Fréttir

Tveir þingmenn VG sögðu nei: Rósa Björk og Andrés treysta ekki Sjálfstæðisflokknum

9 af 11 þingmönnum Vinstri grænna vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokksins. Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir vilja það hins vegar ekki. Eitt skref tekið í átt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Vill ekki Sjálfstæðisflokkinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar af tveimur þingmönnum Vinstri grænna sem vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. 9 vilja það hins vegar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist vera á móti því að Vinstri grænir myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum út af því hvernig tvær síðustu ríkisstjórnir með flokkinn innanborðs hafa endað. Þá á Rósa við ríkisstjórnina sem hætti í kjölfar opinberunar Panamaskjalanna í fyrra og þeirrar ríkisstjórnar sem sprakk nú á haustdögum vegna uppreist æru hneykslisins. „Ég ber fullt traust til forystu Vinstri grænna en ekki til viðmælenda okkar í stjórnarmyndunarviðræðunum, það er að segja til Sjálfstæðisflokksins.“

Rósa Björk var annar af þingmönnum Vinstri grænna sem greiddi atkvæði gegn því að teknar yrðu upp formlegar viðræður um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknar en níu þingmenn voru fylgjandi því að farið verði í þessar viðræður. Hinn þingmaðurinn er Andrés Ingi Jónsson. Kosning um viðræðurnar fór fram á þingflokksfundi sem hófst klukkan eitt í dag og sem lauk rétt fyrir klukkan tvö. 

Auk þessara spillingarmála sem komið hafa upp á síðustu árum segir ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Ríka Ísland

Ríka Ísland

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum