Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Fréttamál
Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast

Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast

Arðgreiðslubann var sett á einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í ráðherratíð Kristjáns Þór Júlíussonar. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að fyrst muni reyna á arðgreiðslubannið í ársreikningum einkarekinna heilsugæslustöðva fyrir 2017. Læknavaktin er undanskilin arðgreiðslubanninu þó að þjónustan sem veitt þar sem heimilislækna- og heilsugæsluþjónusta öðrum þræði.

Bandarískt heilbrigðiskerfi: Glamúr eða Grýla?

Bandarískt heilbrigðiskerfi: Glamúr eða Grýla?

Bandarískt heilbrigðiskerfi er þekkt á Íslandi af mismiklum glamúrþáttum í sjónvarpi, svo sem House, ER og Grey’s Anatomy, og hins vegar af deilum um einkarekstur í heilbrigðiskerfi yfirleitt. Í slíkum umræðum er bandarískt heilbrigði gjarnan notað sem Grýla sem vísi fátæku fólki út á guð og gaddinn. Aðrir telja það þvert á móti til eftirbreytni. Jón Atli Árnason læknir hefur haft mikil kynni af heilbrigðiskerfinu vestanhafs. Hann er nú prófessor við háskólasjúkrahús í Madison í Wisconsin.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samband ríkisins við Klíníkina og efast um að fyrirkomulagið samræmist lögum

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samband ríkisins við Klíníkina og efast um að fyrirkomulagið samræmist lögum

Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er því velt upp hvort „þrýstingur frá hagsmunaaðilum“ frekar en fagþekking hafi áhrif á hvaða þjónusta lendir á gjaldskrá Sjúkratrygginga.

Peningana eða lífið?: Hryllingurinn í bandaríska heilbrigðiskerfinu

Peningana eða lífið?: Hryllingurinn í bandaríska heilbrigðiskerfinu

Bandaríski læknirinn og blaðamaðurinn Elisabet Rosenthal dregur upp dökka og ómanneskjulega mynd af heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum í nýrri bók. Hún lýsir því kerfisbundið hvernig öll svið heilbrigðiskerfisins þar í landi hafa orðið markaðsvædd með skelfilegum afleiðingum fyrir venjulegt fólk sem lendir í því að verða veikt.

Einkarekið hjúkrunarheimili fjármagnað af ríkinu lánar hálfan milljarð í fasteignaviðskipti

Einkarekið hjúkrunarheimili fjármagnað af ríkinu lánar hálfan milljarð í fasteignaviðskipti

Lán upp á ríflega hálfan milljarð króna hafa verið veitt út úr rekstrarfélagi Sóltúns á liðnum árum. Peningarnir notaðir til að reisa íbúðir fyrir 60 ára og eldri sem seldar eru á markaði. Framkvæmdastjóri Sóltúns telur lánveitingarnar ekki vera á gráu svæði. Stærsti eigandi Sóltúns hagnaðist um rúmlega 700 milljónir króna í fyrra og greiddi út 230 milljóna króna arð.

Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu

Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu

Tvö af fjörutíu arðbærustu fyrirtækjum landsins eru einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sem fjármögnuð eru með skattfé að mestu.

Lífeyrissjóðirnir seldu hlut sinn í Klíníkinni

Lífeyrissjóðirnir seldu hlut sinn í Klíníkinni

Lífeyrissjóðirnir högnuðust á fjárfestingunni í fyrirtæki, Evu Consortium, sem sérhæfir sig í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Viðskipti með fasteignina í Ármúla 9 bjuggu til 150 milljóna arð fyrir sjóðina.

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu færði tveimur mönnum um 600 milljónir

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu færði tveimur mönnum um 600 milljónir

Læknarnir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson seldu tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica á 200 milljónir króna. Fyrir utan söluverðið hafa þeir fengið 400 milljónir króna í arð og því grætt um 600 milljónir í einokunarstöðu á tæknifrjóvgunum á Íslandi.

Kári um brjóstaskurðaðgerðirnar: „Það er verið að galopna á einkavæðingu íslensks heilbrigðiskerfis“

Kári um brjóstaskurðaðgerðirnar: „Það er verið að galopna á einkavæðingu íslensks heilbrigðiskerfis“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafnaði samvinnu við Klíníkina vegna kvenna með BRAC-stökkbreytinguna árið 2014. Kára hugnaðist ekki að einkafyrirtæki myndi ætla að framkvæma fyrirbyrggjandi skurðaðgerðir á konum sem eru arfberar fyrir stökkbreytinguna sem valdið getur krabbameini. Nú hefur Klíníkin hins vegar fengið leyfi til að gera fyrirbyggjandi aðgerðir á konum með BRAC-stökkbreytinguna.

Einkarekin heilsugæsla tekur starfsfólk frá þeirri opinberu

Einkarekin heilsugæsla tekur starfsfólk frá þeirri opinberu

Loforð um að frekari einkavæðing í heilsugæslunni myndi skila íslenskum læknum heim hafa ekki staðist. Tvær nýjar einkareknar stöðvar taka til starfa á höfuðborgarsvæðinu í sumar og eru þær að mestu mannaðar fyrrverandi starfsfólki opinberra heilsugæslustöðva. Þá ákvað ríkisstjórnin að leiða ekki í lög arðgreiðslubann af rekstri heilsugæslustöðva en gera það að samningsskilmálum sem endurskoðaðir verða eftir rúm fjögur ár.

Stjórnarliðar vilja að bætt aðstaða á Landspítala greiði götu „fjölbreyttra rekstrarforma“ í heilbrigðisþjónustu

Stjórnarliðar vilja að bætt aðstaða á Landspítala greiði götu „fjölbreyttra rekstrarforma“ í heilbrigðisþjónustu

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur einkarekstri í heilbrigðiskerfinu samkvæmt nýrri könnun. Stefnt er að áframhaldandi vexti einkarekinnar heilbrigðisþjónustu samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og meirihluti fjárlaganefndar vill að bætt aðstaða á Landspítala hjálpi til við að „nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu til að ná markmiðum um bætta þjónustu og aukna afkastagetu“.

Óttarr vill aukna aðkomu einkaaðila á sviði lyfjamála – Lyfjafræðingar segja erlend lyfjafyrirtæki beita þrýstingi

Óttarr vill aukna aðkomu einkaaðila á sviði lyfjamála – Lyfjafræðingar segja erlend lyfjafyrirtæki beita þrýstingi

„Sú umræða er runnin undan rifjum erlendra lyfjaframleiðenda sem beita íslenskum umboðsmönnum sínum í þeirri baráttu. LFÍ sér enga ástæðu til að ganga erinda þeirra,“ segir í umsögn Lyfjafræðingafélags Íslands um lyfjastefnu heilbrigðisráðherra.