Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið

For­sæt­is­nefnd valdi mann til for­mennsku í siðanefnd Al­þing­is sem tel­ur sig of tengd­an þing­mönn­um til að geta tek­ið óhlut­dræga af­stöðu í siða­reglu­máli.

Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Gunnar Bragi og Bergþór brutu siðareglur Niðurstaða siðanefndar Alþingis er að tveir Klausturþingmannanna hafi brotið siðareglur. Mynd: Vefsvæði Alþingis, HÍ og HR

Jón Kristjánsson, formaður Siðanefndar Alþingis og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, treysti sér ekki til að taka þátt í umfjöllun nefndarinnar um ummæli og framgöngu Klaustursþingmannanna. Hann skrifar því ekki undir álit nefndarinnar.

Ástæðan er sú að Jón taldi sig skorta „þá óhlutdrægni sem nauðsynleg er til þess að kveða upp í því dóma sem ég get varið fyrir samvisku minni“ sökum stjórnmálaþátttöku sinnar með eða á móti þeim þingmönnum sem um ræðir.

Siðanefnd Alþingiser skipuð af forsætisnefnd og ætlað hlutverk sem óháð ráðgefandi nefnd, til aðstoðar við eftirlit forsætisnefndar með framkvæmd siðareglna. Er formaður siðanefndarinnar valinn af forseta Alþingis. 

Nú liggur fyrir að forsætisnefnd valdi mann til að leiða siðanefndina sem telur sig of tengdan stjórnmálamönnum til að geta fellt siðferðilega dóma á grundvelli reglnanna. Fyrir vikið er niðurstaða siðanefndar í Klaustursmálinu aðeins undirrituð af tveimur nefndarmönnum og ekki formanni.

Tók þátt í afgreiðslu á máli Þórhildar Sunnu

Jón tók sæti Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur sem vék tímabundið úr nefndinni af persónulegum ástæðum. Jón stóð að áliti nefndarinnar í maí síðastliðnum þegar nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hefði brotið gegn siðareglum alþinigsmanna með því að segja að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé.

Hinir nefndarmennirnir tveir, Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson, komu bæði inn í nefndina í janúar síðastliðnum eftir að þau Hafsteinn Þór Hauksson og Salvör Nordal óskuðu eftir því að hætta í nefndinni. Þau skrifa bæði undir niðurstöðu nefndarinnar, sem er að þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hafi brotið gegn siðareglum Alþingis. Jón treysti sér hins vegar ekki til að taka þátt í starfi nefndarinnar og skrifar því ekki undir álitið.

Jón skilaði eftirfarandi bókun með niðurstöðu nefndarinnar:

Ég hef um tíma setið í siðanefnd Alþingis sem varamaður Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Ég hef unnið þar með starfsmanni nefndarinnar og sérfræðingum, sem hafa farið vandlega yfir stöðu mála og unnið þar að mínum dómi faglega og af heiðarleika. Varðandi það mál sem hér er til afgreiðslu er það þannig vaxið að vegna stjórnmálaþátttöku minnar á liðnum tíma með eða á móti þeim aðilum sem þar er fjallað um er það mín tilfinning að mig skorti þá óhlutdrægni sem nauðsynleg er til þess að kveða upp í því dóma sem ég get varið fyrir samvisku minni. Ég treysti hins vegar öðrum nefndarmönnum vel til þess verks. Ég hef því ekki tekið þátt í umfjöllun nefndarinnar um þetta mál og skrifa því ekki undir efnislegar tillögur hennar, en vil skýra afstöðu mína með þessari bókun.

Var aldrei samtíða Klausturþingmönnum á Alþingi

Jón KristjánssonTreysti sér ekki til að taka þátt í umfjöllun Siðanefndar Alþingis um Klausturmálið.

Jón Kristjánsson sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 1984 til 2007 og var ráðherra á árunum 2001 til 2007. Hann var því aldrei samtíða neinum Klaustursþingmannanna á þingi. Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru báðir kjörnir á þing árið 2009 en hinir Klausturþingmennirnir fjórir, Bergþór Ólason, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Anna Kolbrún Árnadóttir voru öll fyrst kosin á þing í síðustu kosningum, árið 2017.

„Ég hef því ekki tekið þátt í umfjöllun nefndarinnar um þetta mál“

Gera má ráð fyrir að Jón sé að vísa til að minnsta kosti Gunnars Braga þegar hann talar um stjórnmálaþáttöku sína með eða á móti þingmönnunum sem um ræðir. Gunnar Bragi og Jón voru samtíða í Framsóknarflokknum en Gunnar Bragi var formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði og varaformaður kjördæmissambands flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra á sínum tíma. Þá sat hann í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2002 til 2010. Auk þess var Gunnar Bragi aðstoðarmaður Páls Péturssonar félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins á árunum 1997 til 1999. Þeir Jón hafa því væntanlega starfað saman á vettvangi Framsóknarflokksins á þessum árum.

Hefði mátt vera tengslin ljós fyrirfram

Varðandi aðra Klausturþingmenn þá er vandséð að stjórnmálaþátttaka Jóns hafi verið „með eða á móti“ þeim þingmönnum. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í janúar 2009, um það bil einu og hálfu ári eftir að Jón hætti á þingi. Fyrir þann tíma hafði Sigmundur að eigin sögn ekki verið skráður í Framsóknarflokkinn. Anna Kolbrún var félagi í Framsóknarflokknum áður en hún gekk til liðs við Miðflokkinn en ekki kjörinn fulltrúi á vegum flokksins. Þá var Bergþór Ólason aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins á árunum 2003 til 2006, í samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stjórnmálaþátttaka þeirra Ólafs og Karls Gauta var takmörkuð fyrir þann tíma.

Jón mátti því vita áður en nefndin tók Klausturmálið til afgreiðslu hver hugsanleg tengsl hans við þingmennina sex væru. Stundin reyndi að hafa samband við Jón, til að spyrja hann hví hann hefði ekki sagt sig frá setu í nefndinni í ljós þess sem hann setur fram í bókinni. Ekki náðist hins vegar í Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
7
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár