Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Jóhann Geirdal

Tilgangur Klausturfundarins

Jóhann Geirdal Gíslason telur ljóst að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali þingmannanna sex á Klaustri Bar hafi komið í veg fyrir skipan Gunnars Braga Sveinssonar sem sendiherra.

Jóhann Geirdal

Jóhann Geirdal Gíslason telur ljóst að upptaka Báru Halldórsdóttur á samtali þingmannanna sex á Klaustri Bar hafi komið í veg fyrir skipan Gunnars Braga Sveinssonar sem sendiherra.

Tilgangur Klausturfundarins
Átti að véla þingmenn yfir Jóhann Geirdal Gíslason telur ljóst að eini tilgangur fundarins á Klaustri hafi verið sá að véla þingmenn Flokks fólksins yfir í Miðflokkinn. 

Ég hef átt erfitt með að trúa því að sexmenningarnir sem sátu fundinn á Klaustur bar hafi ákveðið það uppúr leiðindum þingumræðunnar að skreppa á barinn, drekka sig fulla og tala illa um konur, hinsegin fólk og fatlaða. Því meira sem kemur fram um þessa samkomu í Klaustrinu virðist mér myndin verða nokkuð skýr.

Það hefur komið fram að Karl Gauta og Ólaf langaði að verða meira áberandi, fram hafði komið að menn væru oft að segja „af hverju komið þið ekki í flokkinn til okkar?“ og þá væri svarið oft „af hverju kemur þú ekki heldur í minn flokk?“ Hljómar eins og einfeldningslegt grín en einhver neisti hefur kviknað milli tvímenninganna og Miðflokksins. Einhverjar „dýpri“ umræður hafa átt sér stað og hugmyndir um verðmiða, umbun eða frama innan Miðflokksins nefndar. Nógu trúverðugar til að tvímenningarnir vildu láta á það reyna hve mikil alvara var í þessum tilboðum. Þeir hafa því óskað eftir fundi með stjórnendum Miðflokksins. Það kom nokkuð snemma fram á fundinum, þegar Sigmundur tekur til máls á eftir Gunnari Braga og segir „eigum við ekki bara að segja við gesti okkar“ þá leiðréttir Gunnar Bragi hann og segir „Nei Sigmundur, við erum gestirnir“.

Þetta skýrir hvers vegna Anna Kolbrún og Bergþór þurftu að vera með. Þarna var allt formannatríóið í Miðflokknum, Sigmundur formaður, Gunnar Bragi 1. varaformaður og Anna Kolbrún 2. varaformaður. Forysta þingflokksins, Gunnar Bragi formaður og Bergþór varaformaður. Það dugði ekkert minna til að gulltryggja tilboðið.

Átti að véla þá Karl Gauta og Ólaf yfir

Upplegg fundarins var greinilega að Miðflokksmenn, einkum Gunnar og Sigmundur töluðu Flokk fólksins niður, einkum Ingu formann. Hins vegar var mikil áhersla lögð á gáfur þeirra sem átti að kaupa og að þær gáfur og geta þeirra til starfa kæmi ekki til með að nýtast þeim heldur Flokki fólksins og forystu hans. Ef þeir kæmu í Miðflokkinn fengju þeir hins vegar að njóta sín því þar væri forystan í lagi.  Í þeirri umræðu segir Sigmundur til dæmis: „Við erum ekki að pressa á ykkur að koma bara inn í eitthvað, við gerum okkur grein fyrir að þið eruð burðarásarnir í Flokki fólksins. Fyrir vikið áttum við okkur á því að ef þið komið með okkur myndum við kunna að meta það.“ Fram kemur meðal annars að Inga Sæland sé „algerlega óstjórntæk“ (Karl) og Sigmundur sé „svo góður maður“ (Anna Kolbrún) og meira að segja að  hans versti löstur sé að hann sé „allt of góður maður“ (Gunnar Bragi). Þessi umræða heldur áfram með ýmsum ófögrum útúrdúrum eins og flestir þekkja. Í lok þeirrar umræðu dregur Bergþór enn fram hve slæm Inga sé og hve staða þeirra yrði miklu betri ef þeir kæmu yfir í Miðflokkinn. „Komið til okkar... búum til eitthvað ævintýralegt“. Þá spilar Sigmundur út tromipnu og segir við Ólaf: „Þú verður þingflokksformaður .... ef Gunnar Bragi er til þá erum við „on“ [...] tíu fingur upp til Guðs, ef Gunnar Bragi er til þá getum við klárað þetta á morgun.“

Það er því engu líkara en að hér hafi niðurstaðan verið að tvímenningarnir væru á leiðinni úr Flokki fólksins í Miðflokkinn.  Í því ljósi verður það að teljast eðlileg viðbrögð hjá forystu Flokks fólksins, þar sem í lögum þess flokks er heimild til að vísa mönnum úr flokknum, að nýta þá heimild og reka þá, þeirra hugur virðist hafa verið bundnari persónulegum frama en þess fólks sem Flokkur fólksins var stofnaður til að þjóna.

Gunnar staðfestir að þeir geti fengið þingflokksformanninn og svo virðist að fljótlega eftir að þetta var komið á hreint hafi þeir Karl Gauti og Ólafur yfirgefið fundinn.

Átti inni greiða hjá Sjálfstæðisflokknum

Skömmu síðar fer Gunnar svo að ræða skipan sendiherra og þann greiða sem hann ætti inni hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann gortar af því að hafa beitt brögðum til að skipa Geir Haarde í sendiherrastöðu að því að virðist fyrir Sjálfstæðisflokkinn og eigi því greiða inni hjá þeim flokki. Hann lýsir þeim verknaði sínum og segir þá meðal annars að hann hafi rætt þetta við alla flokkka og í lok þeirrar tölu segir hann svo „við erum bara þrír hérna.“ Heldur svo áfram og segir „Þegar að ég á fund með Bjarna í fjármálaráðuneytinu, ég segi við Bjarna, Bjarni algjörlega sjálfsagt. Auðvitað geri ég Geir að sendiherra og þá segi ég við Bjarna, Bjarni mér finnst sanngjarnt að þið horfið til svipaðra hluta þegar ég þarf á því að halda“. Þá bætir Sigmundur við: „Ég veit að þetta er rétt með sendiherrastöðuna, ég nefndi þetta við Bjarna og þetta eru loforð sem voru gefin, Bjarni má eiga það að hann viðurkenndi þetta, Bjarni fór út um víðan völl en niðurstaðan var sú að hann hefði fallist á það að ef þetta gegni eftir þá ætti Gunnar inni hjá Sjálfstæðismönnum. “

Þetta er einkum athyglisvert því Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hefur nú, eftir að þessi umræða á barnum varð opinber, greint frá því á fésbókarsíðu sinni að hann hafi átt fund með Bjarna og Sigmundi vegna málsins. „Fyrir fáeinum vikum áttum við Bjarni Benediktsson óformlegan fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, að frumkvæði þess síðastnefnda, þar sem hann greindi okkur frá áhuga Gunnars Braga Sveinssonar á sendiherrastöðu.“

Í fésbókarfærslu Guðlaugs kemur fram að það sé alvanalegt að menn komi óformlega með tillögur um fólk í slíkar stöður og jafnframt að hann viti ekkert um samkomulag Gunnars og Bjarna. Það vekur þó óneitanlega athygli að þegar Sigmundur kemur með þessa óformlegu ósk Gunnars Braga til Guðlaugs að þá sé formaður Sjálfstæðisflokksins hafður með í ráðum. Skipan sendiherra heyrir ekkert undir fjármálaráðherra og því hefur Bjarni verið þarna í hlutverki formanns Sjálfstæðisflokksins.

Bára Halldórsdóttir

Ekki er ólíklegt að hér sé komin skýringin á óvæntu „göfuglyndi“ Gunnars sem fólst í því að hann var tilbúinn að gefa eftir formennsku í þingflokknum, hann var að verða sendiherra.

Upptaka Báru Halldórsdóttur hefur því ekki aðeins orðið til þessa vekja athygli á orðfæri þessa fólks sem þarna var, hvernig rætt er um konur, öryrkja og hinsegin fólk, heldur hefur hún líklega forðað okkur frá því að fá tilkynningu skömmu fyrir áramót frá utanríkisráðuneytinu þess efnis að ákvörðun hafi verið tekin um að skipa Gunnar Braga sendiherra.

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
3

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar
4

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
5

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
3

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
5

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Norðurljós og kuldi til sölu á 69. breiddargráðu

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Segir að Landspítali myndi lamast

Segir að Landspítali myndi lamast

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Listin að verða sextugur

Listin að verða sextugur

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV