Rúmlega 600 milljóna arðgreiðslur af tæknifrjóvgunum á Íslandi frá 2012
Einokun eins fyrirtækis, Livio, á tæknifrjóvgunum á Íslandi skilar hluthöfunum miklum hagnaði og arði. Framkvæmdastjórinn, Snorri Einarsson, segir hluthafana hafa fjárfest mikið í auknum gæðum á liðnum árum. Stærsti hluthafinn er sænskt tæknifrjóvgunarfyrirtæki sem rekur tíu sambærileg fyrirtæki á Norðurlöndunum.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Vilja „róttækar breytingar“ á heilbrigðiskerfinu: Aukna samkeppni, einkarekstur og einstaklingsábyrgð
Samtök atvinnulífsins vilja að samkeppni um veitingu heilbrigðisþjónustu ríki sem víðast. Nýta verði fjölbreytt rekstrarform og „útsjónarsemi einstaklinga“.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Nýr forstjóri Sjúkratrygginga: Er réttlætanlegt að skattfé renni til eigenda heilbrigðisfyrirtækja í formi arðgreiðslna?
„Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar og gæðin,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í viðtali í Læknablaðinu.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Guðbjörg í Ísfélaginu orðin einn stærsti hluthafi og lánveitandi einkarekins heilbrigðisfyrirtækis
Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Eyjum, er orðin eigandi tæplega þriðjungs hlutafjár í einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Evu Consortium. Félag Guðbjargar er auk þess einn stærsti lánveitandi Evu og veitti því 100 milljóna króna lán í fyrra.
Fréttir
Sérgreinalæknar fá „betur greitt og einfaldari sjúklinga“ á stofum en á Landspítala
Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir að fjölga þurfi sérgreinalæknum á göngudeildum. Rammasamningur við Sjúkratryggingar sem rennur út um áramótin komi í veg fyrir þá þróun. Ráðherra vill framlengja um ár þar til fundin verður lausn.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Einkarekin heilsumiðstöð rekin með 128 milljóna tapi
„Reksturinn af heilsumeðferðum og leiga vegna Klíníkurinnar hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaðan er verulega lakari en til stóð,“ segir í skýrslu stjórnar.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Sigmundur Davíð: „Marxísk endurskipulagning“ á heilbrigðiskerfinu
Formaður Miðflokksins grípur til varnar fyrir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu í grein í Fréttablaðinu í dag.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Nýtt greiðsluþátttökukerfi bitnar á öldruðum og öryrkjum
Fyrir ári síðan var innleitt nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga. Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að útgjöld eldri borgara og öryrkja hafa hækkað með nýju kerfi. Þá hefur heilbrigðisráðherra hækkað kostnaðarþak sjúklinga þrátt fyrir loforð um annað.
Fréttir
Varasamt að feta í fótspor Svía
Kostnaður á hvert stöðugildi læknis var hæstur hjá einkarekinni heilsugæslustöð hérlendis árið 2012. Prófessor, aðjúnkt og tveir læknar hafa efasemdir um að einkarekstur heilsugæslu bæti meðferð opinbers fjár eða auki gæði þjónustunnar.
Úttekt
Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum
Sjúkrahúsin hafa verið fjársvelt meðan einkaaðilar græða á heilbrigðisþjónustu.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Heilbrigðisráðherra VG útilokar ekki lengur einkavæðingu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur á pólitískum ferli sínum barist einarðlega gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á hugmyndafræðilegum forsendum. Nú útilokar hún ekki einkarekstur til að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi og „koma því í ásættanlegt horf“.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast
Arðgreiðslubann var sett á einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í ráðherratíð Kristjáns Þór Júlíussonar. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að fyrst muni reyna á arðgreiðslubannið í ársreikningum einkarekinna heilsugæslustöðva fyrir 2017. Læknavaktin er undanskilin arðgreiðslubanninu þó að þjónustan sem veitt þar sem heimilislækna- og heilsugæsluþjónusta öðrum þræði.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.