Studdi tillögu gegn falsfréttum erlendis en ekki hér heima
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, stendur ekki að þingsályktunartillögu um baráttu gegn upplýsingaóreiðu, en samþykkti þó sams konar tillögu í nefnd Norðurlandaráðs í september. Hún segir ekki tilefni til að breyta umhverfinu á grundvelli falsfrétta sem dreift var í Brexit-kosningunum og þegar Trump var kjörinn 2016.
FréttirKlausturmálið
Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Forsætisnefnd valdi mann til formennsku í siðanefnd Alþingis sem telur sig of tengdan þingmönnum til að geta tekið óhlutdræga afstöðu í siðareglumáli.
FréttirKlausturmálið
Ummæli um Freyju Haraldsdóttur ekki brot á siðareglum
Anna Kolbrún Árnadóttir fær að „njóta vafans“ að mati siðanefndar Alþingis. Hún segir að forseti Alþingis sé á „persónulegri pólitískri vegferð“.
FréttirVísindarannsóknir á heilbrigðissviði
Frumvarp sem getur bjargað mannslífum dagaði uppi í nefnd
Velferðarnefnd Alþingis vann ekkert með frumvarp Oddnýjar Harðardóttur um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Oddný segist ætla að leggja frumvarpið aftur fram en með því verður starfsmönnum heilbrigðisfyrirtækja gert kleift að láta fólk með lífshættulega sjúkdóma vita af því.
FréttirKlausturmálið
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
Fötlunarhreyfingin segir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur hafa orðið uppvísa að hatursorðræðu gegn fötluðu fólki og öðrum jaðarsettum hópum og gagnrýnir að hún hafi kallað Báru Halldórsdóttur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna Klaustursmálsins.
ÚttektKlausturmálið
Útskýringar og ósannindi Klaustursþingmanna
Þingmennirnir sem náðust á upptöku á Klaustri bar voru sumir staðnir að ósannindum í kjölfar fréttaumfjöllunar. Tilraunir þeirra til að útskýra málin eða dreifa athyglinni reyndust erfiðari eftir því sem meiri upplýsingar litu dagsins ljós.
FréttirKlausturmálið
Trúa ekki Báru og vilja vita „hverjir voru með henni“
Lögmaður fjórmenninganna úr Miðflokknum segir frásögn Báru Halldórsdóttur ótrúverðuga og ekki standast skynsemisskoðun. Þingmennirnir vilja að henni verði refsað, hún sektuð af Persónuvernd og látin greiða þeim miskabætur.
Aðsent
Jóhann Geirdal
Tilgangur Klausturfundarins
Jóhann Geirdal Gíslason telur ljóst að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali þingmannanna sex á Klaustri Bar hafi komið í veg fyrir skipan Gunnars Braga Sveinssonar sem sendiherra.
FréttirKlausturmálið
Þingmenn um málsókn gegn Báru: „Mér blöskrar þetta framferði“
Þingmenn ræddu málsókn þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur, uppljóstrara í Klaustursmálinu, á Alþingi í dag. „Þeir ættu frekar að þakka henni fyrir að hafa kennt sér mikilvæga lífslexíu,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson.
FréttirKlausturmálið
Stenst ekki lög að boða Báru í skýrslutöku sem vitni
Dómari boðar Báru Halldórsdóttur til þinghalds vegna máls sem verður höfðað gegn henni. Víðir Smári Petersen lögmaður segir að beiðninni hljóti að verða mótmælt, sennilegt sé að dómari fallist á mótmælin og skýrslutakan fari ekki fram.
FréttirKlausturmálið
Þingmenn vilja að öryrki hljóti refsingu og greiði þeim bætur vegna „njósnaaðgerðar“
Þingmennirnir telja að „óprúttinn aðili“– Bára Halldórsdóttir, 42 ára hinsegin öryrki – hafi skaðað orðspor þeirra. Af bréfum lögmanns til dómara má ráða að þingmennirnir vilji peninga frá Báru og að henni verði refsað.
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Alvöru menn
Ef framganga kjörinna fulltrúa samræmist ekki siðferðislegum gildum okkar, stöndum við frammi fyrir sömu spurningu og varpað var fram í samtali þingmanna á hótelbarnum á Klaustri: Viljum við vera föst í þessu ofbeldisfulla hjónabandi?
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.