Jóhann Geirdal Gíslason telur ljóst að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali þingmannanna sex á Klaustri Bar hafi komið í veg fyrir skipan Gunnars Braga Sveinssonar sem sendiherra.
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
2
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
3
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu
Gönguleið að eldgosinu liggur yfir áætlaðan kvikugang þar sem þykir mögulegt að hraun geti komið upp úr jörðu með litlum fyrirvara.
5
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
6
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
7
Fréttir
2
Fyrirtækjum fjölgar en tekjur ríkisins lækka
Innan við þriðjungur fyrirtækja greiðir tekjuskatt, helmingur greiðir ekki laun og litlu færri greiða hvorki tryggingagjald né tekjuskatt. Á sama tíma og hlutafélögum fjölgar skila þau minni tekjum í ríkissjóð. Þetta er niðurstaða meistararannsóknar Sigurðar Jenssonar, sem starfað hefur við skatteftirlit í áraraðir. Vísbendingar eru um að hlutafélagaformið sé ofnotað, að menn séu að koma fyrir eignum sem alla jafna ættu að vera á þeirra persónulegu skattframtölum, í því skyni að spara sér skattgreiðslur.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 19. ágúst.
Átti að véla þingmenn yfirJóhann Geirdal Gíslason telur ljóst að eini tilgangur fundarins á Klaustri hafi verið sá að véla þingmenn Flokks fólksins yfir í Miðflokkinn.
Ég hef átt erfitt með að trúa því að sexmenningarnir sem sátu fundinn á Klaustur bar hafi ákveðið það uppúr leiðindum þingumræðunnar að skreppa á barinn, drekka sig fulla og tala illa um konur, hinsegin fólk og fatlaða. Því meira sem kemur fram um þessa samkomu í Klaustrinu virðist mér myndin verða nokkuð skýr.
Það hefur komið fram að Karl Gauta og Ólaf langaði að verða meira áberandi, fram hafði komið að menn væru oft að segja „af hverju komið þið ekki í flokkinn til okkar?“ og þá væri svarið oft „af hverju kemur þú ekki heldur í minn flokk?“ Hljómar eins og einfeldningslegt grín en einhver neisti hefur kviknað milli tvímenninganna og Miðflokksins. Einhverjar „dýpri“ umræður hafa átt sér stað og hugmyndir um verðmiða, umbun eða frama innan Miðflokksins nefndar. Nógu trúverðugar til að tvímenningarnir vildu láta á það reyna hve mikil alvara var í þessum tilboðum. Þeir hafa því óskað eftir fundi með stjórnendum Miðflokksins. Það kom nokkuð snemma fram á fundinum, þegar Sigmundur tekur til máls á eftir Gunnari Braga og segir „eigum við ekki bara að segja við gesti okkar“ þá leiðréttir Gunnar Bragi hann og segir „Nei Sigmundur, við erum gestirnir“.
Þetta skýrir hvers vegna Anna Kolbrún og Bergþór þurftu að vera með. Þarna var allt formannatríóið í Miðflokknum, Sigmundur formaður, Gunnar Bragi 1. varaformaður og Anna Kolbrún 2. varaformaður. Forysta þingflokksins, Gunnar Bragi formaður og Bergþór varaformaður. Það dugði ekkert minna til að gulltryggja tilboðið.
Átti að véla þá Karl Gauta og Ólaf yfir
Upplegg fundarins var greinilega að Miðflokksmenn, einkum Gunnar og Sigmundur töluðu Flokk fólksins niður, einkum Ingu formann. Hins vegar var mikil áhersla lögð á gáfur þeirra sem átti að kaupa og að þær gáfur og geta þeirra til starfa kæmi ekki til með að nýtast þeim heldur Flokki fólksins og forystu hans. Ef þeir kæmu í Miðflokkinn fengju þeir hins vegar að njóta sín því þar væri forystan í lagi. Í þeirri umræðu segir Sigmundur til dæmis: „Við erum ekki að pressa á ykkur að koma bara inn í eitthvað, við gerum okkur grein fyrir að þið eruð burðarásarnir í Flokki fólksins. Fyrir vikið áttum við okkur á því að ef þið komið með okkur myndum við kunna að meta það.“ Fram kemur meðal annars að Inga Sæland sé „algerlega óstjórntæk“ (Karl) og Sigmundur sé „svo góður maður“ (Anna Kolbrún) og meira að segja að hans versti löstur sé að hann sé „allt of góður maður“ (Gunnar Bragi). Þessi umræða heldur áfram með ýmsum ófögrum útúrdúrum eins og flestir þekkja. Í lok þeirrar umræðu dregur Bergþór enn fram hve slæm Inga sé og hve staða þeirra yrði miklu betri ef þeir kæmu yfir í Miðflokkinn. „Komið til okkar... búum til eitthvað ævintýralegt“. Þá spilar Sigmundur út tromipnu og segir við Ólaf: „Þú verður þingflokksformaður .... ef Gunnar Bragi er til þá erum við „on“ [...] tíu fingur upp til Guðs, ef Gunnar Bragi er til þá getum við klárað þetta á morgun.“
Það er því engu líkara en að hér hafi niðurstaðan verið að tvímenningarnir væru á leiðinni úr Flokki fólksins í Miðflokkinn. Í því ljósi verður það að teljast eðlileg viðbrögð hjá forystu Flokks fólksins, þar sem í lögum þess flokks er heimild til að vísa mönnum úr flokknum, að nýta þá heimild og reka þá, þeirra hugur virðist hafa verið bundnari persónulegum frama en þess fólks sem Flokkur fólksins var stofnaður til að þjóna.
Gunnar staðfestir að þeir geti fengið þingflokksformanninn og svo virðist að fljótlega eftir að þetta var komið á hreint hafi þeir Karl Gauti og Ólafur yfirgefið fundinn.
Átti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum
Skömmu síðar fer Gunnar svo að ræða skipan sendiherra og þann greiða sem hann ætti inni hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann gortar af því að hafa beitt brögðum til að skipa Geir Haarde í sendiherrastöðu að því að virðist fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eigi því greiða inni hjá þeim flokki. Hann lýsir þeim verknaði sínum og segir þá meðal annars að hann hafi rætt þetta við alla flokkka og í lok þeirrar tölu segir hann svo „við erum bara þrír hérna.“ Heldur svo áfram og segir „Þegar að ég á fund með Bjarna í fjármálaráðuneytinu, ég segi við Bjarna, Bjarni algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra og þá segi ég við Bjarna, Bjarni mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda“. Þá bætir Sigmundur við: „Ég veit að þetta er rétt með sendiherrastöðuna, ég nefndi þetta við Bjarna og þetta eru loforð sem voru gefin, Bjarni má eiga það að hann viðurkenndi þetta, Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að hann hefði fallist á það að ef þetta gegni eftir þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum. “
Þetta er einkum athyglisvert því Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hefur nú, eftir að þessi umræða á barnum varð opinber, greint frá því á fésbókarsíðu sinni að hann hafi átt fund með Bjarna og Sigmundi vegna málsins. „Fyrir fáeinum vikum áttum við Bjarni Benediktsson óformlegan fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að frumkvæði þess síðastnefnda, þar sem hann greindi okkur frá áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu.“
Í fésbókarfærslu Guðlaugs kemur fram að það sé alvanalegt að menn komi óformlega með tillögur um fólk í slíkar stöður og jafnframt að hann viti ekkert um samkomulag Gunnars og Bjarna. Það vekur þó óneitanlega athygli að þegar Sigmundur kemur með þessa óformlegu ósk Gunnars Braga til Guðlaugs að þá sé formaður Sjálfstæðisflokksins hafður með í ráðum. Skipan sendiherra heyrir ekkert undir fjármálaráðherra og því hefur Bjarni verið þarna í hlutverki formanns Sjálfstæðisflokksins.
Bára Halldórsdóttir
Mynd: Heiða Helgadóttir
Ekki er ólíklegt að hér sé komin skýringin á óvæntu „göfuglyndi“ Gunnars sem fólst í því að hann var tilbúinn að gefa eftir formennsku í þingflokknum, hann var að verða sendiherra.
Upptaka Báru Halldórsdóttur hefur því ekki aðeins orðið til þessa vekja athygli á orðfæri þessa fólks sem þarna var, hvernig rætt er um konur, öryrkja og hinsegin fólk, heldur hefur hún líklega forðað okkur frá því að fá tilkynningu skömmu fyrir áramót frá utanríkisráðuneytinu þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að skipa Gunnar Braga sendiherra.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
2
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
3
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu
Gönguleið að eldgosinu liggur yfir áætlaðan kvikugang þar sem þykir mögulegt að hraun geti komið upp úr jörðu með litlum fyrirvara.
5
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
6
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
7
Fréttir
2
Fyrirtækjum fjölgar en tekjur ríkisins lækka
Innan við þriðjungur fyrirtækja greiðir tekjuskatt, helmingur greiðir ekki laun og litlu færri greiða hvorki tryggingagjald né tekjuskatt. Á sama tíma og hlutafélögum fjölgar skila þau minni tekjum í ríkissjóð. Þetta er niðurstaða meistararannsóknar Sigurðar Jenssonar, sem starfað hefur við skatteftirlit í áraraðir. Vísbendingar eru um að hlutafélagaformið sé ofnotað, að menn séu að koma fyrir eignum sem alla jafna ættu að vera á þeirra persónulegu skattframtölum, í því skyni að spara sér skattgreiðslur.
Mest deilt
1
ÚttektEin í heiminum
2
Einhverf án geðheilbrigðisþjónustu: „Háalvarlegt mál“
Stöðug glíma við samfélag sem gerir ekki ráð fyrir einhverfu fólki getur leitt til alvarlegra veikinda. Þetta segja viðmælendur Stundarinnar sem öll voru fullorðin þegar þau voru greind einhverf. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir þau tilheyra hópi sem fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu sem sé lögbrot. Sænsk rannsókn leiddi í ljós að einhverfir lifi að meðaltali 16 árum skemur en fólk sem ekki er einhverft. „Staðan er háalvarleg,“ segir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í einhverfu.
2
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
3
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
4
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
5
Fréttir
7
Hjólreiðafólk „með lífið í lúkunum“
Formaður Reiðhjólabænda segir öryggi hjólreiðafólks hætt komið, bæði á þjóðvegum og í þéttbýli. Löglegt sé til dæmis að taka fram úr reiðhjóli á blindhæð og vanþekking sé meðal ökumanna um þær umferðarreglur sem gilda. Samstillt átak þurfi til að stöðva fjölgun slysa óvarinna vegfarenda.
6
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
7
ViðtalEin í heiminum
6
„Við erum huldufólkið í kerfinu“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir segir að einhverft fólk sé frá blautu barnsbeini gaslýst daglega því að stöðugt sé efast um upplifun þess. Það leiði af sér flóknar andlegar og líkamlegar áskoranir en stuðningur við fullorðið einhverft fólk sé nánast enginn. „Við erum huldufólkið í kerfinu,“ segir Guðlaug sem glímir nú við einhverfukulnun í annað sinn á nokkrum árum.
Mest lesið í vikunni
1
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
2
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
3
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
4
Fréttir
4
Sigmundur Davíð hættir við
„Ég neyddist til að hætta við þátttöku mína vegna þingstarfa á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við Dagens Nyheter um fyrirhugaða ræðu sína á ráðstefnu sem skipulögð er af neti hægriöfgamanna.
5
Pistill
Steindór Grétar Jónsson
Þotuliðið í skreppitúr
Steindór Grétar Jónsson fær stundum að leggja frítt eins og þotuliðið á Reykjavíkurflugvelli.
6
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Hér er sérstakt hættusvæði hjá eldgosinu
Gönguleið að eldgosinu liggur yfir áætlaðan kvikugang þar sem þykir mögulegt að hraun geti komið upp úr jörðu með litlum fyrirvara.
7
Pistill
2
Illugi Jökulsson
Nýtt gos! En hvernig munu eldgos leika Ísland allt næstu 10 milljón árin?
Illugi Jökulsson rifjar upp grein sem hann skrifaði með hjálp færustu manna um það hvernig Íslandi muni líta út eftir óteljandi eldgos, eftir nokkrar miklar ísaldir og ógurlega haföldu í milljónir ára
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
6
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
7
Fréttir
10
Spyr hvort starfsfólk Moggans muni mótmæla eða beita vinnustöðvun
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason veltir fyrir sér hvort þolinmæði starfsfólks Morgunblaðsins fyrir ritstjórnarpistlum sem afneita loftslagsbreytingum sé takmarkalaus.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
2
Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Víða í atvinnulífinu er skortur á starfsfólki og helmingur stærstu fyrirtækja segir illa ganga að manna störf. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að auðvelda eigi greininni að byggja aftur upp tengsl við erlent starfsfólk sem glötuðust í faraldrinum.
ÞrautirSpurningaþrautin
835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan? Skírnarnafn hennar nægir í þetta sinn. * Aðalspurningar: 1. Hvað er kallað í daglegu tali það tímabil sem hófst þegar Íslendingar fengu ráðherra í fyrsta sinn? 2. En hver var annars fyrsti íslenski ráðherrann? 3. Við hvaða fjörð stendur Búðardalur? 4. Englendingar urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta í kvennaflokki....
FréttirPanamaskjölin
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
ÞrautirSpurningaþrautin
834. spurningaþraut: Hvar er fjallgarður 16.000 kílómetra langur?
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hversu gömul er Elísabet Bretadrottning síðan 21. apríl í vor? Skekkjumörk eru eitt ár til eða frá. 2. Hvað heitir höfuðborgin í Belarús eða Hvítarússlandi? 3. Hversu margar gráður er rétt horn? 4. Hvað heitir sú 19. aldar skáldsaga þar sem aðalpersónan er Misjkin fursti sem sumir telja...
Flækjusagan
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
En verður hún hættuleg?
Pistill
Gunnar Hersveinn
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
„Hvað er eðlilegt?“ skrifar Gunnar Hersveinn. „Hentar það stjórnendum valdakerfa best að flestallir séu venjulegir í háttum og hugsun? Hér er rýnt í völd og samfélagsgerð, meðal annars út frá skáldsögunni Kjörbúðarkonan eftir japanska höfundinn Sayaka Murata sem varpar ljósi á marglaga valdakerfi og kúgun þess. Hvaða leiðir eru færar andspænis yfirþyrmandi hópþrýstingi gagnvart þeim sem virðast vera á skjön?“
ViðtalHamingjan
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
Harpa Stefánsdóttir hefur þurft að rækta hamingjuna á nýjan hátt síðustu ár. Þar hefur spilað stærstan þátt breytingar á fjölskyldumynstri. Hún hefur auk þess um árabil búið í tveimur löndum og segir að sitt daglega líf hafi einkennst af að hafa þurft að hafa fyrir því að sækja sér félagsskap og skapa ný tengsl fjarri sínu nánasta fólki. Harpa talar um mikilvægi hópastarfs tengt útivist og hreyfingu en hún telur að hreyfing í góðum hópi stuðli að vellíðan.
MenningHús & Hillbilly
Stór, marglaga og víðfeðm samsýning
126 myndlistarmanna samsýning á Vestfjörðum, Ströndum og Dölum.
ÞrautirSpurningaþrautin
833. spurningaþraut: Hvað hétu þeir aftur, þessir gömlu tölvuleikir?
Fyrri aukaspurning: Hver er hvítklæddi karlinn hér lengst til hægri? * Aðalspurningar: 1. Og í framhaldi af aukaspurningunni: Hvaða ár var myndin tekin? 2. Carl Jung hét karl einn. Hvað fékkst hann við í lífinu? 3. Hvaða kona er gjarnan sögð hafa verið beint eða óbeint völd að Trójustríðinu? 4. Á listum yfir ríkustu konur heims eru enn sem komið...
Flækjusagan
1
Þrjár orrustur og 42 ár sem breyttu stefnu heimsins
Um 5.400 kílómetrar eru í nokkurn veginn beinni loftlínu frá Zenta í Mið-Evrópu um smáþorpið Gulnabad í miðju Íran og til bæjarins Karnal norður af Delí, höfuðborg Indlands. Árin 1697, 1722 og 1739 voru háðar á þessum stöðum orrustur þar sem þrjú tyrknesk-ættuð stórveldi áttu í höggi við þrjá ólíka óvinaheri. Eigi að síður eru þessar orrustur tengdar á ákveðinn en óvæntan hátt, að mati Illuga Jökulssonar.
Pistill
1
Hilmar Þór Hilmarsson
Kína vaknað og Bandaríkin safna liði
„Hagsmunir Kína og Rússlands munu ekki endilega fara saman í framtíðinni,“ skrifar Hilmar Þór Hilmarsson.
Blogg
2
Stefán Snævarr
Hnattvæðing og alþjóðaremba
Ég hitti hann Jim frá Ástralíu í Frakklandi árið 2003. Greindur karl og geðslegur, ákveðinn í skoðunum. Hann taldi innrásina í Írak hið besta mál, Saddam hefði örugglega átt gjöreyðingarvopn. Bandarískt efnahagslíf væri mjög traust og þar vestra væri enginn rasismi. Hnattvæðingin væri sigurverk, í framtíðinni myndu borgríki taka við af nútímaríkjum í krafti þessarar væðingar. Og innan tuttugu ára...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir