Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Braut siða­reglur til að tryggja gjald­eyris­samning við Kína

Svein Har­ald Øygard, fyrr­um seðla­banka­stjóri Ís­lands, seg­ir Svía hafa lagst gegn lán­veit­ing­um til Ís­lands í kjöl­far hruns. Hann hafi bank­að upp á hjá kín­verska seðla­banka­stjór­an­um til að fá gjald­eyr­is­skipta­samn­ing, að því sem kem­ur fram í nýrri bók hans.

Braut siða­reglur til að tryggja gjald­eyris­samning við Kína
Svein Harald Øygard Seðlabankastjórinn fyrrverandi ferðaðist með Steingrími J. Sigfússyni til að reyna að tryggja lán frá vinaþjóðum sumarið 2009. Mynd: Paal Krokan-Mathisen

Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands, braut siðareglur Alþjóðlega greiðslubankans til að gera samning við Kína um gjaldeyrisskipti árið 2009. Svíar reyndust hins vegar erfiðir í viðræðum um lánsfé á meðan Pólverjar og Færeyingar veittu skilyrðislausa hjálp í kjölfar hruns.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Øygard sem ber titilinn „Í víglínu íslenskra fjármála“ og inniheldur fjölda frásagna af samskiptum hans við stjórnmálamenn og aðila í fjármálaheiminum um orsakir og afleiðingar bankahrunsins 2008. Øygard er norskur hagfræðingur sem gegndi embætti seðlabankastjóra á Íslandi frá febrúar til ágúst 2009. Hann var kallaður til af minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í ársbyrjun 2009 til að fylla skarð Davíðs Oddssonar eftir að honum var ýtt úr Seðlabanka Íslands með lagabreytingu.

Í bókinni lýsir Øygard samskiptum sínum við erlenda seðlabankastjóra í Alþjóðlega greiðslubankanum (BIS) í Basel í Sviss. „Inni í byggingunni eru allir seðlabankastjórarnir með sína skrifstofu,“ skrifar hann. „Meira að segja ég á tímabili. Ég mætti á fund BIS í fyrsta skipti og það gladdi mig að sjá nafnið mitt á hurðinni á nýju, svissnesku skrifstofunni minni. Allt var til reiðu, eins og Svisslendinga var von og vísa.“

Kínverski sendiherrann í Reykjavík hafði rætt við stjórnvöld um stuðning frá Kínverjum vorið 2009. „Á næsta fundi BIS hlustaði ég á viðræður sem leiddu ekki til neins og ákvað að knýja dyra hjá seðlabankastjóra Alþýðulýðveldisins Kína,“ skrifar Øygard. „Alveg gráupplagt. Hann var með skrifstofu við hliðina á minni. Og við vorum starfsbræður. „Þetta var gróft brot á siðareglum,“ sagði einn ráðgjafa minna síðar. „Við vorum í sjokki, en hlógum líka mikið.““

Hann segir kínverska seðlabankastjórann hafa verið afar vinsamlegan og fróðan um kreppuna á Íslandi. „Við hófum viðræður sem leiddu síðar til gjaldmiðilsskiptasamnings milli Seðlabankans og Kína. Hann var að upphæð 66 milljarðar íslenskra króna, 3,5 milljarðar kínverskra júana eða 512,5 milljónir bandaríkjadollara. Ekki sem verst.“

Ísland varð þannig fyrsta vestræna þjóðin sem gerði samning við Kína um gjaldmiðilsskipti. „Ég sagði að það væri bara eðlilegt að kínverski gjaldmiðillinn yrði brátt einn sá helsti á heimsvísu. Það gladdi kínverska seðlabankastjórann. Þeir sem næstir gerðu gjaldmiðilsskiptasamning við Kínverja voru Bretar, þremur árum síðar. Ísland varð síðar fyrsta ríki Evrópu til að gera fríverslunarsamning við Kína.“

„Það er ekki oft sem hægt er að gera að gamni sínu í hópi seðlabankastjóra“

Að umræðunum loknum fóru þeir saman í mat. „Þar slógust í hópinn rússneski seðlabankastjórinn og seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Meðlimur norrænu sendinefndarinnar kom að máli við mig og spurði hvernig það væri að funda með svo háttsettum einstaklingum. Ég svaraði því til að þetta hefði verið „fundur G4“: Kína, Rússland, Bandaríkin og Ísland. Við seðlabankastjórar G4 skelltum upp úr. Það er ekki oft sem hægt er að gera að gamni sínu í hópi seðlabankastjóra.“

Svíar reyndust óbilgjarnir

Øygard og Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, höfðu áður leitað fjármagns, erlends gjaldeyris til að styrkja krónuna. Fyrsta viðkoman var í Færeyjum og var lánssamningur undirritaður 23. mars 2009. „Allt lánið átti að greiðast út til okkar í heilu lagi strax. Engin skilyrði voru sett og hvergi var minnst á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Norðurlönd eða Icesave. Þá settu Færeyingar lága vexti á lánið, ekki nema 0,15 prósent. Lánið var heilar 300 milljónir danskra króna. Meira en 1200 dollarar frá hverjum Færeyingi.“

„Meira en 1200 dollarar frá hverjum Færeyingi“

Í framhaldinu voru svo undirritaðir samningar við Danmörku, Noreg, Finnland og Svíþjóð um lán upp á alls 1775 milljónir evra, en Norðurlöndin létu skilyrða lánveitinguna við endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). „Í fyrstu höfðu Svíar lagst gegn láninu en síðan skipt um skoðun og krafist þess að leggja fram hæsta skerfinn,“ skrifar Øygard. „Það var táknrænt fyrir þá stöðu sem þeir telja sig hafa sem leiðandi Norðurlandaþjóð.“

Á sama tíma var mikill þrýstingur frá Bretum og Hollendingum um lausn Icesave deilunnar. „Þetta var allt hringstreymi,“ skrifar Øygard. „Norrænu lánin voru háð AGS, sem var háð norrænu lánunum. Hvor aðilinn um sig gat, með réttu eður ei, kennt mótaðilanum um. Hjá AGS var atkvæðavægi Breta og Hollendinga þyngra en vægi allra atkvæða frá Afríku. Bretar og Hollendingar skárust í leikinn og kröfðust endurgreiðslu á fé sem þeir höfðu greitt innstæðueigendum í viðkomandi löndum. Önnur ríki ESB studdu þessa kröfu þeirra. Svíþjóð var í forsæti ESB á fyrra misseri ársins 2009 og hampaði áliti ESB. Svíar voru líka talsmenn Norðurlandabúa innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hefðu að öllu jöfnu verið stuðningsmenn íslensku áætlunarinnar. Því var ekki að heilsa í þetta sinn.“

Stuðningur frá stórum og litlum

Pólverjar buðu einnig lán upp á andvirði 200 milljóna bandaríkjadollara, en þeir settu enga kröfu um lausn Icesave deilunnar. „Ekki gefast upp fyrir Bretum,“ hefur Øygard eftir ónafngreindum Pólverjum hjá BIS.

Þannig kom stuðningur frá Færeyjum, Kína og löndum allt þar á milli í mannfjölda. „Land með 48 þúsund íbúa lagði sitt af mörkum og líka annað land þar sem íbúar voru 1,350 milljarður. Sumir vinanna sýndu stuðning en aðrir ekki.“

Øygard mun tala á opnum fundi Norræna félagsins í Reykjavík á morgun sem ber yfirskriftina „Hrunið, endurreisnin og Norðurlöndin - vinir í raun, eða hvað?“ Á fundinum munu Øygard og Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis og fyrrum fjármálaráðherra, segja frá upplifun sinni af hrunsárunum og endurreisninni og fjalla um hvort og þá hvernig norrænt samstarf hafi þar skipt máli.

Fundurinn fer fram í húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, við Óðinstorg og hefst kl. 17:00.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hrunið

Orð Geithner á skjön við hrunskýrslu Hannesar
FréttirHrunið

Orð Geit­hner á skjön við hrun­skýrslu Hann­es­ar

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ir ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands aldrei hafa ver­ið rædda þeg­ar hug­mynd­um um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008 var hafn­að. Í skýrslu Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar sagði hann ástæð­una vera að Ís­land hefði ekki leng­ur ver­ið hern­að­ar­lega mik­il­vægt í aug­um Banda­ríkj­anna.
Timothy Geithner um hrunið á Íslandi: „Skakkt númer, hringdu í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“
FréttirHrunið

Timot­hy Geit­hner um hrun­ið á Ís­landi: „Skakkt núm­er, hringdu í Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn“

Timot­hy Geit­hner, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, seg­ist ekki minn­ast um­ræðu um ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands vegna um­sókn­ar um gjald­eyr­is­skipta­samn­ing í hrun­inu 2008. Ís­land var ekki kerf­is­lega mik­il­vægt sam­kvæmt við­töl­um í bók Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
1
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
2
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
5
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
Hljómsveitarstjórar rabba saman: Daníel Bjarnason og Jakub Hruša
10
Viðtal

Hljóm­sveit­ar­stjór­ar rabba sam­an: Daní­el Bjarna­son og Jakub Hruša

Til er bók þar sem fræg­ir rit­höf­und­ar tala við aðra fræga rit­höf­unda um líf­ið og til­ver­una. Í til­efni komu sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Bam­berg, sem er ein sú fremsta í Evr­ópu, lá beint við að fá tón­skáld­ið og hljóm­sveit­ar­stjór­ann Daní­el Bjarna­son til að ræða við Jakub Hruša, hinn þekkta hljóm­sveit­ar­stjóra henn­ar. Hér er sam­tal tveggja eld­klárra hljóm­sveit­ar­stjóra – um það sem hljóm­sveit­ar­stjór­ar ræða í góðu tómi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu