Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfiðast að halda þessu leyndu
5

Erfiðast að halda þessu leyndu

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“
6

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar
7

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Símon Vestarr

VG – in memoriam

„Mikið var ég barnalegur,“ skrifar Símon Vestarr í kveðjubréfi til fyrstu pólitísku ástar sinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Símon Vestarr

„Mikið var ég barnalegur,“ skrifar Símon Vestarr í kveðjubréfi til fyrstu pólitísku ástar sinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

VG – in memoriam
Formennirnir Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður, og Katrín Jakobsdóttir, núverandi formaður, hafa ákveðið að reyna að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Mynd: Pressphotos

Fyrsta ástin mín í íslenskum stjórnmálum var Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Ég var sautján ára þegar Samfylkingin var mynduð og talið um að gera eins konar R-lista á landsvísu sem gæti staðið uppi í hárinu á Sjálfstæðisflokknum var spennandi. Við vorum öll aðeins yngri þá, ekki bara þessi fjölbrautarskælingur með Lord of the Rings í skólatöskunni og Rage Against the Machine í vasadiskóinu. Reykjanesbrautin var einföld og Ingibjörg Sólrún var enn þá hetja á vinstri vængnum. Ekki þurfti þó annað en heimsókn frá Ögmundi Jónassyni í stjórnmálafræðitíma til að ég ákveddi um haustið 1998 að gleyma Össuri, Ingibjörgu og Jóhönnu.

Það sem heillaði mig var ekki nafnið – óþjálla heiti á flokki hafði tæplega verið fundið upp – heldur innihaldið. Pakkningarnar voru grófar og stundum klúðurslegar. Við hliðina á Sjálfstæðisflokknum, sem bar áru hins ósigrandi andstæðings, virkaði nýi vinstriflokkurinn sjoppulegur og samantjaslaður. En Ögmundur talaði gegn markaðshyggjunni heilum áratugi fyrir hrun hennar og hinn gaurinn (sem ég lærði seinna að héti Steingrímur Sigfússon) hikaði aldrei við að hjóla í þær forsendur íhaldsins að það væri kyndilberi stöðugleikans. 

„Við erum á neyslufylleríi með kreditkort afkomenda okkar,“ voru skilaboð þessa hóps og hann vann sér inn hatur hægrimanna (sem er greiðasta leiðin inn að hjarta mínu). Klappstýrur kapítalismans kölluðu hann neikvæðan, svolítið eins og drukkinn maður við stýri skilur ekki hvaða tuð þetta er í kerlingunni; hann kunni nú alveg að keyra. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn seldi sál sína (hafi eitthvað verið eftir af henni) með því að kvitta upp á samþykki íslenskrar þjóðar við stríðsglæpinn sem kallaður var Íraks-stríðið unnu vinstriflokkarnir á í könnunum og svar íhaldsins var að vara fólk við þeim stórhættulega möguleika að vinstrafólk gæti náð völdum og stefnt „stöðugleikanum“ í hættu. 

D-listinn hlaut sína verstu kosningaútreið árið 2003 (met sem hann átti reyndar enn eftir að bæta sex árum síðar) en Framsóknarflokkurinn greip þá tækifærið og auglýsti sig sem félagshyggjusinnaðan flokk með markaðsvit. Vinstriflokkarnir voru enn þá utangarðs og Íslendingum leið of vel í góðærinu til að gefa gaum að viðvörunum hinna rauð-grænu um að þetta væri allt að fara til andskotans. Samfylkingin sá meira að segja enga ástæðu til að standa á prinsippum sínum og gekk í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum árið 2007; nokkuð sem allir kjósendur hennar höfðu fullvissað mig um að myndi aldrei gerast. Svo kom 2008.

Þegar við höfðum staðið á Austurvelli og gargað „Vanhæf ríkisstjórn!“ og kastað hlutum í Alþingishúsið (ég hnoðaði alveg ágætlega harða snjóbolta) varð okkur loksins að óskum okkar. Kosningar í maí 2009! Og auðvitað kom bara einn flokkur til greina. Jújú, Borgarahreyfingin var með góðar hugmyndir en talaði meira um vinnubrögð en stéttabaráttu, eins og hægt hefði verið að afstýra hruninu með aðeins gáfulegri kapítalisma. Eða átti ég að kjósa Samfylkinguna þegar Ingibjörg Sólrún var farin að hljóma eins og Margaret Thatcher? Fræg orðsending hennar á borgarafundi: „Þið eruð ekki þjóðin!“ hljómaði ískyggilega eins og “There‘s no such thing as society!“ og Steingrímur rak þessi ummæli ofan í hana í sjónvarpinu áður en byltingaröflin rufu útsendinguna á gamlársdag 2008. Nei, Vinstri hreyfingin – grænt framboð fékk mitt atkvæði. Svo fór hún í stjórn, varð að VG og ég kaus hana aldrei aftur.

Hvers vegna?

George Orwell segir í Nineteen-Eighty Four að Sovétríkin hafi sogið byltingarþróttinn úr alþjóðasamtökum kommúnista með því að niðursjóða heiti þeirra. Að The Communist International kalli fram í hugann rauða fána, maí-göngur og nallann á meðan Comintern sé eins og skrifstofa þar sem einn karl með bónaðan skalla rissar tölur á blað. Vinstri hreyfingin – grænt framboð varð ekki formlega að VG árið 2009 og hafði raunar lengi verið kölluð þetta til styttingar en það var fyrst á árunum 2009-2013 sem mér varð ljóst yfir hversu lítilli róttækni flokkurinn minn bjó. Þá skildi ég loksins hversu marklaust allt jafnaðartal er ef enginn vilji er til þess að hrófla við neinu í sjálfu stjórnkerfinu.

Auðvitað var flokkurinn sem ég kaus ljósárum skárri en D- og B-listarnir og bjargaði landinu frá enn verri afleiðingum af hruninu en hefðu annars dunið yfir. En Jóhönnustjórnin hefði getað gert svo miklu meira ef hún hefði haft kjarkinn í að taka slaginn við auðvaldið og láta stofnanavirðuleika sinn lönd og leið. Útkoman var sú að VG og Samfylkingin sópuðu nógu vel upp eftir íhaldið til að afstýra kreppu en fóru ekki í nógu róttækar breytingar á efnahagskerfinu til að vinna sér inn ást almennings. Orð trésmiðarins frá Galíleu koma upp í hugann:

Þegar óhreinn andi fer út af manni reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis en finnur ekki. Þá segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt þaðan sem ég fór. Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri og þeir fara inn og setjast þar að og verður svo hlutskipti þess manns verra eftir en áður. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð. (Matteus 12:43-45)

Ókindin sneri aftur til heimkynna sinna og lagði þau undir sig. Hlutskipti okkar var verra eftir en áður. Hvern kaus ég árið 2013? Flokk sem var til í að kalla þetta ráðherraræðiskerfi okkar það sem það er: tómt fokking drasl! Flokk sem vildi koma nýju stjórnarskránni okkar í gagnið. Flokk sem hefði ekki verið svona fljótur að stökkva í sæng með alþjóða gjaldeyrissjóðnum og reyna að fá okkur til að borga Icesave. Flokk með anarkískar tilhneigingar og hugsun utan kassans sem tók sjálfan sig ekkert rosalega alvarlega. Ekki skemmdi það fyrir að þessi flokkur innihélt manneskju sem hafði aðstoðað Wikileaks við að ljóstra upp stríðsglæpum Bandaríkjamanna í Afganistan. Þennan flokk hef ég kosið æ síðan, enda enginn róttækari kostur á boðstólum enn sem komið er. (Þess ber reyndar að geta að slíkur kostur er í bígerð um þessar mundir en hann er efni í annan pistil.) 

Mér hefur þó aldrei beinlínis verið illa við VG. Alls ekki. Þetta var flokkur sem gagnrýndi markaðshyggju á tíma þar sem hún virtist hafa unnið endanlegan sigur í áróðursstríðinu og hélt úti róttæka vinstra rýminu. Hann stóð ekki undir væntingum mínum en ég áfelldist hann ekki beint fyrir það. Hann var barn síns tíma og sumar af þessum hetjum mínum höfðu verið aðeins of lengi í pólitík til að hafa kjarkinn í raunverulegar grundvallarbreytingar. Hjarta þeirra var þó vinstra megin. Þess vegna trúði ég kjósendum VG þegar þeir sögðu að Katrín Jakobsdóttir myndi aldrei mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Aldrei segja aldrei.

„Allt þetta tal um gegnsæi og VG býður þöggunarflokki upp í dans.“

Mikið var ég barnalegur. Allt þetta tal um jafnrétti og VG gengur í stjórnarmyndunarviðræður við flokk með karlmenn í þremur fjórðu af þingsætum sínum. Allt þetta tal gegn spillingu og VG býður flokki með Panamaprinsinn í brúnni upp á stjórnarsamstarf. Allt þetta tal um gegnsæi og VG býður þöggunarflokki upp í dans. Og kjósendur VG segjast sumir enn „treysta“ Kötu og þingflokknum hennar. Treysta þeim til hvers? Að standa á prinsippum sínum? Sú lest er farin af stöðinni. Þó svo að ekkert verði af þessari stjórn er VG búin að selja sál sína. Það er ekki öfgakennd afstaða að neita að vinna með raðlygurum sem bera enga virðingu fyrir almannahag, þolendum kynferðisofbeldis eða fjölmiðlafrelsi. Það heitir að starfa af heilindum. Og flokkur sem starfar ekki af heilindum er ekki þess verður að kalla sig vinstri-eitt eða vinstri-neitt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfiðast að halda þessu leyndu
5

Erfiðast að halda þessu leyndu

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“
6

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Mest lesið í vikunni

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
1

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
5

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
1

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
5

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða  frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“