Mest lesið

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
4

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
5

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla

Forstjóri Polar Seafood styður frásögn Gunnþórs
6

Forstjóri Polar Seafood styður frásögn Gunnþórs

Þórarinn Leifsson

Með bakið upp við vegginn

Á meðan fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar fóru í veislu til forsetans og hlógu saman í Vikunni hjá Gísla Marteini var lítið barn fjarlægt með lögreglufylgd úr landi.

Þórarinn Leifsson

Á meðan fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar fóru í veislu til forsetans og hlógu saman í Vikunni hjá Gísla Marteini var lítið barn fjarlægt með lögreglufylgd úr landi.

Með bakið upp við vegginn
Kolbeinn og Katrín Eftir spurninguna stóð hann með höndina kreppta utan um auglýsingabæklingana frá flokknum.  Mynd: Þórarinn Leifsson

Ég hitti Kolbein Óttarsson Proppé fyrir utan Krónuna á kosningadag. Proppé stóð þarna eins og bjöllusauður við glerdyrnar og var að dreifa einblöðungum fyrir VG. Þegar ég strunsaði framhjá með innkaupapokann rétti hann mér glansandi dreifimiða sem ég stakk í vasann.  

Á þessum tímapunkti var ríkisstjórnin nýfallin út af klaufalegu hneykslismáli og kjósendur almennt orðnir langeygðir eftir breytingum og nýrri stjórnarskrá. 

Þegar ég var að henda gula innkaupapokanum í skottið á bílnum kallaði ég í átt að Proppé eitthvað á þá leið að hann mætti alls ekki „fara í samstarf við þessa andskota“ – ég man ekki hvernig ég orðaði þetta nákvæmlega en það fór heldur ekkert á milli mála hvað ég átti við.  

Ég tók eftir því að karlgreyið varð heldur lúpulegur við þetta ákall. Hann líkt og fraus þarna upp við vegginn, báðar hendur niður með síðum, sú vinstri kreppt utan um dreifimiðana.  

„Það fór ónotatilfinning um mig þegar ég renndi út af bílastæðinu, eins og ég hefði farið yfir mörk þessa ljúfa manns.“

Það fór ónotatilfinning um mig þegar ég renndi út af bílastæðinu, eins og ég hefði farið yfir mörk þessa ljúfa manns. Því Proppé er ágætis náungi. Æ, þið þekkið týpuna. Svona týpískur hundrað og einn gaur sem drakk rassgatið úr buxunum og hætti svo að drekka og hengdi sig aftan í réttu krakkaklíkuna. Í þessu tilviki ekki Hare Krishna eða vísindakirkjuna heldur íslenskan stjórnmálaflokk. Hann er að mörgu leyti ekki svo ólíkur mér sjálfum. Hvítur dekraður karl á miðjum aldri sem fær allt of marga sénsa í lífinu, glutrar niður níutíu prósent af þeim en fær samt feita stöðu á endanum. Við komum alltaf niður á tveimur jafnfljótum, Proppé og ég, aðallega af því að við erum með hvít typpi á milli lappanna í fyrsta heims landi. Við erum fæddir með silfurskeið í munninum. Svona er þetta bara. Og svona verður þetta alltaf.

Og núna er Proppé í góðum málum. Klöppum fyrir Proppé, gott fólk! (Stutt pása meðan lesendur Stundarinnar leggja frá sér kaffibollana og klappa). 

En af hverju er ég að pönkast í öðlingnum Proppé, hann sem skrifaði einmitt svo fallega um bók eftir mig einu sinni? 

Af því að það er einmitt vandamálið. Proppé er þarna af því að hann er fínn gaur alveg eins og Proppé á undan honum var fínn gaur og við rithöfundar viljum  bara að fólki úti í bæ líki vel við okkur, skrifi fallega um bækurnar okkar og klappi okkur á bakið.  

Við erum í miðju Proppé-tímabilinu í íslenskum stjórnmálum. Tímabili þar sem mín kynslóð ræður meira eða minna ríkjum. Menn eins og ég. Hégómlegir menn sem finnst gott að hlusta á sjálfa sig tala. Góðir menn sem eiga þó alls ekki að fara með völd því við  þvælumst fyrir framförum. Við þvælumst fyrir þangað til að kynslóð hálfþrítugrar dóttur minnar tekur við og kemur á nýrri stjórnarskrá.  

Ég var kominn alveg út af bílastæðinu og var á leið upp Nóatún þegar mér var litið aftur í átt að Proppé þar sem hann stóð líkt og negldur upp við vegginn, nú með draug Kötu Jak sér við hlið. Fólk reynir að lesa ótrúlegustu hluti út úr brosgeiflum Kötu Jak, þær þykja minna á geiflur spítt-dópista eftir fimm daga vöku.  

Vinir Kötu hafa þó álit á henni og það álit smitast út í þjóðfélagið líkt og umtal um góðar bækur. Á sama tíma er þessi knáa kona svolítið eins og lokuð bók eða ráðgáta fyrir mörgum. Ráðgáta sem ég myndi ekki reyna að ráða núna nema vegna þess að allt sem hún tekur sér fyrir hendur á næstu vikum og mánuðum mun hafa bein og óbein áhrif á velferð barna minna næstu áratugi. Hún er dúx og vinnuhestur. Einhvern tíma heyrði ég því fleygt að hún tæki sér aldrei frí. Væri nánast ofurmannlega dugleg. 

Mun hún geta tamið karlana í svörtu jakkafötunum? hugsa ég á leiðinni yfir Suðurlandsbraut. Mun Kata Jak mylja undir sig hundrað ára gamalt feðraveldi í íslenskum stjórnmálum? Getur verið að á meðan ég sjái aðeins tvo leiki fram í tímann sé hún búin að reikna út fimmtán? Ólíklegt, en alls ekki ómögulegt.

„Mun Kata Jak mylja undir sig hundrað ára gamalt feðraveldi í íslenskum stjórnmálum?“

En þegar svartsýnin grípur mig aftur óttast ég að Kata sé bara að hugsa um að dúxa, að hún vilji fá einkunnina 9,6 í völdum. Kikkið við að starfa með stóru strákunum í svörtu jakkafötunum sé svo mikið að hún sé tilbúin að fórna okkur öllum fyrir það. 

Nokkrum vikum síðar sé ég Kötu og karlana tvo í sjónvarpinu. Ég get ekki horft á þáttinn nema í hálfa mínútu áður en ég gefst upp. Samfélagsmiðlar hrópa að þau séu full en ég sé eitthvað miklu verra í þessu. Ég sé fólk sem er ekki fyllilega í sambandi við það sem er að gerast í kringum það. Nokkurn veginn á sama tíma og þau fá sér kampavín með forseta Íslands á Bessastöðum er lítið barn borið út úr húsi af fimm fílelfdum lögregluþjónum. Litla barnið grætur í flugvélinni alla leiðina frá Keflavík til Frankfurt. 

„Sektin þvæst ekki af okkur hinum. Við heyrum ennþá grát litla barnsins í flugvélinni.“

Kannski hefur Guðni forseti borið fram kampavínið í oblátuskál við innganginn að veislusal Bessastaða. Kannski hefur Sigríður Andersen ráðherra beygt sig yfir skálina og vætt smágerðar hendurnar í víninu meðan Guðni veitti henni syndaaflausn.  En það er sama hversu vandlega dómsmálaráðherra Íslands þvær sér um hendurnar. Sektin þvæst ekki af okkur hinum. Við heyrum ennþá grát litla barnsins í flugvélinni. 

Ég reyni að útskýra Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir sex ára syni mínum. Öll börn í heiminum eiga rétt á því að vera vernduð, tafsa ég. Öll börn í heiminum eiga rétt á umhyggju …

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
4

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
5

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla

Forstjóri Polar Seafood styður frásögn Gunnþórs
6

Forstjóri Polar Seafood styður frásögn Gunnþórs

Mest deilt

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
1

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins
2

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
3

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
4

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“
5

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
6

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Mest deilt

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla
1

Gunnar Bragi segir Samherjamálið „æsifréttir“ og vill stöðva styrki til einkafjölmiðla

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins
2

Efling kallar eftir lögfestingu nýrrar stjórnarskrár í ljósi Samherjamálsins

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
3

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
4

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“
5

„Það getur verið hörkufjör í kringum fatlað fólk“

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
6

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
5

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Mest lesið í vikunni

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
3

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
4

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
5

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“
6

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Nýtt á Stundinni

Hjólar í jólabókaflóðinu

Hjólar í jólabókaflóðinu

Nýjar og óvæntar fréttir: Sungið og drukkið í Perú fyrir 5.500 árum!

Illugi Jökulsson

Nýjar og óvæntar fréttir: Sungið og drukkið í Perú fyrir 5.500 árum!

Brá að heyra viðhorf stjórnvalda til innflytjenda

Brá að heyra viðhorf stjórnvalda til innflytjenda

Fyrir hvern ertu að raka þig?

Thelma Berglind Guðnadóttir

Fyrir hvern ertu að raka þig?

Hvers vegna skrifa rithöfundar?

Lífsgildin

Hvers vegna skrifa rithöfundar?

Ástríða fyrir klassískum kökum frá ömmu og mömmu

Ástríða fyrir klassískum kökum frá ömmu og mömmu

Hagstofan brennir af – 3:1 fyrir Ítalíu

Þorvaldur Gylfason

Hagstofan brennir af – 3:1 fyrir Ítalíu

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Hvernig Brexit má bjóða kjósendum?

Hvernig Brexit má bjóða kjósendum?

Bækur gegn gleymsku

Bækur gegn gleymsku

Hamingja í frjálsu falli

Melkorka Ólafsdóttir

Hamingja í frjálsu falli

Málvörn nú, málbjörgunarsveit nú!

Stefán Snævarr

Málvörn nú, málbjörgunarsveit nú!