Mest lesið

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
3

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi
5

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen
6

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
7

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Staðið á öndinni

Sjónvarpsmaður fylgir önd með ungana sína yfir götu. Allir fjölmiðlar fjalla um málið og þúsundir láta í ljós ánægju sína á Facebook. Forsætisráðherra ávarpar mannréttindaráð SÞ. Lítill drengur frá Afganistan fær taugaáfall vegna hörku íslenskra yfirvalda sem nauðbeygð fresta því um einhverja daga að flytja drenginn, föður hans og bróður á götuna í Grikklandi. Það er sumar á Íslandi.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Sjónvarpsmaður fylgir önd með ungana sína yfir götu. Allir fjölmiðlar fjalla um málið og þúsundir láta í ljós ánægju sína á Facebook. Forsætisráðherra ávarpar mannréttindaráð SÞ. Lítill drengur frá Afganistan fær taugaáfall vegna hörku íslenskra yfirvalda sem nauðbeygð fresta því um einhverja daga að flytja drenginn, föður hans og bróður á götuna í Grikklandi. Það er sumar á Íslandi.

Staðið á öndinni
Mótmæli nemenda Börn í Hagaskóla mótmæla fyrirhuguðum brottrekstri samnemanda þeirra, Zainab, úr landi.  Mynd: Davíð Þór

Litli drengurinn, sem var svo veikur af kvíða vegna yfirvofandi brottvísunar til Grikklands að hann fékk taugaáfall, hefur hreyft við fólki. Fleiri og fleiri rísa upp og krefjast þess að hann og hin börnin sem átti að senda til Grikklands verði látin í friði. 

Stjórnarþingmenn eru lagðir á flótta og stjórnarandstaðan ber sér sigri hrósandi á brjóst. En hversu trúverðugt er það?

Zainab er líka barn frá Afganistan sem hefur leitað skjóls í Reykjavík. Hún kvíðir því núna að fara á götuna í Grikklandi ásamt Amir bróður sínum. Móðir þeirra er með vinnu og getur séð sér og börnum sínum farborða og þau eru ekki fyrir neinum. Þau eru samt ekki velkomin hér. Það hefur verið vitað frá því í mars. 

Þrjú hundruð öðrum börnum hefur verið vísað burt frá Íslandi frá árinu 2013, sumum til Grikklands eða Ungverjalands eða á aðra staði þar sem lítið bíður þeirra nema gatan. Yfirvöld fylgjast ekkert með því hvað um þessi börn verður eftir að þau fara héðan. Þau eru bara örlítið brot af þeim 35 milljónum barna sem voru á flótta í heiminum í fyrra. 

„Við höldum bara okkar striki á Facebook og skiptumst á fyndnum kattamyndum eða krúttlegum sögum af dýrum“

Flestar þessara brottvísana fá enga athygli. Við höldum bara okkar striki á Facebook og skiptumst á fyndnum kattamyndum eða krúttlegum sögum af dýrum sem hefur verið bjargað á ótrúlegan hátt, þar sem þau voru að veslast upp, stundum vegna mannvonsku, stundum eru þau  föst í drullu eða flækt í girðingu,. Sögur um lítil börn sem eru föst í drullu heimsins og flækt í girðingum reglugerða eru örugglega minna aðlaðandi og fá yfirleitt litla athygli. Kannski af því það hefur verið reynt að telja okkur trú um að það sé hættulegt og pólitískt að standa með litlum börnum sem á að setja út á götu í nafni kerfisins en það sé hins vegar alveg hættulaust að velta sér upp úr krúttlegum kattamyndum eða tárast yfir önd sem Bogi fylgir yfir götu.  

Vonandi samt ekki.

Og af hverju er það hættulegt? Jú, af því við getum gert eitthvað í málinu en gerum það ekki. Í augnaráði barnanna sem bíða örlaga sinna og við ætlum að vísa út í nóttina er fólgin ásökun. Fólk sem við þekkjum og treystum til að stjórna landinu getur valið að gera eitthvað til að hjálpa þessum börnum en þau velja að gera ekki neitt. Það er ljótt að benda á það og það felur í sér aðdróttun. 

En hvaða ályktun eigum við að draga af því að þau velji að fara í kringum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og senda börn til Grikklands í ógeðslegar og yfirfullar flóttamannabúðir? Það er því öruggara að standa á öndinni yfir krúttlegum kattamyndum eða skemmtilegri önd í spássitúr með ungana sína. Eða andvarpa af hrifningu yfir því að forsætisráðherrann sé að ávarpa mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og ræða kynfrelsi og kvenfrelsi á Íslandi.

En núna hefur straumur fólksins á götunni gert uppreisn. Hann vill ekki vera bara krúttlegur þótt veðrið sé gott og lánið leiki við okkur. Hann krefst þess að þessum börnum verði þyrmt og öðrum í sömu stöðu. Og ráðamenn eru hundskammaðir.  Eflaust hugsa einhverjir þeirra: Þetta gengur yfir, fólki rennur reiðin, bíðum bara með þessar brottvísanir. Setjum málið í nefnd.

Og miðað við söguna er það hárétt mat.

Það er svo mikið flóð af upplýsingum að við höfum ekki andlegt svigrúm til að meðtaka þær. Þær bara hlaðast upp í undirmeðvitundinni án þess að koma nokkurn tímann upp á yfirborðið. 

Og við gleymum líka öllu jafnóðum.

Og þegar við erum niðursokkin í annað, erum við ekki með leiðindi við íslensk stjórnvöld þótt þau standi að því að rífa börn upp úr rúmum sínum á næturnar, saklaus börn sem eru veik af kvíða, og setja þau út á götu í erlendum stórborgum þar sem þau hafa að engu að hverfa.

Margir héldu að það yrði stefnubreyting þegar Sigríður Á. Andersen hyrfi úr embætti dómsmálaráðherra. Það hefur hins vegar ekkert breyst. Það hefur komið annað andlit á dómsmálaráðuneytið en hugurinn er sá sami.  Strax var því lýst yfir að frumvarpi um herta útlendingalöggjöf yrði haldið til streitu og ríkisstjórnin afgreiddi það frumvarp frá sér í apríl. Áfram heldur Útlendingastofnun, köld og vélræn, að framkvæma hluti sem þola ekki dagsljósið og enginn þykist vilja. 

En hvað með aðra ráðherra?

Einhverjir stjórnmálamenn kunna að benda á starfsmenn Útlendingastofnunar eða lögreglu. En þótt einstaka grámenni í kerfinu taki hlutverk sitt lengra en starfslýsingin krefst bera þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna alla ábyrgðina. Þeir setja þessa stefnu með opin augun og ranka stundum við sér og leyfa einum og einum að sleppa undan þungum hrammi brottvísana, til að friða almenningsálitið þegar almenningur lítur upp frá kattamyndunum á netinu og beinir augunum að þessu fólki.

Það er líklegt að það verði niðurstaðan nú. Zainab, Amir, Mahdi og Ali geta því kannski andað léttar.

En við megum ekki stoppa þar. Börnin sem á eftir koma eiga það inni hjá okkur. Stjórnvöld verða að hætta að misnota Dyflinnarreglugerðina og ákveða að leyfa börnum og fólki í viðkvæmri stöðu að njóta verndar eins og þeim er skylt að gera. 

Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfa að svara fyrir þetta og raunar stjórnarandstaðan líka. Við viljum ekki að þau séu að leika guð þegar þau þurfa að afla sér vinsælda, en þykist ekkert vita þess á milli. Þau eiga að setja fram trúverðuga stefnu sem þolir dagsljósið og þau geta staðið fyrir opinberlega

Þetta er ekki í okkar nafni. En er þetta gert í þeirra nafni?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
3

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
4

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi
5

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen
6

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
7

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi
3

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
4

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
5

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
6

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·

Mest deilt

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
1

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi
3

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
4

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið
5

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun
6

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
4

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
5

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
6

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“
2

Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið er mun flóknara“

·
Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni
3

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

·
Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi
4

Áform um opnun þýskrar risahótelkeðju í uppnámi

·
Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa
5

Laun stjórnar­for­manns heilsu­hælis tvö­földuðust: For­stjóri látinn hætta án skýringa

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
6

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·

Nýtt á Stundinni

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·
Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

Af samfélagi

Einkafyrirtæki á Íslandi ættu að prófa skemmri vinnuviku

·
Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“

·
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis

·
Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

Vildi afgirt æfingasvæði Fylkis í Elliðaárdal en styður nú friðun

·
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu

·
Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

Þegar sáttameðferð framlengir ofbeldið

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Blómin í garðinum

Hermann Stefánsson

Blómin í garðinum

·
Náttúruleg leið til að losna við arsen

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·
Stríðið gegn konum

Stríðið gegn konum

·