Einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Fréttamál
Nýtt greiðsluþátttökukerfi bitnar á öldruðum og öryrkjum

Nýtt greiðsluþátttökukerfi bitnar á öldruðum og öryrkjum

·

Fyrir ári síðan var innleitt nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga. Í skýrslu Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að útgjöld eldri borgara og öryrkja hafa hækkað með nýju kerfi. Þá hefur heilbrigðisráðherra hækkað kostnaðarþak sjúklinga þrátt fyrir loforð um annað.

Varasamt að feta í fótspor Svía

Varasamt að feta í fótspor Svía

·

Kostnaður á hvert stöðugildi læknis var hæstur hjá einkarekinni heilsugæslustöð hérlendis árið 2012. Prófessor, aðjúnkt og tveir læknar hafa efasemdir um að einkarekstur heilsugæslu bæti meðferð opinbers fjár eða auki gæði þjónustunnar.

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum

Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu: 20 ára saga í máli og myndum

·

Sjúkrahúsin hafa verið fjársvelt meðan einkaaðilar græða á heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðisráðherra VG útilokar ekki lengur einkavæðingu

Heilbrigðisráðherra VG útilokar ekki lengur einkavæðingu

·

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur á pólitískum ferli sínum barist einarðlega gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á hugmyndafræðilegum forsendum. Nú útilokar hún ekki einkarekstur til að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi og „koma því í ásættanlegt horf“.

Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast

Eftirlit ríkisins með arðgreiðslum einkarekinna heilsugæslustöðva er að hefjast

·

Arðgreiðslubann var sett á einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu í ráðherratíð Kristjáns Þór Júlíussonar. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að fyrst muni reyna á arðgreiðslubannið í ársreikningum einkarekinna heilsugæslustöðva fyrir 2017. Læknavaktin er undanskilin arðgreiðslubanninu þó að þjónustan sem veitt þar sem heimilislækna- og heilsugæsluþjónusta öðrum þræði.

Bandarískt heilbrigðiskerfi: Glamúr eða Grýla?

Jón Atli Árnason

Bandarískt heilbrigðiskerfi: Glamúr eða Grýla?

·

Bandarískt heilbrigðiskerfi er þekkt á Íslandi af mismiklum glamúrþáttum í sjónvarpi, svo sem House, ER og Grey’s Anatomy, og hins vegar af deilum um einkarekstur í heilbrigðiskerfi yfirleitt. Í slíkum umræðum er bandarískt heilbrigði gjarnan notað sem Grýla sem vísi fátæku fólki út á guð og gaddinn. Aðrir telja það þvert á móti til eftirbreytni. Jón Atli Árnason læknir hefur haft mikil kynni af heilbrigðiskerfinu vestanhafs. Hann er nú prófessor við háskólasjúkrahús í Madison í Wisconsin.

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samband ríkisins við Klíníkina og efast um að fyrirkomulagið samræmist lögum

Ríkisendurskoðun gagnrýnir samband ríkisins við Klíníkina og efast um að fyrirkomulagið samræmist lögum

·

Í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er því velt upp hvort „þrýstingur frá hagsmunaaðilum“ frekar en fagþekking hafi áhrif á hvaða þjónusta lendir á gjaldskrá Sjúkratrygginga.

Peningana eða lífið?: Hryllingurinn í bandaríska heilbrigðiskerfinu

Peningana eða lífið?: Hryllingurinn í bandaríska heilbrigðiskerfinu

·

Bandaríski læknirinn og blaðamaðurinn Elisabet Rosenthal dregur upp dökka og ómanneskjulega mynd af heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum í nýrri bók. Hún lýsir því kerfisbundið hvernig öll svið heilbrigðiskerfisins þar í landi hafa orðið markaðsvædd með skelfilegum afleiðingum fyrir venjulegt fólk sem lendir í því að verða veikt.

Einkarekið hjúkrunarheimili fjármagnað af ríkinu lánar hálfan milljarð í fasteignaviðskipti

Einkarekið hjúkrunarheimili fjármagnað af ríkinu lánar hálfan milljarð í fasteignaviðskipti

·

Lán upp á ríflega hálfan milljarð króna hafa verið veitt út úr rekstrarfélagi Sóltúns á liðnum árum. Peningarnir notaðir til að reisa íbúðir fyrir 60 ára og eldri sem seldar eru á markaði. Framkvæmdastjóri Sóltúns telur lánveitingarnar ekki vera á gráu svæði. Stærsti eigandi Sóltúns hagnaðist um rúmlega 700 milljónir króna í fyrra og greiddi út 230 milljóna króna arð.

Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu

Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu

·

Tvö af fjörutíu arðbærustu fyrirtækjum landsins eru einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sem fjármögnuð eru með skattfé að mestu.

Lífeyrissjóðirnir seldu hlut sinn í Klíníkinni

Lífeyrissjóðirnir seldu hlut sinn í Klíníkinni

·

Lífeyrissjóðirnir högnuðust á fjárfestingunni í fyrirtæki, Evu Consortium, sem sérhæfir sig í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Viðskipti með fasteignina í Ármúla 9 bjuggu til 150 milljóna arð fyrir sjóðina.

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu færði tveimur mönnum um 600 milljónir

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu færði tveimur mönnum um 600 milljónir

·

Læknarnir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson seldu tæknifrjóvgunarfyrirtækið Art Medica á 200 milljónir króna. Fyrir utan söluverðið hafa þeir fengið 400 milljónir króna í arð og því grætt um 600 milljónir í einokunarstöðu á tæknifrjóvgunum á Íslandi.