Ris og fall Miðflokksins helst í hendur við ris og fall Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Framtíð flokksins ræðst af úthaldi hans. Lélega útkomu í síðustu kosningum má skrifa á Covid-faraldurinn og slaka frammistöðu formannsins.
Greining
Saga sáttarstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er eina þriggja flokka ríkisstjórnin til þess að lifa af heilt kjörtímabil. Ríkisstjórn þessi varð til í stormi stjórnmála og hún boðaði stöðugleika en spurningin er hvort hennar verður minnst sem stjórn stöðugleika eða sem stjórn málamiðlunar.
FréttirAlþingiskosningar 2021
Sigmundur Davíð vill „hjálpa öðrum flokkum á rétta braut“
Í viðtali í Morgunblaðinu talar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um að vilja hjálpa öðrum flokkum á rétta braut og án þeirra áhrifa munu þeir „halda áfram pólitískri eyðimerkurgöngu sinni“. Loftslagsstefnu stjórnvalda segir hann fela í sér frelsisskerðingu og útlendingastefnan bjóði „stórhættulegum glæpagengjum“ til Íslands til að „hneppa [Íslendinga] í ánauð“.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur birt kosningaloforð flokksins, þar sem hann boðar að lagðar verði 100 þúsund krónur inn á hvern landsmann á Fullveldisdaginn og landsmenn fái afhendan hlut í Íslandsbanka fyrir 250 þúsund krónur.
Fréttir
Sigmundur Davíð: Besta aðgerðin í loftslagsmálum að Ísland losi sem mest
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir nýja skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skrifaða af „aktívistum“. Stefna íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum muni fela í sér mestu frelsisskerðingu í áratugi og lífskjaraskerðingu.
Fréttir
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
Fréttir
Stjórnarþingmenn styðja ekki áherslumál Vinstri grænna
Fjöldi stjórnarþingmanna úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki styðja ekki frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra og varaformanns Vinstri grænna, um hálendisþjóðgarð.
Fréttir
Sigmundur reynir aftur að biðja Geir afsökunar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leggur fram tillögu á Alþingi um að þingið biðji Geir Haarde afsökunar á Landsdómsmálinu, þar sem Geir var dæmdur fyrir að brjóta gegn stjórnarskrá.
FréttirSkuldaleiðréttingin
Sigmundur Davíð kallar eftir „leiðréttingu“ á skuldum ferðaþjónustunnar
Formaður Miðflokksins telur að reynslan af niðurgreiðslu ríkissjóðs á verðtryggðum fasteignalánum geti komið að gagni við endurskipulagningu skulda ferðaþjónustunnar.
Fréttir
Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Margir lýstu því að myndbandið hefði kallað fram gæsahúð af hrifningu. Prófessor við Listaháskólann, Goddur, segir aftur á móti að myndbandið sé verulega ógeðfellt og uppfullt af þjóðrembu.
Úttekt
Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks
Stjórnmálamenn reyna stundum að draga úr trúverðugleika háskólamanna með því að gera þeim upp pólitískar skoðanir eða annarleg sjónarmið. Mál Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors sýnir líklega hvernig kaupin gerast oft á eyrinni án þess að það komist nokkurn tímann upp.
Skoðun
Karl Th. Birgisson
Okkar eigin Trump? Varla. – Og þó
Karl Th. Birgisson metur íslenska stjórnmálamenn út frá sex mælikvörðum í samanburði við Donald Trump Bandaríkjaforseta: Ósannsögli, hefnigirni, einelti, ábyrgðarleysi og árásum gegn fjölmiðlum.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.