Börn í leit að alþjóðlegri vernd
Fréttamál
Svefnpillur í staðinn fyrir lögbundna mannúð

Illugi Jökulsson

Svefnpillur í staðinn fyrir lögbundna mannúð

Illugi Jökulsson
·

Af hverju stafar hin óskiljanlega tregða á að veita hrjáðum börnum hér sjálfsagða vernd?

Staðið á öndinni

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Staðið á öndinni

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
·

Sjónvarpsmaður fylgir önd með ungana sína yfir götu. Allir fjölmiðlar fjalla um málið og þúsundir láta í ljós ánægju sína á Facebook. Forsætisráðherra ávarpar mannréttindaráð SÞ. Lítill drengur frá Afganistan fær taugaáfall vegna hörku íslenskra yfirvalda sem nauðbeygð fresta því um einhverja daga að flytja drenginn, föður hans og bróður á götuna í Grikklandi. Það er sumar á Íslandi.

Mótmælendur hópuðust til varnar börnum sem á að senda úr landi

Mótmælendur hópuðust til varnar börnum sem á að senda úr landi

·

Fjölmenn mótmæli í miðborg Reykjavíkur vegna yfirvofandi brottvísunar barna.

Rúmlega þrjú þúsund manns krefjast þess að Ahmadi fjölskyldan fái vernd

Rúmlega þrjú þúsund manns krefjast þess að Ahmadi fjölskyldan fái vernd

·

Sema Erla Serdar og Bryndís Schram afhentu undirskriftir í innanríkisráðuneytinu í dag þar sem þess er krafist að Ólöf Nordal innanríkisráðherra stöðvi brottvísun Ahmadi-fjölskyldunnar.

Krefst endurupptöku í máli Ahmadi-fjölskyldunnar

Krefst endurupptöku í máli Ahmadi-fjölskyldunnar

·

Eva Dóra Kolbrúnardóttir, lögmaður Ahmadi-fjölskyldunnar, krefst þess að kærunefnd útlendingamála taki mál fjölskyldunnar upp að nýju. Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til innanríkisráðherra um að stöðva brottvísun fjölskyldunnar.

Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi

Flúðu grimmilegar árásir talibana: Fá ekki vernd á Íslandi

·

Sjö manna fjölskyldu frá Afganistan verður vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar á næstu dögum. Þeirra á meðal er stúlka sem var barin til óbóta af talibönum þriggja ára gömul. Fjölskyldan flúði ofsóknir og árásir talibana á síðasta ári, en þeir réðust á fjölskylduna þegar fjölskyldufaðirinn, Mir Ahmad Ahmadi, neitaði að ganga til liðs við þá. Mir missti tennur í árásinni og fimm ára sonur hans handleggsbrotnaði illa. Stúlkan er í dag lömuð öðrum megin í andlitinu og á erfitt með að tjá sig, en hefur tekið ótrúlegum framförum eftir að hún kom til Íslands. Fjölskyldunni hefur verið gert að yfirgefa eina landið þar sem þau hafa fundið til öryggis.