„Drullusama“ þótt stjórnmálamenn séu ranglega titlaðir skipulagsfræðingar eða stærðfræðingar
Helgi Hrafn setur gagnrýni á kollega sína í samhengi við umræðu um hvernig Sigmundur Davíð var titlaður doktor í skipulagsfræðum án þess að hann hefði lokið prófi.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Tilfærslan mikla á viðmiðum
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hafa beitt sér til þess að aðlaga viðmið okkar að gjörðum þeirra og heimila breytni sem er í þeirra þágu en skaðleg almannahag.
PistillAlþingiskosningar 2017
Þórarinn Leifsson
Með bakið upp við vegginn
Á meðan fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar fóru í veislu til forsetans og hlógu saman í Vikunni hjá Gísla Marteini var lítið barn fjarlægt með lögreglufylgd úr landi.
Pistill
Jón Trausti Reynisson
Stefnumál væntanlegs dómsmálaráðherra nýrrar stjórnar: Að hlífa valdafólki við umræðu
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra talaði við dómara landsins um að þrengja leyfi fólks til umræðu um opinberar persónur. Umræða um viðskipti Bjarna Benediktssonar og meðmæli föður hans með uppreist æru barnaníðings flokkast undir það.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Hér kemur sáttin
Nú þegar við ákveðum stöðugleika og sátt er heiðarlegast að horfast í augu við stöðuna sem við sættumst á.
FréttirAlþingiskosningar 2017
VG ekki á móti því að tilteknir Sjálfstæðismenn gegni ráðherraembætti
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir ekki hefð fyrir því að flokkur skipti sér af ráðherravali samstarfsflokks síns. „Nei, þetta er ekki krafa af okkar hálfu,“ sagði hún, aðspurð um ummæli varaformanns flokksins.
AðsentAlþingiskosningar 2017
Símon Vestarr
VG – in memoriam
„Mikið var ég barnalegur,“ skrifar Símon Vestarr í kveðjubréfi til fyrstu pólitísku ástar sinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
FréttirAlþingiskosningar 2017
Kolbeinn vildi „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ fyrir kosningar, en nú stjórn með flokknum
Þingmaður Vinstri grænna skoraði á kjósendur að gera uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn í kosningum og sýna í verki skoðun sína á „stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins“.
FréttirAlþingiskosningar 2017
Tveir þingmenn VG sögðu nei: Rósa Björk og Andrés treysta ekki Sjálfstæðisflokknum
9 af 11 þingmönnum Vinstri grænna vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokksins. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir vilja það hins vegar ekki. Eitt skref tekið í átt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
PistillAlþingiskosningar 2017
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Trompa „málefni“ spillingu og siðferði í stjórnmálum hjá VG?
Vinstri græn tala bara um „málefni“ og „málefnasamninga“ í mögulegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkin. Það er eins og spilling sé ekki málefni í hugum flokksins og flokkurinn velur þá leið að loka augunum fyrir fortíð Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar til að komast til valda. Veit flokkurinn ekki að það var „málefnið“ spilling sem leiddi til þess að síðustu tvær ríkisstjórnir hrökkluðust frá völdum?
FréttirAlþingiskosningar 2017
Facebook leyfir áfram nafnlausar áróðursauglýsingar fyrir íslensku sveitarstjórnarkosningarnar
Pólitískar auglýsingar fjármagnaðar af nafnlausum aðilum verða ekki leyfðar í framtíðinni, samkvæmt svari Facebook til Stundarinnar. Hins vegar verður ekki gripið til aðgerða fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Nafnlausir aðilar fjármögnuðu áróðursefni sem birtist meira en milljón sinnum fyrir íslenskum kjósendum.
ÚttektAlþingiskosningar 2017
„Þetta sírennsli úr ríkissjóði á ekki að eiga sér stað“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur ítrekað borið saman kostnað við móttöku flóttamanna og skort á úrræðum fyrir fátækt fólk á Íslandi. Inga segir umræðuna byggða á misskilningi. Gagnrýni hennar beinist eingöngu að kostnaði við móttöku fólks sem svo ekki fær leyfi til að búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill bara taka á móti um 50 kvótaflóttamönnum á hverju ári og segir einn þingmaður flokksins að þetta sé vegna húsnæðisskorts á Íslandi.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.