum grunnreglunni um frjálsa för vara, ekki að afleiddum rétti ESB og EES,“ segir hann. „Af þessu leiðir að þetta álitamál snýr ekki að valdheimildum ESA og ACER samkvæmt þriðja orkupakkanum – þessar stofnanir myndu einfaldlega ekkert hafa um þetta mál að segja hvað svo gerist með orkupakkann.“
Ísland þegar bundið af reglunum sem myndi reyna á
Mikil og hávær umræða hefur farið fram á Alþingi, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur þar sem því er ítrekað haldið fram að innleiðing þriðja orkupakkans skyldi íslensk stjórnvöld til að liðka fyrir lagningu sæstrengs eða torveldi að minnsta kosti stjórnvöldum að standa gegn slíkri framkvæmd.
Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst
Öllum lögfræðingum sem skilað hafa álitsgerðum um innleiðingu þriðja orkupakkans ber saman um að svo sé ekki. „Þriðji orkupakkinn leggur enga skyldu á aðildarríki um að koma á fót raforkutengingu/grunnvirkjum yfir landamæri,“ segir í álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. Skúli Magnússon segir í álitsgerð sinni að hafið sé yfir vafa að „afleiddur réttur sambandsins, þ.á.m. umræddrar gerðir þriðja orkapakkans, fela ekki í sér skyldu til slíkrar framkvæmdar eða til skyldu til að leyfa þær“.
Sem aðili að EES-samningnum er Ísland þegar bundið af reglum um frjálst flæði vöru og fjármagns og bann við magntakmörkunum á innflutningi og útflutningi. Ef höfðað yrði samningsbrotamál gegn Íslandi vegna tregðu stjórnvalda til að liðka fyrir lagningu sæstrengs þá myndi reyna á slíkar grundvallarreglur EES-samningsins og þriðji orkupakkinn engu breyta.
„Álitamálið um hugsanlega skyldu til að heimila lagningu sæstrengs snýst ekki um framsal valdheimilda til yfirþjóðlegrar stofnunar heldur hugsanlega þjóðréttarlega skuldbindingu,“ segir Skúli. „Ef slíka skyldu leiðir af almennum reglum EES hefur það því ekkert að gera með stjórnarskrána eða framsal „fullveldis”. Til samanburðar má benda á „hrátt kjöt” var mál þar sem niðurstaðan var mörgum á móti skapi en hafði hins vegar ekkert að gera með framsal valdheimilda til yfirþjóðlegra stofnana. Af þessu leiðir að þriðji orkupakkinn hefur enga lagalega þýðingu um hugsanlega skyldu þessa efnis. Þeir sem halda öðru fram þurfa að útskýra hvað þeir eiga við.“
Mynd: Davíð Þór
Sæstrengur vel mögulegur án þriðja orkupakkans
Skúli bendir á að hægt sé að ákveða lagningu sæstrengs hvort sem þriðji orkupakkinn verði innleiddur eða ekki. „Menn geta einnig velt því fyrir sér hvernig málið myndi horfa við ef lagður yrði sæstrengur til ríkis utan ESB, t.d. Bretlands eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu. Væntanlega yrði það gert á grundvelli tvíhliða samnings þar sem kveðið yrði á um gerðadóm o.s.frv. Yrði slík lausn hagfelldari fyrir Ísland en það módel sem sett er upp í reglugerð 713/2009?“
Hann segir að vissulega sé ýmislegt í aðfaraorðum gerðanna sem megi túlka sem pólitískan stuðning við samtengingu milli landa. „Á móti kemur að reglugerð framkvæmdastjórnar ESB um aðgerðaráætlun (þar sem Icelink er meðal verkefna) er ekki bindandi. Á móti kemur einnig yfirlýsing framkvæmdastjórnarinnar um að þetta sé á forræði aðildarríkja svo og að enginn viðurkenndur sérfræðingur í evrópurétti kannast við að svona skylda á aðildarríki sé lagalega raunhæf. Á móti kemur að síðustu að EES-samningurinn tekur ekki til ákvæða Evrópusambandsins um orkustefnu og orkumál. En hér má auðvitað mála skrattann á vegg og spyrja hvernig mál kunni að þróast. Eftir stendur hins vegar að allt mælir með því að þetta sé mál sem er á forræði Íslendinga sjálfra. Ég hef því spurt hvort málið snúist frekar um það að Íslendingar séu hræddir við eigið fullveldi, og hugsanlegar vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis, fremur en hið yfirþjóðlega vald.“
Fyrirvarinn hefur „mjög takmarkað lagalegt gildi“
Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur með hefðbundnum hætti heldur með sérstökum fyrirvara um að enginn sæstrengur verði lagður nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðar nr. 713/2009. Þessi fyrirvari verður þó ekki bundinn í ályktunarorð þingsályktunar né í sett lög frá Alþingi heldur einungis látinn fylgja reglugerðinni sjálfri þegar hún verður innleidd í íslenskan rétt með stjórnvaldsfyrirmælum ráðherra.
Aðspurður um fyrirvarann segir Skúli að yfirlýsingar sem þessar hafi „mjög takmarkað lagalegt gildi“ en geti engu að síður haft pólitíska þýðingu og áhrif á ákvarðanir annarra samningsaðila, svo sem hvort samningsbrotamál yrði höfðað gegn Íslandi eða ekki.
„Það verður t.d. að telja mjög ólíklegt að framkvæmdastjórn ESB myndi þrýsta á ESA að hefja samningsbrotamál vegna sæstrengs að fenginni sameiginlegri yfirlýsingu orkumálastjóra ESB og utanríkisráðherra Íslands.“
Stefán Már og Friðrik Árni eru sama sinnis. „Yfirlýsing orkumálastjóra ESB um að framangreindar reglur gildi ekki og hafi enga raunhæfa þýðingu hér á landi, í ljósi þess að Ísland er ekki tengt innri orkumarkaði ESB, dregur að okkar mati mjög úr líkunum á því að ESA geri athugasemdir við innleiðinguna,“ segja þeir bréfi til utanríkisráðherra sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt slík yfirlýsing sé pólitísk í eðli sínu þá hefur hún engu að síður verulegt gildi og þýðingu í þessu samhengi.“
Skúli Magnússon
Mynd: Skjáskot af RÚV
Skúli bendir á að ef lagður sé sæstrengur milli tveggja ríkja eða fleiri þá kunni að koma upp ágreiningur sem ekki verði leystur nema fyrir hendi sé úrskurðaraðili af einhverju tagi.
„Það geta einfaldlega ekki verið tveir skipstjórar á sama skipi. Heimildir ACER/ESA eru ekki yfirþjóðlegri en svo að ákvörðunum er beint að eftirlitsstjórnvöldum, ekki einkaaðilum. Til grundvallar ákvörðunum ACER/ESA liggja ítarlegar reglur í orkutilskipuninni og öðrum gerðum. Þá eru möguleikar til málsskots til EFTA dómstólsins. Ef þetta fyrirkomulag er borið saman við úrlausn ágreiningsmála samkvæmt tvíhliða samningi held ég að niðurstaðan yrði sú að þetta sé okkur, sem smáþjóð, hagfellt þótt auðvitað verði ekkert fullyrt um það.“
Afar ólíklegt að Ísland tapi sæstrengsmáli
Nýlega hélt Arnar Þór Jónsson héraðsdómari því fram á Facebook-síðu sinni að almennar skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum gerðu það að verkum að Íslandi myndi „augljóslega tapa“ fyrir EFTA-dómstólnum ef íslenska ríkið stæði í vegi fyrir lagningu sæstrengs sem búið væri að fjármagna.
Arnar Þór Jónssonhéraðsdómari
Mynd: Johanna Vigdis Gudmundsdottir
„Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng,“ skrifaði hann. Inntur eftir skýringum í athugasemdum sagði dómarinn að fjórfrelsið væri meitlað í stein með samningsskuldbindingum Íslands. „Ríkin bera einmitt samningsskyldu til að greiða fyrir frjálsu flæði á vörum og þar með rafmagni, sem er vara,“ skrifar hann. „Þú þarft ekki að lesa lengi í dómaframkvæmd til að sjá hvernig landið liggur í þessum efnum. Fjórfrelsið trompar önnur sjónarmið og viðbárur aðildarríkja nema eitthvað sérstakt komi til. Það er svona almenna reglan.“
Skúli, sem er sérfræðingur í Evrópurétti og starfaði sem skrifstofustjóri EFTA-dómstólsins um árabil, er annarrar skoðunar. Ákvörðun um hvort heimila skuli lagningu sæstrengs hlýtur alltaf að vera á forræði íslenska ríkisins, segir hann, og afar ólíklegt er að EFTA-dómstóllinn myndi nokkurn tímann fallast á að almennar skuldbindingar EES-samningsins leggi þá skyldu á íslenska ríkið að leyfa lagningu sæstrengs. Í álitsgerð sinni rökstyður hann þetta með eftirfarandi hætti:
„Kemur þar helst til að ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði aðildarríkjanna og falla utan gildissviðs EES-samningsins (og raunar einnig reglna sambandsréttar). Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Jafnvel mætti einnig færa að því rök að hér sé um að ræða nýtingu auðlinda hafsbotnsins sem eru eign íslenska ríkisins í einkaréttarlegum skilningi, sbr. lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, og að heimild til lagningar sæstrengs feli í sér afsal eða kvöð á landi eða landhelgi þannig að samþykki Alþingis þurfi að koma til samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar. Að mínu mati er því útilokað að sæstrengur til flutnings raforku yrði lagður án þess að Alþingi tæki afstöðu til málsins, annað hvort með setningu almennra reglna eða með lögum sem lytu að framkvæmdinni sjálfri.“
Myndin er tekin við dómsuppkvaðningu í Icesave-málinu.
En hvað ef EFTA-dómstóllinn kæmist að annarri niðurstöðu og teldi að Íslandi bæri skylda til að heimila eða liðka fyrir lagningu sæstrengs til Evrópu?
„Jafnvel ef svo væri myndi sú niðurstaða ekki hafa beina réttarverkan,“ segir Skúli. „Íslenska ríkið gæti við slíkar aðstæður tekið málið upp að nýju og sótt um undanþágur með vísan til breyttra forsendna og þá haft það í bakhöndinni að málið varðaði svo mikilvæga hagsmuni ríkisins að til greina kæmi að segja samningnum upp í heild sinni. Ólíkt þeim aðstæðum sem núna eru uppi – og einkennast af því að íslenska ríkið hefur enga sjáanlega hagsmuni af undanþágu heldur virðist þetta vera hreint tilfinningamál Íslendinga – myndi slíkri málaumleitan vera tekið af alvöru hjá ESB, enda væri þá ljóst að við myndum ekki aðeins njóta stuðnings Norðmanna heldur einnig fjölda ESB-ríkja.“
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
7
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Mest deilt
1
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
4
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
5
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
6
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
7
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
3
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
4
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
5
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
6
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
7
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan
Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið...
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
Flækjusagan#40
Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir