Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
Hinn umdeildi samningur um vernd orkufjárfestinga varð ekki bindandi fyrir Ísland fyrr en ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fullgilti hann árið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við undirritun samningsins 20 árum áður var fullgildingin ekki borin undir Alþingi. Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs gefur lítið fyrir fréttaflutning af málinu, en önnur Evrópuríki töldu ástæðu til að samþykkja sérstaka yfirlýsingu um forræði yfir sæstrengjum og olíuleiðslum. Með undirritun Gunnars Braga Sveinssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2015 skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að framfylgja samningnum í hvívetna.
FréttirÞriðji orkupakkinn
4711.645
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
Með fullgildingu ECT-samningsins hafa íslensk stjórnvöld skuldbundið sig til að liðka fyrir frjálsum viðskiptum með orkuauðlindir og að beita sér fyrir samkeppni, markaðsvæðingu og samvinnu á sviði orkuflutninga. Reynt gæti á ákvæði samningsins ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs, en fjárfestar hafa meðal annars notað samninginn sem vopn gegn stjórnvaldsaðgerðum sem er ætlað að halda niðri raforkuverði til almennings.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Miðflokksmenn greiddu atkvæði gegn því að óheimilt yrði að leggja sæstreng án aðkomu Alþingis
Þingmenn Miðflokksins og Ásmundur Friðriksson tóku afstöðu gegn tveimur þingmálum þar sem því var slegið föstu að úrslitavaldið varðandi tengingu íslenska raforkukerfisins við raforkukerfi annarra landa liggi hjá Alþingi.
FréttirUtanríkismál
Sigmundur Davíð skoðaði lagningu sæstrengs með Cameron „til að sýna fram á að það hentaði ekki“
Þingheimur hló þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist eingöngu hafa samþykkt stofnun vinnuhóps með Bretum um lagningu sæstrengs árið 2015 til þess að ekkert yrði af verkefninu. Hann mælir með að Bretland gangi í EES, þrátt fyrir að utan þess yrði sæstrengur illmögulegur eftir Brexit.
FréttirÞriðji orkupakkinn
„Vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir Bjarna Benediktsson harðlega fyrir að hafa ekki boðað neitt nýtt í orkupakkamálinu á opnum fundi í Valhöll í dag.
FréttirKlausturmálið
Siðanefnd segir að skilja megi ummæli Sigmundar Davíðs sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum alþingismanna með ummælum sínum á Klaustri bar. Siðanefnd telur hann þó taka undir orðfæri Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar um konur.
FréttirKlausturmálið
Formaður siðanefndar treysti sér ekki til að fjalla um Klaustursmálið
Forsætisnefnd valdi mann til formennsku í siðanefnd Alþingis sem telur sig of tengdan þingmönnum til að geta tekið óhlutdræga afstöðu í siðareglumáli.
Fréttir
Sigmundur Davíð vildi að ráðherrar fengju lægri laun en hann sjálfur
Breytingatillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um lækkun launa ráðherra var felld þegar frumvarp vegna brottfalls laga um kjararáð var afgreitt í dag. Bjarni Benediktsson sagði að með rökum Sigmundar mætti segja að hann hefði stofnað Miðflokkinn til að hækka í launum.
Fréttir
Transkona um framgöngu Sigmundar Davíðs: „Ekkert annað en illgirni“
Miðflokkurinn krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Alþingis. Krafan vekur mikla reiði og formaður Trans Ísland segir að atkvæði með Miðflokknum séu gegn réttindum hinsegin fólk. „Skammastu þín,“ segir Ugla Stefanía.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Meðvirkni með siðleysi
Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.
FréttirÞriðji orkupakkinn
Sigmundur Davíð líkir þriðja orkupakkanum við þorskastríðin
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ímyndar sér hvernig brugðist yrði við veiðum Breta á Íslandsmiðum í nútímanum í grein í Morgunblaðinu. Eins og í umræðum um þriðja orkupakkann yrðu þeir sem mótmæla sakaðir um „einangrunarhyggju og poppúlisma“.
Fréttir
Sigmundur Davíð hitti Douglas Murray, manninn sem segir Evrópu vera að deyja vegna innflytjenda
Breskur afturhaldsmaður sem segir að Evrópa sé að „fremja sjálfsmorð“ hitti Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Alþingishúsinu í gær.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.