Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
1

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
2

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
3

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
4

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn
5

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
7

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni
8

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

·

Jón Trausti Reynisson

Tilfærslan mikla á viðmiðum

Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hafa beitt sér til þess að aðlaga viðmið okkar að gjörðum þeirra og heimila breytni sem er í þeirra þágu en skaðleg almannahag.

Jón Trausti Reynisson

Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hafa beitt sér til þess að aðlaga viðmið okkar að gjörðum þeirra og heimila breytni sem er í þeirra þágu en skaðleg almannahag.

Nýja ríkisstjórnin Flokkarnir í stjórninni hafa færst nær hver öðrum í viðmiðum. Þannig styðja Vinstri græn núna dómsmálaráðherra sem braut lög.  Mynd: Stjórnarráðið

Á árinu 2017 upplifðum við eina öflugustu og margþættustu tilfærslu viðmiða sem orðið hefur á einu ári. Til góðs og til ills. 

Við erum loksins að snúa viðmiðunum þannig að þau séu í þágu þolenda en ekki gerenda brota.

Tilfærslan var annars öfug. Á árinu fórum við úr því að vera með nánast jafnt kynjahlutfall á Alþingi - 47,6 prósent kvenna á móti 52,4 prósent karla, yfir í 38 prósent hlutfall kvenna.

Meðal þeirra sem valdir voru á Alþingi er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 7 þingmenn í flokki, og þar afsex karla, með þeim orðum formannsins að konur treystu sér síður til að vera í stjórnmálum vegna þess að umræðan sé þeim of þungbær. Að ábyrgðin og veikleikinn sé kvennanna, en ekki karlanna sem stýrðu flokknum með þessar áherslur.

Við valdatöku nýrrar ríkisstjórnar hafa viðmið meðlima Vinstri grænna og meðlima Sjálfstæðisflokks færst til. Bjarni Benediktsson, sem fram að þessu hefur meðal annars staðið að hækkun skatts á mat og lagt áherslu á að halda sköttum á fyrirtæki lágum, afnema hátekjuskatt og raforkuskatt og lágmarka veiðigjöld, en horfir nú til samneyslu og samfélags.

„Við erum einfaldlega ekki að reka fyrirtæki. Við erum að hlúa að samfélagi,“ sagði hann í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra.

Viðhorfið til valds

En viðhorfið til valds er það sama. Meðan þau hafa völdin hafa þau völdin. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, svaraði spurningu um stöðu Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra eftir lögbrot hennar við skipun dómara í nýjan Landsrétt með einföldum hætti: „Þetta er ráðherra í ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta þingsins.“

Viðmið mótast af meðferð valds. Vinstri grænir og samstarfsfólk þeirra í ríkisstjórn ákváðu fyrir okkur öll að halda viðmiðum í misbeitingu valds rúmum. Þú getur valið þér tengda aðila sem dómara, svo lengi sem þú hefur völdin. Ekkert prinsipp kemur í veg fyrir að þú haldir áfram stöðu þinni eftir það.

Viðmiðaskiptin afturkölluð

Eftir efnahagshrunið urðu afgerandi viðmiðaskipti. Krafan um heiðarleika varð sjálfsagðri leynd yfirsterkari, og elítismi, klíku-, flokks-, auð- og fáræði véku fyrir áherslu á lýðræði, valddreifingu og valdeflingu almennings á kostnað uppblásinna athafna- og stjórnmálamanna sem héldu öllu að sér. Krafan var breytt dreifing og meðferð á valdi og hún náði inn í viðmiðin okkar. 

Síðan þá hafa viðmiðin færst smám saman til baka með viðmiðamótandi aðgerðum valdhafa. Valddreifð stjórnarskrá, mótuð og samþykkt af fjöldanum, var stöðvuð af þeim fáu, og þeir sem helst halda völdunum berjast fyrir því að hagsmunaárekstrar og leynd verði samþykktir.  

Og persónuleg innherjaviðskipti kjörins fulltrúa með aðgang að markaðsmótandi trúnaðarupplýsingum í krafti stöðu sinnar voru samþykkt. 

Þau sem sögðu frá þeim urðu hins vegar fyrir viðurlögum af hálfu valdsins. 

Hverjir hafa hæst?

Byltingin var að hlustað væri á fólk sem væri þolendur ofbeldis, misréttis og áreitni, en raunveruleikinn er ennþá sá að þeir sem hafa hæst eru þeir sem hafa völdin. Einn háværasti þolandi ársins var Geir H. Haarde, sem braut stjórnarskrána í mestu ábyrgðarstöðu landsins. Annar sem hefur hátt er Davíð Oddsson, valinn til þess að stýra stærstu ritstjórn landsins. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komst upp með að stilla sér upp sem þolanda og bjargvætti og leysa upp sannleikann í einföldu máli þar sem hann braut siðareglur og leyndi almenning mikilsverðum hagsmunum sínum og eiginkonu sinnar. Hann hætti að mæta til vinnu og tók svo upp stjórnmál í ætt við Trump: Réðst gegn fjölmiðlum, hótaði ítrekað að stefna þeim fyrir dóm fyrir að fjalla um viðskipti hans og náði síðan kjöri út á þá trú að hann væri mikill leiðtogi sem myndi bæta kjör fólksins með kerfisbreytingum, sem hann sinnti þó ekki þegar hann hafði þrjú ár og völd til.

Einn helsti fjölmiðlaeigandi landsins, Björn Ingi Hrafnsson, stofnaði stjórnmálaflokk fyrir vin sinn Sigmund Davíð og stefndi aftur í stjórnmál, sveik viðskiptafélagana sína, borgaði ekki skatta en tók sér jeppa á leigu á kostnað fyrirtækisins fyrir hátt í ein dagvinnulaun blaðamanns í hverjum mánuði – seldi Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni DV og aðra fjölmiðla undan gjaldþroti. Við fáum ekki enn þann dag í dag að vita hver er raunverulegur eigandi fjölmiðlanna. Sjálfstæðismaðurinn Eyþór Arnalds keypti síðan fjórðung í Morgunblaðinu með láni, án þess að segja hver væri að baki. 

Aðlögun viðmiða að valdhöfum

Við höfum innleitt þau formlegu viðmið að yfirvöld geta bannað fjölmiðli að birta umfjallanir, sama hversu augljóst fréttagildið er, þótt hún fjalli um aðstæður þar sem forsætisráðherra landsins gat misnotað stöðu sína sem kjörinn fulltrúi til að forða auðæfum sínum og fjölskyldu sinnar, á sama tíma og almenningur tapaði.

Þegar valdamikið fólk gerir eitthvað sem er augljóslega rangt út frá hagsmunum heildarinnar, eins og að skipa sér tengdan aðila dómara þegar reglurnar segja að fylgja eigi verðleika- og hæfniskröfum, eða eiga viðskipti með hlutabréf samhliða því að fá viðkvæmar markaðsmótandi upplýsingar sem kjörinn fulltrúi, er næsta skref að færa til viðmiðin til að rýma fyrir breytninni. Ef þú gerir eitthvað rangt geturðu annaðhvort axlað ábyrgð á því eða gert hið ranga rétt.

Ein algengasta leiðin er einfaldlega að þagga niður málið og koma í veg fyrir að almenningur geti komist að því. 

Valdbeitingin gegn Stundinni

Lögbann á umfjöllun Stundarinnar hefur nú varað í yfir tvo mánuði. Lögbannið er einföld og fyrirvaralaus valdbeiting í tilraun til að mynda ný viðmið í útilokun ákveðinnar upplýsingagjafar og umræðu.

Lögbannið var sett með þeim rökum að það verndaði þúsundir viðskiptavina Glitnis, en ef lögbannið verður staðfest verður eina raunhæfa leiðin til að koma á framfæri upplýsingum að birta gögn í heild sinni á netinu fyrir almenning til að vinna úr. 

Þessi valdbeiting og óumflýjanleg varnarvinna er verulega íþyngjandi fyrir fjárhag Stundarinnar og skapar fjárhagslega áhættu.

Á tímum þar sem fjölmiðlar eru fjárhagslega veikir geta dómstólar veitt þeim banvæna refsingu fyrir gagnrýnar umfjallanir. Merking og afleiðing lögbannins er að ákveðnir fjölmiðlar og ákveðin fjölmiðlun eigi ekki að þrífast eða líðast. 

Á sama tíma og Stundin stendur í dómsmáli til að verjast kröfum gjaldþrota bankans heldur dómsmálaráðherra í sama flokki og forsætisráðherrann ræðu yfir dómurum landsins sem grefur undan málsvörn fjölmiðilsins – og færir rök fyrir því að það séu engar „opinberar persónur“. Að það sé enginn og ætti enginn munur að vera á því að fjalla um Kristján Guðmundsson leigubílstjóra eða Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Að það beri að refsa oftar fyrir að segja frá því sem áhrifafólk vill ekki.

Ástand hreinnar valdbeitingar

Á meðan við höfum verið upptekin af hræðslunni við afmörkuð hryðjuverk íslamista hefur stóra ógnin orðið ríkjandi.

Einn daginn er óhugsandi að Bandaríkin hóti kjarnorkustríði, annan daginn hefur það gerst og það normalíserast og þau byrja að hóta, ekki bara „vondu körlunum“, heldur hóta okkur slæmum afleiðingum fyrir að fylgja þeim ekki. Það þykir óhugsandi að „leiðtogi hins frjálsa heims“ hrósi þjóðarleiðtoga fyrir að myrða 10 þúsund manns án dóms og laga, en annan dag hefur það gerst og væntingar okkar af framtíðinni miðast út frá því.

Donald Trump ætlar að beita valdboði til að viðhalda áhrifum. Hann minnir meira á einræðisleiðtoga fyrri hluta 20. aldar en þá stjórnmálamenn sem við höfum lifað við síðustu áratugi, með góðu og illu. 

Bandaríkin eru ekki lengur öruggur bandamaður Íslands, eins og við höfum séð þau í einföldustu mynd, heldur orðin mögulegur óvinur lýðræðis og friðar. 

„Ég ítreka að traustið er ekkert og það veldur miklum áhyggjum af því að einhver gæti ýtt á rangan hnapp sem hefði svo óviðráðanlegar afleiðingar,“ sagði Wolfgang Ischinger, einn helsti  öryggis- og alþjóðamálasérfræðingur Þýskalands, í þættinum Kveik á RÚV í lok nóvember.

„Síðastliðna öld hafa Íslendingar verið í þeim sporum að ýmsar þjóðir, sem vilja ráða landinu, ásælast það og ráða þar með siglingaleiðunum,“ sagði Jim Townsend, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Í kennslubókardæmi um brenglun viðmiða hefur Vladimir Pútín gríðarlegan stuðning þrátt fyrir eða vegna þjóðrembings, svindls, misréttis, tilfallandi kúgunar, eyðileggingar frjálsra fjölmiðla, afskipta af kosningum, njósna, hernaðarhyggju og lymskulegra innrása í nágrannaríki.

Misöfgafull andlýðræðisöfl ná fótfestu í Póllandi, Ungverjalandi, Austurríki og víðar. Evrópusambandið hefur nú boðað að afleiðingar verði af því fyrir Pólland að popúlísk, þjóðernissinnuð hægri stjórn landsins minnki sjálfstæði dómstólanna gagnvart framkvæmda- og löggjafarvaldinu. Flokkurinn Lög og réttlæti náði 37,5% atkvæða í þingkosningum með þjóðernishyggju, skattalækkunum, áróðri gegn útlendingum og áherslu á gömul gildi.

Við lokuðum á Evrópusambandið, eða öllu heldur flokkar sem lofuðu okkur tækifærinu til að velja að loka á Evrópu í þjóðaratkvæðagreiðslu, lokuðu á Evrópu án þess að leyfa okkur að kjósa. 

Þeir sem hafa varað við Evrópusambandinu og evrópusamvinnu eru jafnframt þeir sem helst hafa misnotað valdið, handvalið dómara og lagt undir sig stofnanir og fjölmiðla, þjappað saman valdinu. 

Varðfólk viðmiðana

Margir treystu því að Vinstri græn yrðu til þess að verja heilbrigð, lýðræðisleg viðmið í íslenska stjórnkerfinu, tryggja að dómsmálaráðherra sem myndi brjóta lög við skipan dómara – þegar hann tekur meðal annars tengda aðila fram yfir þá hæfustu – myndi ekki sitja lengur.

En þegar vinstri græn voru spurð út í stöðu dómsmálaráðherra eftir að hann var fundinn sekur um að brjóta lög, var svarið að halda fram því augljósa, að Sigríður Andersen væri ráðherra í ríkisstjórninni. „Staða hennar hefur ekki breyst að því leytinu til að hún situr bara áfram í ríkisstjórn,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. „Hún er náttúrlega ráðherra í þessari ríkisstjórn áfram,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, sem hafði skrifað greinina „Uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ fyrir kosningar, þar sem hann skoraði á kjósendur að koma flokknum frá völdum: „Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við.“

„Ég vænti þess að þetta eigi ekki endilega að hafa áhrif á traustið á dómstólnum sem slíkum,“ sagði Katrín, í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, en í sumar skrifaði hún: „Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil.“

Einn mesti mögulegi viðsnúningur í viðmiðum fólks er þegar það tekur við völdum, enda fylgir þeim umbylting hagsmuna.

Það sem við getum og verðum

Þetta er árið þar sem við gátum ekki verið án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hótandi meiðyrðum, Sigríðar Andersen, brjótandi lög, og Bjarna Benediktssonar, beitandi óheiðarleika, í valdastöðum fyrir okkar hönd. Árið þar sem við breyttum viðmiðum okkar fyrir þau og undirgengumst sátt og stöðugleika á þeim grunni. 

Þetta snýst ekki um að útiloka fólk, heldur að veita fólki aðeins valdastöður ef það styður þau viðmið og gildi sem almennt er hollt að viðhalda. 

Svo lengi sem ekki kemur til ástands hreinnar valdbeitingar er þetta það sem við höfum. Viðmiðin okkar. Og við verðum að fara vel með þau. Allt sem við umberum eða styðjum hefur áhrif á þau. Áskorunin er að umbera mismunandi skoðanir og lífssýn, en heimila ekki viðmiðatilfærslu í þágu þeirra valdamiklu, sem geta gjörbreytt viðmiðum okkar með valdbeitingu, í sína eigin þágu, sem getur valdið margfeldisáhrifum í valdasamþjöppun og röskun á heilbrigðri hagsmuna- og verðleikavirkni samfélagsins. 

Upplýsingar og rök, vitsmunaleg og tilfinningaleg, geta breytt viðmiðum, en valdbeiting getur það líka. Hlutverk okkar allra hlýtur að vera að tryggja að við höfum öll það sem við þurfum til að taka þátt í að viðhalda viðmiðum í þágu almannahags, frekar en útvalins valdafólks sem hefur hæst hverju sinni.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
1

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
2

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
3

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
4

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn
5

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
6

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
3

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
5

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið
6

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·

Mest deilt

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku
1

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga
2

Ríkisvaldið skikkaði börn til að umgangast barnaníðinga

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
3

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina
5

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið
6

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Mest lesið í vikunni

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka
1

Flúði land vegna stöðugrar áreitni fyrrverandi maka

·
Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á
2

Nálgunarbannið ekki virði pappírsins sem það er ritað á

·
Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð
3

Orri Páll krefst þess að umfjöllun um frásögn Meagan og vinkvenna hennar verði stöðvuð

·
Átti að reka Kristin Sigurjónsson?
4

Illugi Jökulsson

Átti að reka Kristin Sigurjónsson?

·
Hvað hefðuð þið sagt?
5

Jón Trausti Reynisson

Hvað hefðuð þið sagt?

·
Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt
6

Kerfið hefur brugðist þeim á allan hátt

·

Nýtt á Stundinni

Bylting eða skrílslæti?

Guðmundur

Bylting eða skrílslæti?

·
Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

Börn Vigdísar Hauksdóttur stefna móður sinni

·
Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

Fylgi Samfylkingar dalar í borginni

·
Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

Gáleysi Geirs og lygin um Landsdómsmálið

·
Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

Af samfélagi

Svolítið um umbótahreyfingar og framtíðarsýn

·
Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

Bjarni valdi Illuga í enn eina stjórnina

·
Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

Vestfirðingar fylkja sér að baki Arnarlaxi

·
Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

Viðreisn fékk styrki frá fjárfestum og útgerðinni

·
Fyrirlitning í fréttablaðinu

Listflakkarinn

Fyrirlitning í fréttablaðinu

·
Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

Illugi fengið 23 milljónir eftir að hann lauk þingmennsku

·
Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

Símon Vestarr

Erfitt nema fyrir fjandans aur að fá

·
Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

Þrjú þekkt dæmi um nálgunarbönn

·