Auglysingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
1

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
2

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
3

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
4

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook
5

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·
Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt
6

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
7

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
8

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·

Jón Trausti Reynisson

Hér kemur sáttin

Nú þegar við ákveðum stöðugleika og sátt er heiðarlegast að horfast í augu við stöðuna sem við sættumst á.

Jón Trausti Reynisson

Nú þegar við ákveðum stöðugleika og sátt er heiðarlegast að horfast í augu við stöðuna sem við sættumst á.

Formenn flokksins Píratar og Samfylkingin vilja ekki mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum vegna meðferðar flokksins og viðhorfi til valds síns.  Mynd: Samsett mynd / Stundin

Nú þegar við stöndum frammi fyrir því að fólkið sem við kusum ætlar að framkalla sátt á Íslandi, verður spurningin: Hvað eigum við að sættast á? 

Til að átta okkur á því hvað það er sem við þurfum að sætta okkur við þurfum við að skoða dæmi um það sem helsta valdaflokki stjórnmálanna, sem hefur verið við völd 85 prósent tímans síðasta aldarfjórðung, hefur þótt vera í lagi á undanförnum árum.  

Samfélagið mótað 

Í samfélagi Sjálfstæðisflokksins í dag skrifar fyrrverandi seðlabankastjóri nafnlausar skoðanagreinar þar sem hann fellir hagfellda dóma um sjálfan sig þegar hann stýrði Seðlabanka þjóðarinnar í þrot, og vegur svo að öðrum sem hann telur bera ábyrgð á því sem afvega fer. 

Í þessu samfélagi er sjálfsagt að í blaði fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins sé birt samtal hans við annan valdamann, þar sem blaðamaðurinn, fyrrverandi plottari í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, úrskurðar flokksbundnum ritstjóra sínum í hag að hann hafi ekki vitað af því að síminn sem hann valdi sérstaklega til að hringja úr á skrifstofu annars manns, hefði einmitt verið hljóðritaður samkvæmt vinnulagi bankans sem hann stýrði. 

Það er í lagi að hagsmunaaðilar taki yfir fjölmiðla og beiti þeim í þágu eigin hagsmuna, með því að birta almenningi stöðugar varnarræður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og núverandi og fyrrverandi meðlimi hans. 

„Árásir sorpmiðla“

Það er líka í lagi að stöðugur óhróður um pólitíska andstæðinga Sjálfstæðisflokksins sé birtur fólki í símum, tölvum, spjaldtölvum og sjónvörpum, án þess að það komi fram hver fjármagnar eða vinnur efnið. Það má ekki „slökkva á þessum hátölurum“, segir formaðurinn, sem hefur „orðið fyrir vonbrigðum með fjölmiðlana líka“.  

Í samfélagi Sjálfstæðisflokksins er allt í lagi að formaður flokksins hafi stundað, ásamt fjölskyldu sinni, milljarða króna viðskipti með bréf banka, eftir að hafa fengið trúnaðarupplýsingar í krafti þess að vera þingmaður um alvarlegan vanda sama banka.  

Það er í lagi að segja ósatt um það.  

Það sem er rangt er að segja frá því.

„Árásir sorpmiðla,“ sagði fyrrverandi formaðurinn um umfjöllun um núverandi formann í leiðara Morgunblaðsins. 

Það er í lagi, samkvæmt kerfinu sem sett var upp, að beita valdi og refsingum til að stöðva umfjöllun fjölmiðils um hagsmunaárekstur og vafasöm viðskipti forsætisráðherra landsins í opinberu starfi. 

En það er ekki í lagi að gera heiðarleika að skilyrðislausri kröfu fyrir æðstu stjórn ríkisins.

Valdið frá almenningi til flokksins

Í samfélagi Sjálfstæðisflokksins er allt í lagi að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu gegn atkvæðum frá sömu þjóð. Það er í lagi að svíkja það svo. 

Það er í lagi að vera kosinn út á „trausta efnahagsstjórn“, leiða landið inn í fordæmalaust efnahagshrun, og hamast síðan gegn þeim sem þurfa að hækka skatta og semja við aðrar þjóðir til að vinna sig út úr skaðanum. Segja þeim að „skila lyklunum“. 

Það er allt í lagi að brjóta stjórnarskrána í æðstu ábyrgðarstöðu samfélagsins, og ef maður er dæmdur fyrir það er það sigur. 

Það er í lagi að láta hjá líða – og samþykkja ekki – að uppfæra lög um ábyrgð ráðherra, sem eru skyld samkvæmt stjórnarskrá, og hneykslast svo á beitingu þeirra í kjölfar brots á þeim.

Það er í lagi að hunsa niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp nýja stjórnarskrá, og kvarta á sama tíma undan því að stjórnarskráin sé úrelt þegar þeir brjóta hana. 

Það er í lagi að dæma reglulega blaðamenn til að borga háar skaðabætur fyrir orð sín eða annarra, en ekki í lagi að dæma forsætisráðherra fyrir að bregðast þeirri skyldu sinni að taka yfirvofandi kerfishrun til dagskrár hjá ríkisstjórninni. 

Að blöskra staðan

Það er í lagi að lána hrynjandi banka 100 milljarða króna af ríkisfé í fyrirsjáanlega glataðri fjárfestingu, en ekki í lagi að leggja skatta á stóreigna- og hátekjufólk og notkun á sameiginlegum auðlindum til að borga lánið. „Ég býst við að við fáum þessa peninga ekki til baka,“ sagði fyrrverandi formaðurinn, seðlabankastjórinn, við þáverandi formanninn. „Afnám raforkuskatts er forgangsmál,“ sagði Bjarni Benediktsson. 

„Mér blöskraði,“ sagði núverandi formaður flokksins. Ekki yfir vinnubrögðum forvera sinna, honum þóttu þau í lagi, heldur yfir beitingu á fyrirliggjandi, stjórnarskrárbundnum lögum um ráðherraábyrgð. Því allir eiga að bera ábyrgð aðrir en þeir. „Ég vann málið efnislega,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi sem var dæmdur fyrir að brjóta stjórnarskrána og stefndi svo íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og tapaði.

Það er í lagi að fjármálaráðherra sé í ítrekuðum hagsmunaárekstrum og tefji kaup á gögnum um skattsvik. 

Það er í lagi að ráðherra flokksins brjóti gegn upplýsingalögum með því að neita að afhenda þolendum upplýsingar um hver stuðlaði að því að mennirnir sem nauðguðu þeim hlutu uppreist æru frá ráðherranum. Það er í lagi að ráðherrann láti sér nægja að gauka því að formanni flokksins að það var pabbi hans sem gerði það. Það er í lagi að hann leyni því. 

En það er ekki í lagi að slíta ríkisstjórn vegna þess að valdaflokkurinn tók afstöðu gegn hagsmunum þolenda kynferðisofbeldis og með leynd.

En þá eruð þið geðveik

Það er í lagi að forsætisráðherra tali um „geðveiki“ þeirra sem sjá ekki hvað allir hafa það gott fjárhagslega.

Það er í lagi að hann krefji almenning um aðhald í launakröfum, en að fulltrúi hans í kjararáði hækki laun þingmanna 45 prósent í einni hendingu. Það er í lagi að þetta sé gert á kjördag, án vitundar kjósenda, sem geta ekki tekið upplýsta afstöðu.

Það er líka í lagi að hann þaggi niður í umræðu um betri kjör þeirra ríkustu með því að segja að það sé „ekkert efni í rifrildi hér“. Eins og það er í lagi að sannfæra fólk um að jöfnuður sé svo mikill – byggt á tölum frá fyrri ríkisstjórn – þegar skattkerfisbreytingar í valdatíð hans valda því að skattbyrði ríkasta eina prósentsins fellur úr 42 prósentum af tekjum niður í 23 prósent, en millitekjufólk borgar meira og meira – fer úr 22 prósenta skattbyrði í 27 prósent.

Það er í lagi að láta meðlimi ríkasta eina prósentsins móta skattkerfið í mesta góðæri Íslandssögunnar, sem hefur í för með sér 84 prósenta kaupmáttaraukningu ríkasta prósentsins á meðan tekjulægsta barnafólkið fær 13 prósenta kaupmáttaraukningu og meðaltals barnafjölskyldan 23 prósent.  

Ef við myndum sátt um mótun íslensks samfélags verðum við að átta okkur á á hvaða grunni sú sátt er mynduð. Stöðugleiki er sátt við þessa stöðu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
1

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
2

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
3

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
4

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook
5

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·
Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt
6

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

·

Mest deilt

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
2

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
3

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
4

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
5

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
6

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·

Mest deilt

Marta segir Líf hafa ullað á sig
1

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
2

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
3

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
4

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar
5

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
6

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
2

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
3

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
4

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
5

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
6

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
2

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
3

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
4

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Marta segir Líf hafa ullað á sig
5

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
6

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·

Nýtt á Stundinni

Marta segir Líf hafa ullað á sig

Marta segir Líf hafa ullað á sig

·
Hundrað grindhvalir drepnir í dag

Hundrað grindhvalir drepnir í dag

·
Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

Vísað úr meðferð í Vík og þarf að bíða í tólf daga eftir innlögn á Vog

·
Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

·
Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

Fyrirtæki hafa tvöfaldað hlut sinn á leigumarkaði

·
Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

Sömu niðurstöður í tveimur hrunskýrslum Hannesar

·
26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

·
Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

·
Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·