Fréttir

Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu

Tvö af fjörutíu arðbærustu fyrirtækjum landsins eru einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sem fjármögnuð eru með skattfé að mestu.

Opnar á einkavæðingu Orð Óttars Proppé heilbrigðisráðherra um fyrirbyggjandi krabbameinsaðgerðir sem Klíníkin getur gert með kostun Sjúkratrygginga Íslands benda til að hann sé hlynntur frekari einkarekstrarvæðingu á aðgerðum sem hingað til hafa aðeins verið gerðar á Landspítalanum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Tvö einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, sem fjármögnuð er að langmestu leyti með skattfé, eru meðal fjörutíu arðbærustu fyrirtækja landsins. Þetta eru bæklunarskurðaðgerðafyrirtækið Stoðkerfi ehf. á Suðurlandsbraut og heimilislækna- og heilsugæslufyrirtækið Læknavaktin ehf. í Kópavogi. Þetta kemur fram í yfirliti frá Lánstrausti, CreditInfo, um 100 arðbærustu fyrirtæki landsins út frá arðbærni eigin fjár þeirra. Stoðkerfi ehf. er í 35. sæti á listanum en Læknavaktin ehf. í því 39. Bæði fyrirtækin eru með meira en 60 prósent arðsemi eigin fjár. 

Nær allur hagnaður greiddur út

Stoðkerfi ehf. er langstærsta einkarekna bæklunarskurðfyrirtæki landsins en hjá því starfa 20 læknar sem jafnframt eru hluthafar þess. Fyrirtækið hefur gengið mjög vel um langt árabil og skilaði 348 milljóna hagnaði á árunum 2008 til 2015 og greiddi út 327 milljóna arð til hluthafa sinna. Fyrirtækið hefur verið starfandi í 20 ár. 

Stoðkerfi ehf. sérhæfir sig í bæklunarskurðaðgerðum sem krefjast ekki innlagnar á sjúkrahús eða legudeild, meðal ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.190 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Fréttir

Sveinn segir söguna alla: „Okkur fannst þessi tengsl mjög skrítin“

Fréttir

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fréttir

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Fréttir

Júlíus Vífill veitti lögmanni meðmæli

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Hjalti fundaði með Bjarna og Brynjari eftir að hann var kærður

Fréttir

Dæmdur fyrir hrottalega nauðgun gegn þroskahamlaðri konu – fékk uppreist æru í fyrra

Fréttir

Geir Jón skrifaði meðmæli fyrir nauðgara sem hann rannsakaði

Pistill

Þessi ótrúlegi óheiðarleiki

Pistill

Karlmaður í kventíma

Fréttir

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu