Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
5

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
6

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
7

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Jón Trausti Reynisson

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Þú borgaðir hundrað þúsund krónur fyrir ákvörðunina sem var tekin í símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Davíð valdi að hringja í Geir úr síma með upptöku til að eiga samtal þar sem hann setti ábyrgðina á ákvörðun um fyrirséð vonlausa lánveitingu yfir á Geir.

Jón Trausti Reynisson

Þú borgaðir hundrað þúsund krónur fyrir ákvörðunina sem var tekin í símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. Davíð valdi að hringja í Geir úr síma með upptöku til að eiga samtal þar sem hann setti ábyrgðina á ákvörðun um fyrirséð vonlausa lánveitingu yfir á Geir.

Davíð Oddsson Hefur beitt Morgunblaðinu til að rétta hlut sinn í opinberri umræðu um embætissgjörðir hans í Seðlabankanum.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Sögulegt símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde, sem birt er í dag, um níu árum eftir að það átti sér stað, í dagblaði sem ritstýrt er af þeim fyrrnefnda, virðist vera þaulúthugsað af hálfu Davíðs og til þess fallið að gæta persónulegra hagsmuna hans í ferlinu og eftirleiknum. Símtalið, og samhengi birtingar þess, sýnir hvernig Davíð beygir formlegar og óformlegar reglur til þess að ná fram persónulegum markmiðum sínum í almannatengslum á kostnað annarra. 

Davíð er líklega mesti plottari stjórnmálasögu Íslands og samtalið, sem var á hans forsendum, ber merki þess. Framsaga Davíðs í símtalinu og svo framsetning á efni þess í blaðinu sem hann ritstýrir orka í þá átt að undirbyggja að Davíð sé ábyrgðarlaus af lánveitingunni. Þótt Morgunblaðið stilli því þannig upp að tilviljun hafi verið að Davíð hefði valið síma með hljóðritun, til að hringja úr í Geir, bendir skýrslutaka hjá Sérstökum saksóknara til annars. Í reynd væri það einstök tilviljun að Davíð skyldi færa sig yfir á skrifstofu annars manns, til að taka símtalið, í síma sem sérstaklega er hljóðritaður af hálfu bankans sem hann stýrði.

Þá er ljóst að birting á samtalinu í heild sinni í blaði sem ritstýrt er af Davíð, getur verið meira en tilviljun, sem og vinkillinn sem tekinn er á málið þar. 

Í lok síðasta mánaðar kom fram að vefmiðillinn Kjarninn hefði stefnt Seðlabankanum til að afhenda afrit af símtalinu. 

Blaðið fullyrðir að ritstjórinn hafi ekki vitað

Í frétt Morgunblaðsins, sem skrifuð er af Stefáni Einari Stefánssyni, fyrrverandi formanni VR og áhrifaaðila í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, viðskiptasiðfræðingi og viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, er fullyrt að símtalið hafi verið hljóðritað án vitundar Davíðs Oddssonar, ritstjóra blaðsins og yfirmanns hans. „Af sím­tal­inu, sem tekið var upp af Seðlabank­an­um án vit­und­ar viðmæl­end­anna tveggja, má ráða að for­sæt­is­ráðherra hef­ur í fyrri sam­töl­um við Seðlabank­ann kallað eft­ir svör­um um hvort hægt væri að veita Kaupþingi fyr­ir­greiðslu sem tryggt gæti rekstr­ar­hæfi þess.“

„Eitt af þessum samtölum hafði þá sérstöðu að það var fyrir tilviljun tekið upp“

Ekki er ljóst hvernig blaðamaðurinn getur staðfest þá fullyrðingu að Davíð hafi ekki vitað af hljóðritun Seðlabankans, þar sem hann var aðalbankastjóri, öðruvísi en með óstaðfestri fullyrðingu ritstjórans, Davíðs. Þetta er undirbyggt í nafnlausu Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu, sem almennt er skrifað af ritstjóranum. „Eitt af þessum samtölum hafði þá sérstöðu að það var fyrir tilviljun tekið upp,“ skrifar hann. 

Fullyrðing blaðamanns Morgunblaðsins um að Davíð hafi ekki vitað af upptökunni stangast á við vitnisburð Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabanka Íslands, sem sagði í skýrslutöku hjá Sérstökum saksóknara í ársbyrjun 2012 að Davíð hafi valið að taka símtalið á skrifstofu hans vegna þess að sími hans væri hljóðritaður.

„Sturla kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að Davíð Oddsson hafi tekið símtalið úr síma Sturlu þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími Davíðs. Sturla kvaðst kannast vel við símtalið og kvað að enginn annar hafi verið viðstaddur þegar það átti sér stað, bara hann og DO,“ sagði í skýrslunni.

Geir hefur síðar kvartað undan upptökunni. „Mér var ekki kunnugt um að símtalið hefði verið hljóðritað og frétti ekki af því fyrr en löngu síðar. Um tilganginn með því get ég ekki fullyrt,“ sagði hann við Kastjósið í fyrra. „En forsætisráðherra landsins - hver sem hann er - á ekki að þurfa að sæta því að embættismenn ríkisins hljóðriti símtöl við hann án hans vitundar.“

Davíð setti ábyrgðina á Geir

Davíð Oddsson hefur greint frá því að ákvörðun um neyðarlánið til Kaupþings hafi verið tekin af ríkisstjórninni. Þannig sagði hann frá því í nafnlausu Reykjavíkurbréfi árið 2015 „að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni“. Þá hefur hann sagt að Kaupþing hafi vísað til þess að ríkisstjórnin vildi lána bankanum. 

Í lögum um Seðlabanka Íslands er ábyrgðin hins vegar skýr: „Seðlabankastjóri ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans sem ekki eru falin öðrum með lögum þessum.“ 

Þennan skilning ítrekaði Geir í viðbragði við fréttum af efni símtalsins í fyrra. „Mér var alla tíð ljóst að lögum samkvæmt fór Seðlabankinn með valdið til að veita þrautavaralán en ekki forsætisráðherra. Það var hins vegar ekki óeðlilegt að seðlabankastjóri hefði samráð við forsætisráðherra við þessar óvenjulegu aðstæður.“

Þegar efni símtalsins er skoðað sést hins vegar áhersla þess sem leiðir það og valdi hljóðritaða símann.

Davíð hafði tilgang með samtalinu

Upphaf samtalsins gefur til kynna að aðdragandi þess hafi verið að Davíð vildi greina Geir frá einhverju ákveðnu. Það sé framhald af öðru samtali, áður en annar aðilinn flutti sig yfir í hljóðritaðan síma. Þetta sem Davíð vildi koma á framfæri var að ábyrgðin á lánveitingunni væri hjá Geir og að Geir væri að velja að hjálpa Kaupþingi umfram öðrum.

„Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka“

„Sæll það sem ég ætl­aði að segja þér, sko, sko, við út af fyrir sig getum í dag skrapað saman 500 millj­ónir evra en nátt­úr­lega, en erum þá komnir inn að beini og þá gætum við hjálpað Kaup­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­bank­anum líka, sko.“

Davíð ítrekar svo í gegnum samtalið mikilvægar setningar sem efnislega setja ábyrgðina yfir á Geir. „Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka,“ segir Davíð. „Þú ert að tala um það að við eigum frekar að reyna að hjálpa Kaup­þingi“.

Geir vissi lítið

Þá er ljóst af símtalinu að Geir virðist lítið inni í málinu. „En eru þeir ekki með ein­hver veð?“ spyr hann, um algert lykilatriði málsins og væntanlega forsendu lánveitingarinnar.

Símtalið er því á þeim forsendum að Geir hefur litlar upplýsingar, en virðist þrátt fyrir allt vera að taka ákvörðunina, þótt hún liggi fyrir. 

Þá er eins og Geir sé hreint ekki sá sem leiddi ákvarðanatökuna, þar sem í símtalinu er hann að bollaleggja um hvort Landsbankinn geti ekki veitt veð fyrir láni líka - þótt fram hafi komið í máli Davíðs að ekki sé hægt að lána báðum. „En er Lands­bank­inn ekki með neitt slíkt sem hann geti látið okkur hafa?“

Davíð svarar mjög ákveðið: „Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta. Við erum að fara alveg niður að rass­gati og við ætlum meira að segja að draga á Dan­ina sem ég tal­aði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.“

„Já,“ svarar Geir einfaldlega, og afskrifar þar möguleika á láni til Landsbankans.

Þá virðist af anda símtalsins sem Davíð sé ekki að reyna að telja Geir ofan af því að veita lánið. 

Strax eftir símtalið við Geir hringdi Davíð í Hreiðar Má Sigurðsson, úr sama hljóðritaða síma. Þar tilkynnti hann að lánið yrði veitt. 

Þannig er símtal Davíðs við Geir, þar sem Geir staðfestir fyrirliggjandi ákvörðun um lánveitingu, þrátt fyrir að vera takmarkað inni í málinu, og þrátt fyrir að Seðlabankinn beri formlega ábyrgðina á lánveitingunni, síðasta skrefið fyrir lánveitinguna sjálfa.

Framsetning Morgunblaðsins í þágu ritstjórans

Framsetning fréttar Morgunblaðsins hefur þann fókus að Davíð og Geir hafi farið fram á „ýtrustu veð“. Algengt er í almannatengslum að málsaðilar reyni að koma óþægilegum upplýsingum á framfæri, sé fyrirsjáanlegt að þær muni koma fram, og noti þá tækifærið til að fókusera framsetninguna á upplýsingunum sér í hag.

Í frétt Morgunblaðsins er fókusinn sá velviljaðasti Davíð sem hægt hefði verið að velja. Og afur færð fram fullyrðing í þágu Davíðs, sem blaðamaður getur ekki staðið undir.

„Í sím­tal­inu sagði seðlabanka­stjóri að lánið yrði ekki veitt nema með ýtr­ustu veðum og var for­sæt­is­ráðherra sam­mála því. Af sím­tal­inu, sem tekið var upp af Seðlabank­an­um án vit­und­ar viðmæl­end­anna tveggja, má ráða að for­sæt­is­ráðherra hef­ur í fyrri sam­töl­um við Seðlabank­ann kallað eft­ir svör­um um hvort hægt væri að veita Kaupþingi fyr­ir­greiðslu sem tryggt gæti rekstr­ar­hæfi þess.“

Hér vísar frétt Morgunblaðsins í að forsætisráðherra hafi átt frumkvæðið - en í sjálfu símtalinu spyr Geir hins vegar hreint út hvort Landsbankinn eigi engin veð til að veita gegn láni, og svarar Davíð með fremur hvassyrtu orðalagi sem afgreiðir pælinguna: „Við erum að fara alveg niður að rass­gati“.

Reykjavíkurbréf til stuðnings ritstjóranum

Morgunblaðið fjallar því um atburði, sem ritstjóri blaðsins var þátttakandi í og ábyrgur fyrir, með hagstæðum hætti fyrir ritstjórann. Í umfjöllun blaðsins er ekki greint frá tapi íslensks almennings af ákvörðuninni.

Ritstjórinn sjálfur leggur hönd á plóg í vinnunni. Í Reykjavíkurbréfi, sem er nafnlaust en vitað er að ritstjóri blaðsins skrifar það, birtist málsvörn Davíðs í víðara samhengi og aðrir teknir fyrir.

Fjallað er um „árás ríkisstjórnarinnar á bankastjórn Seðlabankans“, sem fólst í því að Davíð var sagt upp sem bankastjóra í tæknilega gjaldþrota Seðlabanka. Þar er skrifað um „hið dæmalausa bréf Jóhönnu [Sigurðardóttur] sem verður henni ævinlega til minnkunar“. Þá er Hallgrímur Helgason rithöfundur kallaður „ómerkingur“ í Reykjavíkurbréfinu. 

Að vanda sér höfundur Reykjavíkurbréfsins ekkert að gjörðum þess sem bar ábyrgð á þessu öllu.

Og formaður flokksins hans, Bjarni Benediktsson, fékk vin hans og yfirlýstan aðdáanda, Hannes Hólmstein Gissurarson, til að leita erlendra skýringa á efnahagshruninu á Íslandi. Kenna útlendingum um þetta. Eins og Davíð sagði um Icesave: „Þetta er það besta leiðin ef við getum afskrifað allar skuldir þjóð­ar­innar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­ópu þá en þeir bara hjálp­uðu okkur ekki neitt.“

Skýrsla Hannesar átti að birtast á mánudaginn, en henni hefur verið frestað vel fram yfir ríkisstjórnarmyndun, til janúar á næsta ári.

Á endanum töpuðum við öll sameiginlega 35 milljörðum króna á þessu samtali Davíðs og Geirs, sem hvorugur vill taka ábyrgð á. Davíð kennir núverandi seðlabankastjóra um það. Hann hafi ekki fengið rétt verð fyrir FIH-bankann, þegar eignir hans voru seldar og honum loksins lokað.

Við töpuðum á samtalinu

Hver Íslendingur tapaði á endanum um 100 þúsund krónum á því sem kom út úr þessu samtali, þessu illskiljanlega láni sem seðlabankastjórinn hélt að fengist ekki til baka.

Niðurstaðan: Þeir tóku fremur illa úthugsaða og undarlega ákvörðun um að kasta peningum almennings í einhverja hít, við erfiðar aðstæður, andstætt ráðleggingum sérfræðinga. Ábyrgðinarstrúktúrinn í ákvarðanaferlinu var óljós. Yfirmaður faglegu stofnunarinnar var stjórnmálamaður en ekki sérfræðingur, sem hafði verið valinn vegna áhrifa sinna og tengsla í stjórnmálum frekar en sérfræðiþekkingar, með öðrum orðum klíkuráðinn. Áður hafði Seðlabankinn veitt samtals 345 milljarða króna lán án fullnægjandi veða, sem þótti mjög gagnrýnivert af Ríkisendurskoðun. Lánið sem var ákveðið í þessu símtali með óljósri ábyrgð var síðan meðal annars nýtt af viðtakandanum í vafasömum tilgangi, en bjargaði engu, enda höfðu vafasöm og ólögleg viðskipti verið ástunduð í eftirlitsleysi um nokkra hríð, eftirlitsleysi sem var samkvæmt hönnun og hugmyndafræði þeirra sem fóru með völdin. Gríðarlegir fjármunir töpuðust á endanum á okkar kostnað við þessa tilteknu lánveitingu. Eftir það tók ný ríkisstjórn við og hækkaði skatta til þess að halda helstu stofnunum og þjónustu ríkisins gangandi, svo sem heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Vegna þess hafa meðlimir valdaflokksins sem bar mesta ábyrgð á atburðarásinni, eftirlitsleysinu og aðgerðaleysinu í aðdraganda vandans, hamast á því fólki sem hafði það hlutverk að bregðast við hruninu. Í því skyni notar Davíð Oddsson  fjölmiðil sem ætti að vera hlutlaus umfjöllunaraðili þegar kemur að atburðarásinni - til þess að fegra hlut sinn.

Í það minnsta hluti þess sem var að er enn í gangi.

Hér er samtal Geirs og Davíðs í heild sinni.

Davíð hringir í Geir úr hljóðrituðum síma

Davíð Odds­son seðla­banka­stjóri: Halló.

Rit­ari Geirs H. Haarde for­sæt­is­ráð­herra: Gjörðu svo vel.

Dav­íð: Halló.

Geir: Sæll vertu.

Dav­íð: Sæll það sem ég ætl­aði að segja þér, sko, sko, við út af fyrir sig getum í dag skrapað saman 500 millj­ónir evra en nátt­úr­lega, en erum þá komnir inn að beini og þá gætum við hjálpað Kaup­þingi í ein­hverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Lands­bank­anum líka, sko.

Geir: Nei.

Dav­íð: Þú ert að tala um það að við eigum frekar að reyna að hjálpa Kaup­þingi.

Geir: Það slær mig þannig sko og mér fannst þeir vera líka á þeirri línu í gær­kvöldi alla­vega þessir Morgan menn.

Dav­íð: Ég býst við því að við fáum ekki þessa pen­inga til baka. Þeir segja að þeir muni borga okkur eftir fjóra fimm daga en ég held að það séu ósann­indi eða við skulum segja ósk­hyggja.

Geir: En eru þeir ekki með ein­hver veð?

Dav­íð: Við myndum aldrei lána það og við ætlum að bjóða þetta gegn 100% veði í FIH banka.

Geir: Já.

Dav­íð: Og þá verðum við að vita að sá banki sé veð­banda­laus.

Geir: Já.

Dav­íð: Því þá við megum ekki, sko, við megum ekki setja íslenska ríkið á galeið­una.

Geir: Nei, nei þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in.

Dav­íð: Já, já ert þú ekki sam­mála því að við verðum að gera ýtr­ustu kröf­ur?

Geir: Jú, jú.

Dav­íð: Já.

Geir: Ég held að þeir muni leggja mikið á sig til að reyna samt að að upp­fylla þær, sko.

Dav­íð: Já, já, já, já það er bara eina hættan er sú að þeir séu búnir að veð­setja bréfin og þá geta þeir ekki gert þetta, sko.

Geir: Já, já og hvað myndum við koma með í stað­inn?

Dav­íð: Ja, það veit ég ekki, þá verðum við bara að horfa á það en það, við erum bara að tala um ýtr­ustu veð, erum að fara með okkur inn að beini þannig að við verðum að vera algjör­lega örugg­ir.

Geir: En er Lands­bank­inn ekki með neitt slíkt sem hann geti látið okkur hafa?

„En er Lands­bank­inn ekki með neitt slíkt sem hann geti látið okkur hafa?“

Dav­íð: Já, en þá er að við erum ekki með pen­ing í þetta. Við erum að fara alveg niður að rass­gati og við ætlum meira að segja að draga á Dan­ina sem ég tal­aði við í gær og sagði að við myndum ekki gera.

Geir: Já.

Dav­íð: En við erum búnir að tala við banka­stjór­ana þar og þeir eru að íhuga að fara yfir þetta.

Geir: Um.

Dav­íð: Það tekur tvo til þrjá daga að kom­ast í gegn.

Geir: Já.

Dav­íð: En við myndum skrapa, Kaup­þing þarf þetta í dag til að fara ekki á haus­inn.

Geir: Já, en það er spurn­ing með þá, fer þá Lands­bank­inn í dag?

Dav­íð: Já, þá myndi hann fara í dag á haus­inn vænt­an­lega.

Geir: Og Glitnir á morg­un?

Dav­íð: Og Glitnir á morg­un.

Geir: Já.

Dav­íð: Lands­bank­anum verður vænt­an­lega lokað í dag bara.

Geir: Já.

Dav­íð: Við vitum ekki, reyndar vitum við ekki hvort það er árás á Kaup­þing Edge. Við gerum ráð fyrir því þeir hafa ekki sagt okkur það enn­þá.

Geir: Er það á Ices­a­ve?

Dav­íð: Það eru farnar 380 millj­ónir út af Ices­ave punda og það eru bara 80 millj­arð­ar.

Geir: Þeir ráða aldrei við það, sko.

„...er það besta leiðin ef við getum afskrifað allar skuldir þjóð­ar­innar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­ópu“

Dav­íð: Nei, þeir ráða aldrei við neitt af því, sko, en þetta er það besta leiðin ef við getum afskrifað allar skuldir þjóð­ar­innar þó að það muni valda vand­ræðum í Evr­ópu þá en þeir bara hjálp­uðu okkur ekki neitt þannig að það er ha...

Geir: Já, já.

Dav­íð: Þannig að þetta er nú...

Geir: Heyrðu, ég var að spá í að halda hérna fund klukkan eitt og ætl­aði að biðja þig að koma þangað annað hvort einan eða með þeim sem þú vilt hafa með með öllum for­mönnum stjórn­mála­flokk­anna.

Dav­íð: OK.

Geir: Og Fjár­mála­eft­ir­lit­inu?

Dav­íð: Já.

Geir: Til að fara yfir þetta og...

Dav­íð: En það, getur þú ekki haft það Jónas ekki Jón Sig­urðs­son það er óeðli­legt að...

Geir: Jónas, hann var hjá okkur í morg­un.

Dav­íð: Og hvað ertu að hugsa um að?

Geir: Ég myndi vilja að það yrði farið í fyrsta lagi yfir frum­varpið án þess kannski að afhenda þeim það en...

Dav­íð: En hvað mega menn vera ein­lægir?

Geir: Ég er búinn að vera mjög ein­lægur við þá.

Dav­íð: Já.

Geir: Ég er eig­in­lega búinn að segja þeim þetta allt.

Dav­íð: OK.

Geir: Ég segi bara að við erum bara hérna að tala hérna saman í fyllstu ein­lægni um alvar­leg­ustu vanda­mál sem upp hafa komið í þjóð­fé­lag­inu og ég treysti ykkur til að fara ekki með það.

Dav­íð: Já, já.

Geir: Og það hafa þeir virt held ég enn­þá.

Dav­íð: Ja, þeir hafa sagt ein­hverjum af örugg­lega en það er bara, þú getur aldrei haldið lok­inu.

Geir: Nei.

Dav­íð: Fast­ara en þetta á.

Geir: Nei, en...

Dav­íð: Klukkan eitt eða hvað?

Geir: Bara hérna hjá mér í rík­is­stjórn­ar­her­berg­inu.

Dav­íð: Hérna niðri í stjórn­ar­ráði?

Geir: Já.

Dav­íð: OK.

Geir: Spurs­málið er svo hérna...

Dav­íð: Ég kem bara einn held ég, það er betra að vera þarna fámennt en fjöl­mennt.

Geir: Já og þá myndum við fara almennt yfir heild­ar­mynd­ina.

Dav­íð: Já.

Geir: Og af hverju þessi lög eru nauð­syn­leg.

Dav­íð: Já, já.

Geir: Og svo er ég að plana það þannig að lögin verði orðin að lögum um sjöleyt­ið, mælt fyrir þeim klukkan fjög­ur, þing­flokks­fundir klukkan þrjú og það ætti að skapa okkur rými til þess að...

Dav­íð: Mælt fyrir þeim klukkan fjög­ur?

Geir: Já.

Dav­íð: OK.

Geir: Já, er það ekki rétti tím­inn?

Dav­íð: Jú, jú, jú, jú, jú, jú.

Geir: Ég er búinn að und­ir­búa það að þetta geti fengið hraða afgreiðslu og þeir ...

Dav­íð: Já, já.

Geir: Hafa haft góð orð um það.

Dav­íð: Fínt er.

Geir: OK bless, bless.

Dav­íð: Bless.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
1

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
3

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
WOWlandið
4

Birgitta Jónsdóttir

WOWlandið

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
5

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
6

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn
7

Ævintýri sölumanns Íslands sem vildi sigra heiminn

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest deilt

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma
1

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
2

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
3

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur
4

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson
5

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár
6

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Mest lesið í vikunni

Réttur reiðra karla
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Réttur reiðra karla

·
Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið
2

Borgaði aldrei bæturnar eftir banaslysið

·
Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins
3

Jónas Garðarsson er hæst launaði verkalýðsleiðtogi landsins

·
Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“
4

Þvingaðar af sýslumanni til að umgangast föðurinn sem misnotaði þær: „Ég vil ekki fara til pabba“

·
„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“
5

Anna Bentína Hermansen

„Tók langan tíma að skilja að ég hefði ekki getað komið í veg fyrir sjálfsvíg hans“

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni
6

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·

Nýtt á Stundinni

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsmorð á einum degi

Lögreglan kannast ekki við fjögur sjálfsmorð á einum degi

·
Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

Leiðtogar Póllands og nýnasistar marséruðu saman um götur Varsjár

·
Andlitið undir hinum tveimur

Símon Vestarr

Andlitið undir hinum tveimur

·
Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

Jón Steinar vill að Katrín reki Má úr Seðlabankanum

·
Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

Hvernig Glitnisgögnin opinbera bisnessmanninn Bjarna Benediktsson

·
Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

Atli Már Ástvaldsson

Afþakka að vera notaður sem skotfæri í stríði gegn femínisma

·
Trölli er víða

Freyr Rögnvaldsson

Trölli er víða

·
Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

Guðmundur Gunnarsson

Minni stöðugleiki fyrir fjölskyldur hér en í nágrannalöndum

·
Algjör lúxus að vera vegan í dag

Algjör lúxus að vera vegan í dag

·
Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

Dauðinn er bara hinn endinn á fæðingunni

·
Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Stefán Snævarr

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

·
Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

Bergljót Davíðsdóttir

Sprautufíkill eða sykursjúkur unglingur

·