Yfirdeild MDE átelur Sigríði Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fyrir þátt hennar í Landsréttarmálinu. Hæstiréttur og Alþingi, þá undir meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, fá einnig gagnrýni. Yfirdeildin segir gjörðir Sigríðar vekja réttmætar áhyggjur af pólitískri skipun dómara.
ÚttektHeilbrigðismál
Íslendingar í hópferðir til útlanda að sækja sér tannlækningar
Margfalt fleiri hérlendis sleppa því að fara til tannlæknis vegna kostnaðar en á hinum Norðurlöndunum. Pólskir og ungverskir tannlæknar hafa ráðið Íslendinga til starfa í markaðssetningu og við umboðsstörf. Fjórfalt fleiri lífeyrisþegar hafa farið til tannlæknis í útlöndum það sem af er ári en allt árið í fyrra.
FréttirHeilbrigðismál
Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun
Eitt af fyrstu embættisverkum Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra var að hækka kostnaðarþak heimilanna fyrir heilbrigðisþjónustu. Það gerði hún þrátt fyrir loforð Alþingis um lækkun þess og skýr skilaboð stjórnarsáttmálans þess efnis.
ÚttektACD-ríkisstjórnin
„Staða mála heyrnarlausra er bara til skammar og á ábyrgð stjórnvalda“
Fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flutt úr landi vegna skorts á úrræðum á Íslandi. Móðir fjórtán ára drengs, sem getur ekki tjáð sig í heilum setningum, hræðist hvað tekur við hjá honum að grunnskóla loknum. Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra segir að heyrnarlaus börn verði fyrir kerfisbundinni mismunun þar sem íslenska kerfið sé langt á eftir nágrannalöndum okkar.
Fréttir
Óttarr boðar afsögn: Þátttaka í ríkisstjórn Bjarna fór með traustið
Óttarr Proppé stígur niður sem formaður Bjartrar framtíðar. Hann segir grundvallarbreytingar vera í loftinu, sem ekki eru jákvæðar.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Benedikt útilokar ekki áframhaldandi samstarf Viðreisnar við Sjálfstæðisflokkinn
Benedikt Jóhannesson vék sér undan spurningum um framhald Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Óttarr Proppé vissi ekki að Benedikt Sveinsson hefði undirritað meðmæli fyrir Hjalta Hauksson og spurði ekki fyrir hvern meðmælin voru. Bjarni Benediktsson hafi ekki „boðið“ slíkar upplýsingar.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Leggur aftur fram frumvörp um rafrettur og stera
Óttarr Proppé beitir sér gegn misnotkun vefjaaukandi efna og vill heildstæðan ramma um sölu og neyslu rafrettna.
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki meðal þeirra arðsömustu
Tvö af fjörutíu arðbærustu fyrirtækjum landsins eru einkarekin heilbrigðisfyrirtæki sem fjármögnuð eru með skattfé að mestu.
Fréttir
„Ekki bara dropi í hafið heldur blaut tuska í andlitið á þessu fólki“
Aðeins 60 milljónum verður varið til verkefna geðheilbrigðisáætlunar þrátt fyrir að Óttarr Proppé hafi ítrekað talað um geðheilbrigði sem áherslumál sitt í ríkisstjórn. Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir fjárhæðina móðgun við geðsjúka og aðstandendur þeirra.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Hælisleitendur lenda „milli steins og sleggju“ án atvinnuréttinda og framfærslufjár
Ný reglugerð dómsmálaráðherra felur í sér að hælisleitendur, sem almennt hafa ekki atvinnuréttindi hérlendis, eru sviptir réttinum til framfærslufjár frá hinu opinbera. Rauði krossinn telur breytingarnar mjög íþyngjandi fyrir fólk sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Fréttir
Stjórnarskrármálið í biðstöðu
Þingmannanefnd um stjórnarskrárbreytingar hefur enn ekki verið sett á fót, en hátt í fimm ár eru frá því að tillögur stjórnlagaráðs voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem grunnur að nýrri stjórnarskrá.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Ríkisstjórnin fundaði ekkert í meira en 40 daga
41 dagur leið milli ríkisstjórnarfunda í sumar, en engin fordæmi eru fyrir svo löngu fundarhléi undanfarin átta ár, eða svo langt sem upplýsingar á vef stjórnarráðsins ná.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.