Verkalýðshreyfingin í dauðafæri að krefjast félagslegs húsnæðiskerfis
Ríkisstjórnin er í herferð til að sannfæra kjósendur um að hún ætli sér að leysa húsnæðisvandann. Talað er um að einkaaðilar, markaðurinn, byggi 35 þúsund íbúðir. En þessi herferð er auðvitað bara "smoke and mirrors" eins og venjulega. Eins og búast mátti við eru engar hugmyndir þarna um að ríkið komi að málum á neinn hátt nema með því að beita...
Hvernig eiga sósíalistar að hafa áhrif á samfélagið?
Góð byrjun er að átta sig á því að við eigum enga raunverulega samherja meðal stjórnmálaflokkanna. Ástæðan er sú að við viljum grundvallarbreytingar, sársaukafullar, sem miða að því að kollvarpa núverandi kerfi til lengri tíma. Allar tilraunir til að innleiða einhverskonar efnahagslegt réttlæti mun mæta harðvítugri andstöðu frá hægrinu, miðjunni og fjölmiðlum. Þess vegna er best að átta sig á...
Hvert er hlutverk sósíalista innan verkalýðshreyfingarinnar?
Það er umræða að þróast meðal lýðræðislegra sósíalista í Ameríku, og víðar á vinstri væng stjórnmálanna, um það hlutverk sem sósíalistar eigi að gegna í baráttu launafólks, og sögulegri sókn til að skipuleggja verkalýðsfélag fyrir starfsfólk Starbucks. Ein hlið þessarar umræðu kom nýlega fram í yfirlýsingu sem birtist í The Dish sem heitir „10 Ways DSA Members Can Support...
Vanstillt strengjabrúða, lygari, gerandi, galin og vitfirrt
Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur á Akureyri sagði á Twitter að Sólveig Anna sé "gerandi" og stuðningsfólk b-listans í Eflingu vera "költ". Sindri sagði þetta og bætti við að hann geti ekki hugsað sér að kjósa hana eftir frásagnir starfsfólks: "Ég trúi því Eflingarstarfsfólki sem hún réði inn og hefur opnað sig um sína upplifun undanfarna daga". Svona er umræðan...
Vaxtahækkun snýst um að snuða verkafólk
Hægrimenn í dag vonast til að leysa verðbólgukreppuna eins og þeir gerðu á áttunda áratugnum: með því að hækka vexti, lækka laun og hafa sigur á verkafólki sem hefur þegar fengið að finna fyrir því. Þannig heyja hagfræðingar stéttastríð. Nú þegar verðbólga er komin yfir 5 prósent í fyrsta skipti síðan í fjármálakreppunni, eru stjórnmálamenn ráðalausir. Rétttrúnaðarviðbrögðin við mikilli verðbólgu...
Að gera samfélaginu gagn
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar, fjölmiðla og samskiptafyrirtækisins sem er í meirihluta eigu lífeyrissjóða, skrifar nýlega að stjórnendur fyrirtækja hafi ekki umboð til að "vinna samfélaginu gagn" og eigi þess vegna, ef ég skil rétt, að hætta að reyna og snúa sér að eina tilgangi sínum: Að gera hann og aðra kapítalista enn ríkari enn þeir eru. Ástæða skrifanna virðist að...
Réttlæti án baráttu, frelsi án átaka
Óbærilegar mótsagnir í málflutningi Viðreisnar sýnir okkur að flokkurinn hefur ekkert lært af hruni nýfrjálshyggjunnar og talar fyrir áframhaldandi niðurskurðarstefnu og stéttasamvinnu sem mun aðeins koma niður á verkafólki, láglaunafólki og fátækum. Nýtt myndband flokksins sem má sjá á Facebook vaktu athygli mína en þar koma fram helstu klisjur hinnar frjálslyndu miðju í bland við forréttinda pólitík hófsama og...
Rætur Pírata má rekja til borgaralegra hægristjórnmála í Evrópu
Ég sá einhvern spyrja að því á Pírataspjallinu hvort Píratar séu miðjuflokkur. Það held ég að sé tæknilega rétt þó Píratar vilji alls ekki skilgreina flokkinn sinn. En Píratar eru líka frjálslyndir, liberalar. Það er orðið sem þeir helst nota til að lýsa sjálfum sér. Ein af megin hugmyndum Pírata er að þeir geti valið hugmyndir frá bæði vinstri og...
Þrjár leiðir til að horfa á heiminn
Í þessum fyrirlestri frá 1993 talar Michael Parenti um mismunandi leiðir sem hægt er að nota til að skoða heiminn og kerfið sem við lifum undir. Fyrirlesturinn heitir "Conspiracy And Class Power" og var fluttur í Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Hér á eftir er upplýsandi inngangur Parentis þar sem hann lýsir þessum leiðum og hvað aðgreini þær. Hér í lauslegri þýðingu:...
Stjórn með Viðreisn mun engu breyta í grundvallaratriðum
Stjórnmálin á Íslandi eru ekki svo ólík því sem er að gerast í Bandaríkjunum með kjöri Joe Bidens. Stuðningsmenn hans hömruðu á því gegndarlaust að allt sem skipti máli væri að losna við Trump úr embætti. Bókstaflega ekkert annað skipti máli og þar á meðal að setja fram neinar raunverulega lausnir á þeim vandamálum sem samfélagið stendur frami fyrir. Í...
Póstþjónusta er fyrst og fremst samfélagsleg þjónusta
Póstþjónusta er fyrst og fremst samfélagsleg þjónusta og ætti alls ekki að reka eins og eitthvað samkeppnisfyrirtæki. Í fréttum dagsins segir að nýr forstjóri Póstsins ætli að láta af störfum eftir aðeins um ár í starfi. Birgir Jónsson lýsir sigri hrósandi yfir í tilkynningu að Pósturinn sé núna arðbærasta póstfyrirtæki Norðurlanda. En slíkt þýðir aðeins að búið sé að skerða...
Sósíalistar einir trúa á félagshyggjuna og hafna sjálfsmyndarstjórnmálum
Þessi átök vegna orða Ágústar Ólafs, þingmanns Samfylkingarinnar, í útvarpinu um daginn eru lýsandi fyrir þann vanda sem margir stjórnmálaflokkar eru í, sérstaklega Samfylkingin og Vinstri grænum, sem hafa mikið til hafnað stéttastjórnmálum í skiptum fyrir sjálfsmyndarstjórnmál (identity politics) og þar af leiðandi færast þessir flokkar lengra og lengra til hægri og inn á miðjuna með hverju árinu. Þú finnur...
Þú ræður engu í vinnunni ef út í það er farið
Það getur oft verið upplýsandi að lesa viðskiptadálkana í blöðunum. Þar eru hlutirnir oft sagðir með hreinskilnari hætti en annars staðar. Á Vísir.is er grein, unnin upp úr Harvard Business Review, sem ber yfirskriftina "Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammala". Í greininni er farið yfir nokkur ráð handa fólki og hvernig það eigi að haga sér í slíkum aðstæðum en líka hvort fólk eigi yfir...
"Það er margt mikilvægara en að lifa"
Þessi orð eru höfð eftir Dan Patrick, aðstoðarfylkisstjóra Texas, í viðtali á Fox News fyrr á þessu ári. Sagði maðurinn þetta í alvörunni? Já, og það ætti ekki að koma þér svo á óvart. Flest bendir nefnilega til þess að hægrinu sé sama um þig og líf þitt. Íslenska hægrið, með stuðningi Vinstri-grænna, vill fórna lífi okkar fyrir tekjur af...
Kapítalisminn drepur lýðræðið um hábjartan dag
Á vafri mínu nýlega datt ég niður á svar frá Hallgrími Helgasyni sem vakti hjá mér áhuga. Á þræði um Sósíalistaflokkinn ákvað Hallgrímur að lýsa skoðun sinni á sósíalisma og segir: "Sósíalismi hefur því miður yfirleitt endað í einræði, þar sem hann hefur verið reyndur". Ég verð að viðurkenn að mér brá svolítið við að lesa þetta. Hvernig getur maður...
Félagsuppbygging eða aktívismi
Aktívismi hefur orðið að megin aðferð róttæka vinstrisins í Norður-Ameríku. Aktívisminn hefur orðið fyrir valinu án þess að herfræðilegt gildi hans hafi verið hugleitt síðustu 30 ár í það minnsta og útkoman hefur verið lakari en efni stóðu til. Þónokkrar ástæður er fyrir því að aktívismi skilar ekki þeim árangri sem við vildum. En hérna verður því haldið fram að...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.