Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Kapítalisma fylgir rasismi, fátækt, atvinnuleysi, glæpir, og ofbeldi

Kapítalisma fylgir rasismi, fátækt, atvinnuleysi, glæpir, og ofbeldi

Eftirfarnadi er þýðing á skrifum leikstjórans Boots Riley sem hann setti fram á Twitter fyrir skömmu í tengslum við morðið á George Floyd. Rót vandands er efnahagskerfið sem býr til skilyrðin sem leiðta til þess ofbeldis sem lögreglan sýnir fólki. Hann sýnir fram á hvernig atvinnuleysið, sem kapítalisminn þarfnast og viðheldur, leiðir til fátæktar sem svo leiðir fólk á braut glæpa til þess að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum.


1/ Rasískt ofbeldi og morð framin af lögreglunni eru eðlislæg kapítalismanum. Þessir hlutir verða til á meðan kapítalisminn er til. Að vera meðvitaður um þetta er lykillinn að því að finna skjótvirkar leiðir svo við getum saman náð fram einhverskonar vísi að hefnd gegn óréttlætinu.  

 

2/ Þú getur ekki náð fram fullri atvinnu undir kapítalisma. Kapítalisminn verður að halda ákveðnum hluta fólks atvinnulausum til að vera til. Þegar atvinnuleysi dragast saman undir ákveðið stig sjáum við Wall Street Journal og Financial Times fyllast áhyggjum vegna þess að það þýðir að laun munu hækka og virði hlutabréfa lækka.

 

3/ Her atvinnulausra verður að vera til svo atvinnurekendur geti haldið launum niðri með því að hóta verkafólki að því verði skipt út. Því stærri sem herinn er — hin svokallaða samkeppni verkafólks — því lægri eru launin. Og tilgangurinn er að halda launum eins lágum og hægt er.

 

4/ Ef fullri atvinnu væri náð gæti verkafólk sagt: "Ég vill $75 á tímann eða ég er farinn" og atvinnurekandinn gæti ekki fengið neinn í staðinn. Hann yrði að koma til móts við verkamanninn án þess að mikillar verkalýðsbaráttu. Fyrirtæki verða að græða meira á hverju ári svo þetta fyrirkomulag getur ekki gengið.

 

5/ Já, kapítalisminn þarf her af atvinnulausu fólki til að viðhalda sér. Hvað kallar þú atvinnulaust verkafólk? Þú kallar það svangt. Fólk þarf að borða. Og þau eru ekki með vinnu því kapítalisminn þarf að halda þeim atvinnulausum og örvæntingarfullum.

 

6/ Þessi her af atvinnulausu verkafólki er ekki að fara að láta sig eða fjölskyldur sínar svelta eða skorta þak yfir höfuðið. Það mun taka upp ólögleg starfsemi. Jafnvel fólk með löglega vinnu sem borga ekki nóg neyðast til að gera það sama til að bæta sér upp tekjurnar. 

 

7/ Öll fyrirtæki, lögleg eða ólögleg, nota ofbeldi til að hafa stjórn á aðstæðum. Ef hótel við hlið skrifstofubyggingar Twitter myndi leggja golfvöll sem lægi í gegnum sömu skrifstofu myndi Jack Dorsey segja: "Nei, þetta er mín eign". Eignin myndi aðeins skipta máli því menn með byssur–lögreglumenn–myndu sjá til þess að svo væri.

 

8/ Á bannárunum, þegar áfengi var ólöglegt, kom glæpamaðurinn á eftir þér ef þú rændir áfengissölumanninn. Ef þú rænir hann í dag kemur lögreglan á eftir þér. Fyrir 20 árum þegar gras var ólöglegt kom vinur grassölumannsins á eftir þér ef þú rændir hann. Í dag kæmi lögreglan á eftir þér. Sami skíturinn.

 

9/ Ólögleg starfsemi hefur ekki lögregluna eða réttarkerfið til koma reglum yfir starfsemi sína eins og lögleg fyrirtæki. Þú ferð ekki fyrir dómstóla og segir: "Dómari, ég keypti kíló af kóki en þetta er augljóslega blandað með lyftidufti! Ég krefst réttlætis!"

 

10/ Þeir sem stunda ólögleg viðskipti eru tilneyddir að viðhalda starfsemi sinni sjálfir. Eins og við sjáum með lögregluna og löglegfyrirtæki þarf að beita valdi og ofbeldi til viðhalda starfseminni. Þú getur ekki rekið fyrirtæki án ofbeldis. 

 

11/ Þú getur ekki rekið fyrirtæki án ofbeldis, og þú getur ekki haft atvinnuleysi án ólöglegra fyrirtækja, og þú getur ekki haft kapítalisma án atvinnuleysis. Þar af leiðandi er ekki hægt að vera með kapítalisma án fátæktar, atvinnuleysis, svokallaðra "glæpa", og ofbeldis. 

 

12/ En, hvernig segir valdastéttin öllu verkafólki, sem í Bandaríkjunum er að stórum hluta hvítt, að fátækt þeirra og lág laun sé innbyggt í efnahagskerfið? Að auður Bezos-ana og Bloomerg-ana byggi á að þeirra eigin fátækt? Hún gerir það ekki.

 

13/ Valdastéttin kennir verkafólki — í gegnum fjölmiðla í hennar eigu — að lág laun, fátækt, og ofbeldið sem skapast vegna þeirra aðstæðna, sé vegna slæmra ákvarðana hinna fátæku. Að fátæktin sé eitthvað sem hægt sé að laga með því að "aflæra".

 

14/ Og hvernig kemst valdastéttin upp með að segja öllu verkafólki að lágu launin og fátæktin, sem eru innbyggð í kapítalismann, sé þeim sjálfum að kenna án þess að verkafólk ákveði að losa sig við valdastéttina? Hún gerir það ekki.

 

15/ Valdstéttin bendir á svart fólk og annað litað fólk og segir við hvíta verkafólkið: "Sjáið þessa villimenn. Þeir eru ofbeldisfullir og menning þeirra skortir það sem þeir þurfa til að dafna innan kerfisins, þeir eru latir, fjölskyldu uppbygging þeirra er veikari, o.s.frv.

 

16/ "Þetta er fátækt: svart fólk, og annað litað fólk, er fátækt   vegna eigin gjörða. Kapítalisminn virkar fínt og þú getur líka orðið ríku ef þú bara breytir rétt. Hérna, kveiktu bara á sjónvarpinu og ég skal sanna það fyrir þér."

 

17/ Þeir styrkja lygina: "Það eru fleiri glæpir í hverfum svartra en í hverfum þar sem hvítir búa". Aðeins ef þú blandar saman ríkari hverfum saman við hverfi þar sem hvítt verkafólk býr. Rannsóknir hafa sýnt að ef borin eru saman hverfi hvítra og svartra, þar sem tekjur eru svipaðar, er enginn munur á tíðni glæpa og ofbeldis.

 

18/ Og þannig fá þau hvítt verkafólk til að segja: "Ég er ekki eins og þau, ég er virðulegur samfélagsþegn. Ef ég lendi í fjárhagsvandræðum er það bara vegna smávægilegra breytingar sem ég þarf að gera. Ekki vegna efnahagskerfisins. Ég er allvegana ekki eins og þau."

 

19/ Það er svona sem þú færð hvítt fólk sem þénar rúmlega lágmarkslaun að kalla sig "millistéttarfólk" og stilla sér upp með hagsmunum yfirstéttarinnar. Þetta eru ekki bara stuðningsmenn Trumps. Fylgistu með Elon Musk á Twitter sérð fullt af fólki að smjaðra fyrir honum sem á mjög lítið af peningum. 

 

20/ Núna þegar fátæktin, og "glæpirnir" og ofbeldið sem leiðir af henni, hefur verið skilgreint sem persónuleg vandamál og frekar skilgreint, á rasískan hátt, sem menning samfélaganna þar sem fátækin viðgengst. Hvert er þá hlutverk lögreglunnar?

 

21/ Ef lögreglan á að vera að berjast gegn glæpum þá ætti hún að fara að rót glæpanna. Að valdastéttinni. Að milljarðamæringunum sem valda fátæktinni, láglaunastefnunni og "glæpunum" sem ég sýndi fram á hérna að framan að eru nauðsynlegir vegna gjörða þeirra.

 

22/ Við höfum horft á CSI:Krummaskuð nógu oft til að skilja að þeir eiga alltaf að vera á eftir toppunum, þeir sem eru sagðir skipuleggja umrædda glæpi. En ef lögreglumenn væru raunverulega í þessu til þess að stöðva "glæpi", og ofbeldið sem af þeim hljótast, væru þeir ekki lögreglumenn heldur byltingarsinnaðir skipuleggjendur verkafólks. 

 

23/ Vegna þess að rót glæpanna er ekki í samfélögum svartra eða litaðs fólks, og ekki í samfélögum hvíts verkafólks. Rót glæpanna er á fimmta breiðstræti, í Bel Air, og í Silicon Valley.

 

24/ En vegna þess að rasískar hugmyndir um svart fólks og litað fólk, eins og ég útlistaði hér fyrir ofan, eru gerðar nauðsynlegar af kapítalismanum er starf lögreglunnar í samfélögum svartra orðið að starfi árásarmanns gegn sama samfélagi. 

 

25/ Það skiptir ekki máli hversu góð lögreglan er í sínu persónulega lífi, eða hvaða körfuboltalið hún þjálfar um helgar, eða jafnvel hverja meðvitaðar tilætlanir hennar eru. 

 

26/ Starf lögreglunnar er einfalt, það er í besta falli að læsa inni fólk sem er sekt lítið annað en að berjast fyrir eigin framfærslu innan efnahagskerfis sem mælir fyrir um, og þrífast á þeirri staðreynd, að það lifi við fátækt. 

 

27/ Og það eru aðrir glæpir sem hafa ekki beint með að komast lífs af að gera. En jafnvel margir þeirra glæpa tengjast menningu þess atvinnulífs sem þrífst í hverju samfélagi. 

 

28/ Eina leiðin fyrir löggu til að finnast eins og hún sé að breyta rétt — eina leiðin fyrir hana til að þrífast í starfinu — er fyrir hana að gangast við rasískum hugmyndum um ofbeldi, glæpi og fátækt. Jafnvel ef löggan er svört eða lituð.

 

29/ Til að stöðva þessa hluti þurfum við að losa okkur við kapítalismann. Hreyfing sem skilur þetta skilur líka hvar vald okkar liggur.

 

30/ Ef við viljum skammtíma réttlæti fyrir morðið á George Floyd og önnur morð sem eiga eftir gerast, verðum við að loka borgunum. Verkföll, með skýrar kröfur sem tengjast málinu.

 

31/ Alsherjarverkföll þar til þeir ekki bara handtaka löggurnar heldur tilnefna saksóknara sem við treystum að ætli að lögsækja. Einhvern sem vill berjast, eins og Larry Krasner frá Philly eða Chesa Boudin frá San Francisco

 

32/ Aftur — þetta mun ekki laga vandamálið — en við viljum sýna hversu við erum megnug, sýnum að það er verð á því að framkvæma svona morð. Þá er það þetta sem við verðum að gera.

 

33/ Og þetta er eitthvað sem allir geta tekið þátt í ef þú ert með vinnu. En það þarf að skipuleggja þetta, það eru leiðir til að ákveða og finna út gegn hvaða atvinnuvegum verkfall myndi verða árangursríkast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni