Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
5

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
6

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·

Jón Trausti Reynisson

Stefnumál væntanlegs dómsmálaráðherra nýrrar stjórnar: Að hlífa valdafólki við umræðu

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra talaði við dómara landsins um að þrengja leyfi fólks til umræðu um opinberar persónur. Umræða um viðskipti Bjarna Benediktssonar og meðmæli föður hans með uppreist æru barnaníðings flokkast undir það.

Jón Trausti Reynisson

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra talaði við dómara landsins um að þrengja leyfi fólks til umræðu um opinberar persónur. Umræða um viðskipti Bjarna Benediktssonar og meðmæli föður hans með uppreist æru barnaníðings flokkast undir það.

Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra vill þrengja tjáningarfrelsið þegar kemur að opinberum persónum - eins og stjórnmálamönnum.  Mynd: Pressphotos

Leyndarhyggja og mismunun, sem sprengdi síðustu tvær ríkisstjórnir, á að skjóta rótum í nýrri ríkisstjórn, ef marka má fréttir af myndun hennar.

Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks getur gert margt gott. En ein afgerandi stefnuyfirlýsing dómsmálaráðherrans, Sigríðar Andersen, sem samkvæmt fréttum á að halda ráðherraembætti sínu, sýnir hvar hjartað liggur í málefnum opinberrar umræðu.

Bannað að fjalla um innherjaviðskipti þingmanns

Sigríður Andersen hélt ræðu yfir dómurum landsins í síðustu viku, þar sem hún reyndi að sannfæra dómara um að það eigi ekki að leyfa eins frjálsa umræðu um opinberar persónur og hefur mátt hingað til. Opinberar persónur eru fólk eins og stjórnmálamenn, sem fær mikið rými til að koma á framfæri eigin útgáfum af veruleikanum í opinberri umræðu.

Eitt áberandi slíkt dæmi var umfjöllun Stundarinnar um stórfelld viðskipti Bjarna Benediktssonar og fjölskyldu hans með hluti og verðbréf í Glitni, í aðdraganda efnahagshrunsins, þar sem Bjarni hafði aðgengi að verðmætum upplýsingum sem kjörinn fulltrúi, og beitti sér á sama tíma í viðskiptum þar sem hann var með forskot á aðra vegna upplýsinganna sem hann fékk sem þingmaður.

Lögbann var sett á þessa umfjöllun, ákveðin af Sýslumanninum í Reykjavík, sem stýrt er af gegnheilum sjálfstæðismanni, sem hefur áður verið staðinn að því að hafa áhrif á kosningar. Niðurstaða sýslumanns var að setja „einkalíf“ Bjarna Benediktssonar og tengdra aðila skör ofar en tjáningarfrelsið og upplýsingarétt almennings. Þar með var niðurstaðan að almenningur ætti ekki rétt á að vita um viðskipti hans, vegna þess að þau væru einkamál og vörðuðu bankaleynd.

Þetta er róttækt afgerandi afstaða gegn opnu og frjálsu lýðræðisríki, og í þágu valdhafa og fjármagnseigenda. Og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra, sem virðist eiga að halda áfram, styður þessa afstöðu beint og óbeint með skilaboðum til dómara.

Dómurum sagt til: Refsa fyrir tjáningu

Tregða Sigríðar til að gefa upplýsingar, með lögmætum hætti, um það hver skrifaði undir uppreist æru - sem sagt faðir Bjarna Benediktssonar - var ekki frávik eða tilviljun, heldur stefna.

Ekkert bendir til þess á þessari stundu að Sigríður breyti frá þessari stefnu. Þvert á móti bæði boðar hún beint eða óbeint að það þurfi að þrengja tjáningarfrelsið um Bjarna Benediktsson og athafnir hans og fjölskyldu hans,  og beitir sér gagnvart dómurum landsins með skilaboðum þess efnis. Og nú ber að horfa til þess að Sigríður er ráðherra sem leyfir sér að hunsa hæfismat nefndar um skipan dómara og velja fólk sem hún þekkir sem dómara í staðinn.

Hún sagði á fundinum með dómurum landsins beinlínis að hún vilji að það sé ekki gerður munur á „opinberum persónum“ og öðrum í dómaframkvæmd, og gaf til kynna að hún vilji að gripið sé inn í umræðuna með refsingum gegn þeim sem tjá sig. 

„Ég veit ekki hvenær „opinberri persónu“ skaut fyrst upp í dómum hér á landi en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings.“

„Engum getur dulist að eftir efnahagshrunið hefur umræða um menn og málefni orðið óvægnari en áður. Hún er ekki bara óvægnari vegna orðanna sem eru látin falla heldur líka í ljósi samskiptamátans. Fúkyrðaflaumur gagnvart stjórnmálamönnum og þeirra á milli er ekki nýr af nálinni. Það er hins vegar sitthvað að fá um sig blaðagrein á pappír sem fer af öllum heimilum á ruslahaugana daginn eftir og að vegið sé að æru manns á internetinu öllum til ævarandi áminningar. Í dómaframkvæmd undanfarið er nokkuð gert með það hvort að sá sem telur að sér vegið sé svokölluð opinber persóna eða ekki. Hafa slíkar persónur þurft að búa við lakari réttarvernd en hinar. Þó hefur löggjafinn hvorki skilgreint hverjir það eru sem geta talist opinberar persónur né gert þennan skilsmun í lagatexta. Ég veit ekki hvenær „opinberri persónu“ skaut fyrst upp í dómum hér á landi en ég er ekki viss um að þessi skilsmunur sé sanngjarn eða í þágu almennings. Þetta er í öllu falli til umhugsunar fyrir löggjafann,“ sagði hún.

Þarna birtast skýr skilaboð til dómara um að veita opinberum persónum - Bjarna Benediktssyni og fleirum - ekki „lakari réttarvernd“ en öðrum. Það er að segja, þrengja heimild fólks til þess að ræða „einkalíf“ hans eða færa fram gildisdóma um hann.

Auk þess kvartaði Sigríður undan því að verið krafin svara um aðgerðir vegna ítrekaðra brota íslenska ríkisins - dómstóla - á tjáningarfrelsi blaðamanna, samkvæmt sex úrskurðum Mannréttindadómstóls Evrópu. „Mér hefur reyndar þótt undalega einhliða áhugi sá allur. Bæði fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa til að mynda talið dóma MDE sem fallið hafa fyrra hluta ársins í meiðyrðamálum, þar sem dómstólinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á tjáningarfrelsi manna, til marks um stórkostlega galla á löggjöf eða störfum íslenskra dómstóla, ef ekki hvoru tveggja. Ég hef ítrekað verið krafin svara um aðgerðir í þessum efnum. Ég hef hins vegar ekki ennþá fengið eina fyrirspurn um nýlegan dóm MDE þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á þeirri friðhelgi einkalífsins sem æra manns er svo sannarlega.  Ég hef heldur ekki ennþá séð nokkurn stjórnmálamann lýsa áhyggjum sínum yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla í því máli sem þar um ræddi,“ sagði hún, og vísaði þar til niðurstöðu klofins dóms MDE um að brotið hefði verið gegn Agli Gillzenegger þegar ungur maður var sýknaður af meiðyrðum þegar hann skrifaði „Fuck you rapist bastard“, um Egil, þrátt fyrir að hann hefði ekki verið dæmdur vegna tveggja nauðgunarkæra á hendur honum.

Unnið gegn grundvallaratriði lýðræðisríkja

Tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífsins stangast oft á. Hins vegar hefur alls staðar í hinum vestræna lýðræðisheimi verið lögð áhersla á að rýmri heimildir séu til umræðu um opinberar persónur, eins og stjórnmálamenn og aðra sem taka mikið rými í opinberri umræðu og koma sjálfir með alls kyns fullyrðingar um sjálfa sig - oftast til rökstuðnings sér til ágætis.  

„Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu,“ segir í stjórnarskránni, en líka: „Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.“ 

Að margra milljarða króna innherjaviðskipti skuli flokkast undir „friðhelgi einkalífs“ er ákvörðun um að svipta almenning vitneskju um siðferðislega og hugsanlega lagalega vafasama gjörninga sem hefur sýnt sig rækilega að hefur veruleg áhrif á lífsgæði almennings, mismunar borgurunum og grefur undan grundvallaratriði hins „frjálsa markaðar“, að aðgengi að upplýsingum sé hið sama.

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlitshlutverk í slíkum málum. Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur töluvert um það að segja til hvaða aðgerða er gripið. Nú liggur fyrir að núverandi stjórn Fjármálaeftirlitsins var skipuð af þeim sama og stundaði viðskiptin, Bjarna Benediktssyni. 

Við eigum sem sagt að treysta meira kerfinu og þegja meira um þá sem taka ákvarðanir. Við eigum að láta eins og Gillzenegger hafi ekki verið settur framan á símaskrána, lyftandi ungum stúlkum, og skrifað bækur sem kenna eiga ungum piltum að hegða sér. Það á ekki að leyfast ítarlegri umræða um Bjarna Benediktsson en Gunnar Kristjánsson í Breiðholtinu. Og dómararnir, skipaðir af þeim, eiga að taka mið af því.

Flokksmenn Vinstri grænna, sem taka afstöðu til myndunar nýrrar ríkisstjórnar í dag eða á morgun, munu hins vegar væntanlega ekki fá að vita fyrirfram hver verður dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Ný ríkisstjórn, sem samkvæmt fréttum verður með Sigríði sem dómsmálaráðherra, mun hafa inngróinn vilja til að grafa undan grundvallaratriði vestræns lýðræðisríkis. Aflandsleyndin, barnaníðingaverndin og annað sem getur ekki flokkast undir annað en óheiðarleika hjá Bjarna Benediktssyni, fær ekki bara framhaldslíf heldur gæti stefnt í eðlisbreytingu á aðstæðum til tjáningarfrelsis á Íslandi. 

---

Fyrirvari: Í pistlinum er fjallað um efnisatriði sem tengjast dómsmáli sem Stundin er aðili að, eftir að þrotabú Glitnis stefndi Stundinni fyrir dóm til að fá því framgengt að lögbann á umfjöllun um viðskipti fjölskyldu Bjarna Benediktssonar með verðbréf innan bankans verði staðfest á þeim grundvelli að um brot sé að ræða á bankaleynd. Þá komst Mannréttindadóms Evrópu að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið gegn tjáningarfrelsi höfundar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
6

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
7

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Nýtt á Stundinni

Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

Lára Guðrún

Snapað og sníkt á lyfjamarkaðnum

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·
Andlitið undir hinum tveimur

Símon Vestarr

Andlitið undir hinum tveimur

·
Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Trölli er víða

Freyr Rögnvaldsson

Trölli er víða

·
Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

Guðmundur Gunnarsson

Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

·
Algjör lúxus að vera vegan í dag

Algjör lúxus að vera vegan í dag

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Stefán Snævarr

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·