Þessi færsla er rúmlega 6 mánaða gömul.

Vanstillt strengjabrúða, lygari, gerandi, galin og vitfirrt

Vanstillt strengjabrúða, lygari, gerandi, galin og vitfirrt

Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur á Akureyri sagði á Twitter að Sólveig Anna sé "gerandi" og stuðningsfólk b-listans í Eflingu vera "költ". Sindri sagði þetta og bætti við að hann geti ekki hugsað sér að kjósa hana eftir frásagnir starfsfólks: "Ég trúi því Eflingarstarfsfólki sem hún réði inn og hefur opnað sig um sína upplifun undanfarna daga". Svona er umræðan á meðal frjálslynda fólksins á samfélagsmiðlum.

Sólveig Anna hefur frá því að hún varð formaður orðið að sitja undir stanslausum árásum frá andstæðingum sínum sem hafa kallað hana strengjabrúðu, lygara, klikkaða, vanstilla, galna og vitfirrta. Í gær ýjaði Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, að því að Sólveig væri eins og Donald Trump, harðstjóri sem heimti virðingu og hlýðni. Björn Leví bætti um betur og sagði verkfall Eflingarfólks í borginni hafa staðið yfir lengur en þurfti: til að "þjóna öðrum tilgangi en kjörum láglaunafólks". Birni fannst engin ástæða til að styðja þessa yfirlýsingu með neinum rökum eða sönnunum. Allt má. Nýr starfsmaður á skrifstofu Eflingar, Gabríel Benjamín, sagði í grein á Vísi að barátta Sólveigar væri sýndarmennska, að hún væri sjálf ofbeldismanneskja, en starf hans sjálfs og fólksins á skrifstofunni hugsjónastarf. Það var eftir að annar skrifstofustarfsmaður, að þessu sinni hjá Bárunni verkalýðsfélagi, sakaði Sólveigu um að "deila og drottna". Á sama tíma hefur komið fram að formaður Bárunnar hafi gert tilraun til að safna liði gegn Sólveigu og senda út yfirlýsingu gegn henni í nafni skrifstofufólks stéttarfélaga innan ASÍ. Sami formaður er sagður sækjast eftir því að verða formaður Starfsgreinasambandsins þar sem Efling fer með stóran hluta atkvæða.

Gagnrýnendur Sólveigar tala líka minna um það ofbeldi sem hún sjálf hefur orðið að þola. Hún hefur sagt frá því að starfsmaður Eflingar hafa hótað því að beita hana ofbeldi á heimili sínu:

"Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“

Þá hafa meðlimir úr fjölskyldu Sólveigar hafa stigið fram til að verja hana. Þar á meðal er Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður: "Ég hef þekkt Sólveigu Önnu síðan hún fæddist og ég veit að ofbeldi og einelti eru hugtök sem eru eins langt frá því að lýsa henni og hugsast getur. Hitt er annað mál að hún hefur bein í nefinu og stendur fast á sannfæringu sinni".

Eyþór segir aðförina það ljótasta sem hann hafi séð: "Að snúa ofbeldishugtakinu á þennan hátt upp í andhverfu sína er eitthvað það ljótasta sem ég hef orðið vitni að í pólitískum rógi."

Það er þess vegna sorglegt að sjá hvernig margir á hinni svokölluðu frjálslyndu miðju leyfa sér að vopnavæða orðræðu jafnréttisbaráttunnar með því að fullyrða og ýja að því að Sólveig sé "gerandi". Kona sem af mörgum er talin einn öflugasti verkalýðsleiðtogi landsins, kona sem hefur undanfarin ár legið undir stanslausum árásum frá hægrinu og ýmsum óvildarmönnum, og sem starfar í stéttarfélagi láglaunafólks og innflytjenda þar sem hún hefur unnið ötullega að hagsmunum sinna félagsmanna. Sólveig Anna er vissulega hörð í horn að taka og hefur þess vegna náð eftirtektarverðum árangri í baráttunni fyrir verkafólk — þrátt fyrir litla reynslu af verkalýðsbaráttu áður en hún og B-listinn sigruðu kosningarnar 2018.

Það er ekki óeðlilegt að átök skapist á rótgrónum vinnustað þar sem nýr formaður kemur inn með nýja hugmyndafræði og stefnu. Ekki má gleyma að kosningarnar árið 2018 voru þær fyrstu í sögu Eflingar og sigur hennar kom mörgum á skrifstofunni í opna skjöldu. Sjálfsagt hefur Sólveig Anna gert mistök á leiðinni en á hún það þá skilið að vera útmáluð sem ofbeldis manneskja og "gerandi" sem leggi fólk í einelti?

Stéttabarátta er stórpólitískt mál og það vita það allir sem vilja að innan ASÍ eru ekki allir á sama máli um hvernig heyja eigi baráttuna. Sólveig Anna kom inn með krafti og með nýjar hugmyndir um að endurvekja róttæka verkalýðsbaráttu. Hugmyndir sem fráfarandi formaður, Sigurður Bessason, var nær örugglega ekki hlynntur. Hvorki hann né Gylfi Arnbjörnsson, sem þá var enn formaður ASÍ, höfðu samband við Sólveigu Önnu eftir að hún var kjörin formaður. Það sýnir að Sólveig Anna varð formaður Eflingar í óþökk fráfarandi forystu hreyfingarinnar.

Fjölmiðlar hafa verið mjög áhugasamir um átökin á skrifstofunni undan farin ár. Það verður ekki rakið hérna hvernig fjármálastjóri félagsins, skrifstofustjóri, og bókari gerðu allt til að gera nýrri forystu lífið leitt og tefja aðkomu þeirra að uppbyggingunni. Þríeykið, nánasta samstarfsfólk fráfarandi formans, hótaði meðal annars málsókn sem aldrei varð að veruleika. Þá má nefna þátt Hörpu Ólafsdóttur, stjórnanda á skrifstofunni, sem sagði upp og réð sig í samninganefnd Reykjavíkurborgar — þar sem hún átti síðar eftir að beita sér af krafti gegn kröfum láglaunafólks. Þegar Tryggvi Marteinsson, kjarafulltrúinn sem Sólveig segir að hafi hótað sér ofbeldi, var að lokum rekinn úr starfi skrifaði hann á Facebook: "Í dag var ég rekinn frá Eflingu. 27 ára starf var virt að vettugi enda kommúnistar við stjórn. [..] Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður".

Það væri of langt mál að rekja alla steinana sem lagðir hafa verið í götu Sólveigar Önnu og baráttu B-listans. En eftir allar þessar ásakanir um ofbeldi og einelti stendur lítið eftir nema fullyrðingar um að Sólveig hafi öskrað og "æpt svívirðingum, aðdróttunum og lygum að starfsfólki" eins og segir í grein Gabríels Benjamíns sem ég vísaði til hér fyrr ofan. Þegar við drögum frá allar ýkjurnar, gremjuna, hugmyndafræðilegu og pólitísku átökin, stendur lítið efir. Í það minnsta ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að Sólveig Anna haldi áfram baráttunni ef félagsmenn kjósa svo.

Það mun þess vegna ekki koma á óvart að margt félagsfólk Eflingar muni frekar velja að greiða baráttukonunni Sólveigu atkvæði sitt og að hunsa aðdróttanir og upphrópanir andstæðinga hennar og starfsfólks skrifstofunnar. Starfsfólksins sem hefur alveg sjálft valið að setja sig upp á móti hagsmunum verkafólks í félaginu. Verkafólksins sem það á að vera að berjast fyrir. Sama hvort þeim líkar betur eða verr er það nefnilega þannig að Sólveig Anna og barátta B-listans er stærsta og mesta von margra um að á Íslandi muni að lokum renna upp tími efnahagslegs réttlætis þar sem láglauna- og jaðarsettfólk muni loksins njóta lágmarks virðingar í samfélaginu.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • KM
  Kristjana Magnusdottir skrifaði
  Ég á víst að vera í hópi jaðarsetta fólksins í þjóðfélaginu það bara virðir mig enginn viðlits ekki einu sinni þau svokölluðu jaðarsettu! EG ER BARA HÚN FROKEN FIX/SEM ER VÍST BARA NÚLL OG NIX OG TAKK KÆRLEGA FYRIR ÞAÐ KÆRU JÓN OG GUNNA HVAR SEM ÞIÐ ERUÐ
  0
 • Jón Ölver Magnússon skrifaði
  Ætli þessi prestómynd finnist ekki ótækt að Bíblían sé núorðið gefin út á flestum tungumálum en ekki bara latínu. Sem hann hefði þá getað túlkað eftir sínu höfði ofan í heimaheymskan lýðinn.
  2
 • Ólafur Kristófersson skrifaði
  Elítan mjálmar.
  2
 • Margrét Sigurðardóttir skrifaði
  Takk fyrir góða grein. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þessum árásum á Sólveigu Önnu. En auðvitað eru miklir hagsmunir í húfi, bæði prívathagsmunir skrifstofufólks og svo hagsmunir auðvaldsins sem vilja ekki breytingar á lífeyrissjóðunum. Vinnuskúrinn 12.febrúar (youtube) segir stóra og sláandi sögu.
  1
 • Hörður Aðalsteinsson skrifaði
  Eftir þvi sem áróður gegn henni verður meiri ,þvi mun sterkari verður hún, sólveig á eftir að koma þarna inn tvíefld til baka ,ekki veitir af í baráttuna sem frammundan er.
  5
 • Árni Ingi Ríkharðsson skrifaði
  Það hefur engin náð eins kjarabótum og Sólveig fyrir sína umbjóðendur hún gefst ekki upp
  7
 • Jónsson Höskuldur skrifaði
  Eg trúi ekki að verkAFÓK SJAI EKKI Í GENUM ALT SKÍTKASTIÐ Á SÓLVEGU OG HVERS VAGNA ÞAÐ ER SVONA ovaegið eins og raun ber vitni .
  Svo gott verkafólk, og þá meina ég verkafólk sem er alstaðar sem vinnu er að ´fá .
  Og það er líka missklnigur að allt fólk sem vinnur verkin sé ómentað .
  Það er bara áróður elítunar sem öllu vil ráða ,gráðugt og siðlaust ,og hugsar bara um eigið rasgat,og hefur fjarlaegst allt sem heitir manngaska
  5
 • Sveinn Hansson skrifaði
  Andri hönnuður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands.

  Það þarf ekki að segja neitt meira.
  -6
 • GMJ
  Gróa Margrét Jónsdóttir skrifaði
  Frábær skrif og sönn
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Á Áslaug Arna að segja af sér?

Bent hef­ur ver­ið á að starfsaug­lýs­ing   um  starf töl­fræð­ings hjá há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­inu kunni að stang­ast á við lög. Þau kveða á um að ís­lenska sé hið op­in­bera mál lands­ins en í aug­lýs­ing­unni var sagt að um­sækj­andi yrði að hafa gott vald á ís­lensku eða ensku. Ráð­herr­ann, Áslaug Arna, varði starfsaug­lýs­ing­una m.a. með þeim „rök­um“ að...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...

Nýtt á Stundinni

Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Flækjusagan

Við gæt­um haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!

Föru­naut­ur okk­ar Jarð­ar­búa á enda­lausri hring­ferð okk­ar um sól­kerf­ið, Mán­inn, er svo gam­al­kunn­ur og traust­ur fé­lagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitt­hvað öðru­vísi og hvað þá bara einn af mörg­um. Við vit­um að stóru gasris­arn­ir ut­ar í sól­kerf­inu hafa tugi tungla sér til fylgd­ar — 80 við Júpíter þeg­ar síð­ast frétt­ist, 83 við Sa­t­úrn­us — en tungl­ið...
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Stríð í þúsund daga
Flækjusagan#40

Stríð í þús­und daga

Ill­ugi Jök­uls­son fór að skoða hverj­ir væru fyr­ir­mynd­irn­ar að upp­á­hald­s­per­sónu hans í upp­á­halds­skáld­sögu hans, Hundrað ára ein­semd eft­ir García Márqu­ez.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.