Þessi færsla er rúmlega 7 mánaða gömul.

Að gera samfélaginu gagn

Að gera samfélaginu gagn

Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar, fjölmiðla og samskiptafyrirtækisins sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða, skrifar nýlega að stjórnendur fyrirtækja hafi ekki umboð til að "vinna samfélaginu gagn" og eigi þess vegna, ef ég skil rétt, að hætta að reyna og snúa sér að eina tilgangi sínum: Að gera hann og aðra kapítalista enn ríkari enn þeir eru. Ástæða skrifanna virðist að einhverju leiti vera sprottin af pirringi Heiðars yfir því að þrettán af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafi skuldbundið sig til að setja níu prósent af eignum sínum til að vinna gegn hlýnun jarðar fram til ársins 2030. Ráðstöfun sem getur varla verið túlkuð sem annað en lítið en mikilvægt skref í baráttunni.

Heiðar mótmælir þeirri hugmynd sem hefur orðið á skoðunum margrar innan viðskiptalífsins undanfarin ár þess efnis að fyrirtæki eigi ekki aðeins að auka hagnað eigenda sinna heldur líka að þjóna samfélaginu. Heiðari finnst það of langt gengið og vill fara aftur til tíma Friedmans og Hayek þar sem engum datt í hug að halda slíku fram. Hann vísar í bókina Woke Inc eftir Vivek Ramaswamy sem fjallar um hvernig fyrirtæki á vesturlöndum hafa tekið upp á því að styðja frelsisbaráttu og mótmælahreyfingar undanfarinn ára eins og Black Lives Matter.

Það er rétt hjá Heiðari að ákveðin breyting hafi orðið á skoðunum margra stjórnenda og samtaka fyrirtækja. Mörg af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna lýstu opinberlega yfir stuðnings with BLM og undanfarinn áratug hefur það orðið algengt að sjá fyrirtæki setja upp fána hinsegin samfélagsins. Þannig var til að mynda Hinsegin gangan haldin í samstarfi við Kauphöll Íslands á tímabili og Bandaríski herinn hefur líka reynt að höfða til hinsegin fólks í auknu mæli. Þá hafa mörg samtök fyrirtækja á vesturlöndum líkt og Bussiness Roundtable lýst því yfir að fyrirtæki verði að sýna samfélagslega ábyrgð og hætta að einblína á hagnað. Vandinn er að slíkum yfirlýsingum fylgja engar hugmyndir um raunverulegar kerfislægar breytingar á samfélaginu.

Sósíalistar og Marxistar hafa bent á að slíkt sé aðeins hugsjónahyggja og innistæðulaust hjal ef ekki fylgi með raunverulegar tillögur um kerfislægar breytingar. Þó ekki væri nema tímabundnir plástrar til þess að bjarga okkur undan loftlagsvánni sem húmir yfir. En í stað þess að styðja breytingar, aukið réttlæti og jöfnuð, hafa fyrirtæki tekið upp á því að sveipa sig merkjum hinsegin fólks til þess að þjóna eigin hagsmunum. Slíkt "woke-washing" er hluti af þróun nýfrjálshyggjutímans þar sem stór hluti fyrirtækja og atvinnugreina á vesturlöndum hefur skipt um lið og myndað bandalag með frjálslyndum stjórnmálaöflum. Þetta er hægt að sjá í Bandaríkjunum þar sem Demókratar eru fjármagnaðir af stórum hluta af Wall Street, Silcon Valley og lyfjaiðnaðinum.

Í bókinni Woke Inc gagnrýnir höfundurinn það sem hann kallar "woke capitalism" en á sama tíma afneitar hann því að kerfisbundinn rasismi sé raunverulega fyrirbæri. Höfundur bókarinnar og Heiðar vilja nefnilega ekki að fyrirtæki krefjist raunverulegra breytinga heldur hætti frekar að skipta sér af málum sem hafa ekki með fjárhagslega hagsmuni þeirra að gera.

Þetta er klassískt fyrir hægrimenn sem þrá að komast aftur til fyrri tíma þar sem hægt var að halda því fram að aðgreina ætti stjórnmál og fyrirtækjarekstur. Heiðar vill eiga kökuna og éta hana líka eins og hefur tíðkast. Hann vill hagnast á fólki og náttúruauðlindum okkar en ekki bera neina ábyrgð á afleiðingum framleiðslunnar.

Það er auðvitað firra að halda því fram að stjórnmál og viðskipti tengist ekki eða eigi ekki að gera það. Stjórnmál snúast einmitt um skiptingu gæðanna og þeirra verðmæta sem verða til innan fyrirtækja. Stjórnmál á vesturlöndum ganga oftar ekki út á neitt annað en að þjóna hagsmunum fyrirtækjaeigenda eins og Íslendingar vita vel. Síðustu áratugir hafa einmitt snúist um fátt anna en að lækka skatta á fyrirtæki, brjóta niður eftirlit með fyrirtækjum, draga úr valdi verkalýðshreyfingarinnar og einkavæða sífellt stærri hluta samfélagsins.

Það er einmitt skoðun sósíalista að ríkið sé leikvöllur hinna ríku og kapítalista til að stjórna og verja hagsmuni sína eins og Marx fjallaði um í kommúnistaávarpinu: "Ríkisvöld vorra tíma eru ekkert annað en nefndir manna til að annast sameiginlega hagsmuni stórborgarastéttarinnar, auðvaldsins". Miðað við hvernig Íslensk stjórnmál hafa þróast undanfarin ár er ekki annað að sjá að sú kenning eigi jafnvel við í dag eins og áður.

En Heiðar vill að við gleymum því og trúum í staðinn að hægt sé að aðskilja fyrirtæki og stjórnmál og þar af leiðandi eigi almenningur enga heimtingu á því að krefja fyrirtæki um eitt eða neitt. Enda sé engin stoð í lögum fyrir slíku segir hann. En eins og við vitum gerir enginn neitt nema að það sé skrifað í lög. Eða hvað?

Þó svo að "woke-washing" vestrænna fyrirtækja sé innihaldslaust skrum þá er hugmynd Heiðars um aðgreiningu stjórnmála og viðskipta það líka og þjónar ekki síður þeim tilgangi að afvegaleiða umræðuna um raunverulegt réttlæti. Með því að telja fólki trú um að stjórnmál eigi að einangrast við veggi Alþingis. Reyndar er hugmynd Heiðars yfirgengilega ófrumlega enda aðeins afturhvarf til sjötta og áttunda áratugarins þegar fyrirtæki nenntu ekki einu sinni að þykjast styðja málefni hinsegin fólks.

Mannkynið stendur á tímamótum vegna loftlagsvandans. Raunverulegt réttlæti mun á endanum ekki koma frá stjórnmálamönnum, "woke" kapítalistum eða frjálshyggjumönnum eins og Heiðari, heldur upp úr pólitískum þrýstingi venjulegs fólks og hreyfinga sem munu þurfa að taka málin í sínar hendur fyrr en seinna.  

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Flækjusagan

Við gæt­um haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!

Föru­naut­ur okk­ar Jarð­ar­búa á enda­lausri hring­ferð okk­ar um sól­kerf­ið, Mán­inn, er svo gam­al­kunn­ur og traust­ur fé­lagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitt­hvað öðru­vísi og hvað þá bara einn af mörg­um. Við vit­um að stóru gasris­arn­ir ut­ar í sól­kerf­inu hafa tugi tungla sér til fylgd­ar — 80 við Júpíter þeg­ar síð­ast frétt­ist, 83 við Sa­t­úrn­us — en tungl­ið...
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Stríð í þúsund daga
Flækjusagan#40

Stríð í þús­und daga

Ill­ugi Jök­uls­son fór að skoða hverj­ir væru fyr­ir­mynd­irn­ar að upp­á­hald­s­per­sónu hans í upp­á­halds­skáld­sögu hans, Hundrað ára ein­semd eft­ir García Márqu­ez.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.