Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Þrjár leiðir til að horfa á heiminn

Þrjár leiðir til að horfa á heiminn

Í þessum fyrirlestri frá 1993 talar Michael Parenti um mismunandi leiðir sem hægt er að nota til að skoða heiminn og kerfið sem við lifum undir. Fyrirlesturinn heitir "Conspiracy And Class Power" og var fluttur í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Hér á eftir er upplýsandi inngangur Parentis þar sem hann lýsir þessum leiðum og hvað aðgreini þær. Hér í lauslegri þýðingu:

  1. Fögnuður íhaldsins: Markaðssamfélagið sem við búum í er frábært og það væri jafnvel enn betra ef það væri ekki fyrir allar þessar reglur, eftirlit og hömlur sem settar eru á fyrirtæki af ríkinu og hinsvegar óraunhæfar kröfur fátækra, láglaunfólks, öryrkja, og eftirlaunafólks sem gera ekkert annað en að taka en gefa ekkert til baka.
  2. Umkvörtun frjálslyndisins: Forgangsröðunin í samfélaginu okkar er röng á mörgum sviðum og samfélagið glímir við alvarleg vandamál sem þó eru aðeins frávik frá kerfi sem er í grundvallaratriðum gott.
  3. Róttæk greining: Umhverfisvandinn, hervæðing, heimilisleysi, fátækt, ósanngjarnt skattkerfi, ólýðræðislegar stofnanir eins og fjölmiðlar í eigu auðmanna, eru ekki aðeins slæm útkoma úr rökréttu kerfi heldur rökrétt útkoma úr kerfi sem hefur það markmið að safna auði og völdum til handa fámennum hópi forréttindafólks.

Það er þessi hugmynd sósíalista um róttæka greiningu á valdi í samfélaginu sem aðgreinir þá frá miðjunni og hægrinu. Sósíalistar horfa á samfélagið út frá valdakerfinu sem kapítalisminn setur yfir okkur á meðan miðjan og hægrið gerir það síður og oft alls ekki. Stjórnmálamenn til hægri og á miðju láta jafnvel eins og valdamisjafnvægið sé ekki til staðar, eða að það sé aðeins náttúrlegt, það sé ekki tilkomið vegna kerfisins heldur einhvers allt annars.  Spilling og rasismi innan stjórnkerfisins og efnahagskerfisins er þannig hægt að afskrifa sem mistök, heimsku, eða persónulegan misbrest einstakra persóna, í stað þess að viðurkenna það sem kerfisbundinn vanda sem megi reka til kerfisins og kapítalismans. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu