Stjórnarþingmenn styðja ekki áherslumál Vinstri grænna
Fjöldi stjórnarþingmanna úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki styðja ekki frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, um hálendisþjóðgarð.
Fréttir
108372
Bergþór spyr hvort segja eigi börnum að þau séu líklegir kynferðisbrotamenn
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, varar við fræðslu um kynferðislegt ofbeldi á lægri skólastigum. Börn eigi að fá að vera börn. „Þarf að gefa í skyn við leikskólabörn að þau séu líkleg til að verða fyrir ofbeldi og beita aðra ofbeldi?“ spyr hann.
FréttirKlausturmálið
3211.166
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
Bergþór Ólason klæmdist og úthúðaði stjórnmálakonum á veitingastað í fyrra og talaði um menntamálaráðherra sem „skrokk sem typpið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefndarmenn umhverfis- og samgöngunefndar honum formennsku með hjásetu í atkvæðagreiðslu, en aðeins Bergþór og Karl Gauti Hjaltason greiddu atkvæði með því að hann yrði formaður.
FréttirKlausturmálið
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
Eftir að siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að ummæli Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og MeToo væru brot á siðareglum sögðust þingmennirnir hafa verið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kynferðisbroti“. „Hvað viðkemur lýsingu BÓ og GBS á samskiptum þeirra við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sbr. kafli 2.5., verður ekki séð að lýsingar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxtum,“ segir forsætisnefnd.
FréttirKlausturmálið
Siðanefnd segir að skilja megi ummæli Sigmundar Davíðs sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum alþingismanna með ummælum sínum á Klaustri bar. Siðanefnd telur hann þó taka undir orðfæri Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar um konur.
FréttirKlausturmálið
Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Forsætisnefnd valdi mann til formennsku í siðanefnd Alþingis sem telur sig of tengdan þingmönnum til að geta tekið óhlutdræga afstöðu í siðareglumáli.
FréttirKlausturmálið
Bergþór og Gunnar segjast hafa orðið fyrir áreitni, erfiðri reynslu og „kynferðisbroti“
Þingmenn Miðflokksins bera þingkonu Samfylkingarinnar þungum sökum. Áður göntuðust þeir með málið: „Á ég að ríða henni?“
FréttirKlausturmálið
Þingmennirnir vildu að Bára fengi að minnsta kosti 100 þúsund króna sekt
Lögmenn Miðflokksmanna fóru ítrekað fram á að kona á örorkubótum yrði látin greiða stjórnvaldssekt.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun
12 klukkutíma umræðum á Alþingi var slitið kl. 5:42 í morgun. Málið er aftur á dagskrá í dag.
FréttirKlausturmálið
Bergþór á Evrópuráðsþingi: Varaði við harkalegum aðgerðum gegn kynferðisáreitni þingmanna og kvartaði undan ósanngirni
Bergþór Ólason notaði vettvang Evrópuráðsþingsins til að kvarta undan ósanngjarnri umræðu um Klaustursmálið.
FréttirKlausturmálið
Útlit fyrir að Bergþór gegni varaformennsku í nefndinni
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksns, gæti tekið við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. „Miðflokkurinn styður Jón Gunnarsson og það virðist vera gagnkvæm virðing á milli þeirra,“ segir þingkona Samfylkingarinnar.
FréttirKlausturmálið
Segja frávísunartillögu ekki vera stuðning við Bergþór
Þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna segja frávísunartillögu á að Bergþór Ólason yrði settur af sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar ekki fela í sér stuðningsyfirlýsingu við hann.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.